Floyd Mayweather á svo mikla pening að hann veit eiginlega ekki hvað hann á að gera við þá.
Hann er sagður fá um 14 milljarða króna fyrir bardaga sinn gegn Manny Pacquaio um þarnæstu helgi.
Mayweather hefur lengi verið að hala inn slíkar fjárhæðir og boxarinn hefur ekki verið feiminn við að sýna peningaveldi sitt.
Á meðal þess sem hann gerir er að safna dýrum bílum. Í bílskúrnum í húsi hans í Las Vegas eru hvorki meira né minna sjö bílar sem hann notar aldrei.
Bílarnir kosta hvorki meira né minna en rúma tvo milljarða og þeir safna bara ryki í bílskúrnum.
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2017-09-07T144452.760Z-haukar.png)
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2025-02-14T125946.545Z-2021-10-15T150140.503Z-Jeruzalem_Ormoz.png)