Sena hefur skoðað að fá Drake til landsins Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. apríl 2015 08:00 Ísleifur Þórhallsson hjá Senu segir að Sena hafi skoðað að fá kanadíska rapparann Drake til landsins en fyrirtækið er með mörg net úti hverju sinni. Þetta kom fram í viðtali við Ísleif í Klinkinu í beinni útsendingu í Íslandi í dag í gærkvöldi. Sena stóð fyrir tónleikum Justin Timberlake í Kórnum í fyrra sem eru einir stærstu tónleikar Íslandssögunnar í fjárhæðum og umfangi. Fyrirtækið leggst í ítarlegar rannsóknir þegar metið er hvort það borgi sig að flytja inn erlendar stórstjörnur til landsins. Til dæmis með því skoða hlustun í útvarpi, spilun á Spotify og vinsældir á YouTube innanlands. Kanadíski rapparinn Drake jafnaði í mars sl. met Bítlanna frá 1964 yfir flest lög á vinsældalista Billboard í einu. Drake átti þá fjórtán af hundrað vinsælustu lögunum á Hot 100-lista Billboard. Vinsældir kanadíska rapparans Drake eru orðnar sögulegar eftir metið sem hann sló í mars. Þá þykir hann góð fyrirmynd.Gæti Drake fyllt Kórinn eins og Justin Timberlake? „Nei, ég held ekki en hann er mjög stór og við höfum skoðað það.“Þið hafið skoðað að fá Drake? „Já, við höfum skoðað það eins og margt annað. Ég held að hann myndi ekki selja alveg jafn mikið og Justin Timberlake en hann vill fá það sama borgað. Og það er kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki búnir að tilkynna aðra tónleika í ár. Við erum ekki tilbúnir að borga það sem listamennirnir þurfa og við erum duglegir að segja nei. Við lítum á það sem okkar helsta styrk að fara ekki af stað nema við séum alveg vissir að þetta gangi.“ Fram kom í Klinkinu að glugginn til að fá stórstjörnu til landsins síðsumars væri að lokast ef það ætti að takast að skapa nægilega mikla stemmningu fyrir slíkum tónleikum. Ísleifur sagði að Sena væri fremur vera að horfa til haustsins í því sambandi en Pharrell hefur verið sterklega orðaður við tónleika á Íslandi í haust. Sjá má viðtalið við Ísleif hér eða í meðfylgjandi myndskeiði. Hægt er að kynna sér Drake nánar á YouTube-rás hans.#Klinkið Klinkið Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Sjá meira
Ísleifur Þórhallsson hjá Senu segir að Sena hafi skoðað að fá kanadíska rapparann Drake til landsins en fyrirtækið er með mörg net úti hverju sinni. Þetta kom fram í viðtali við Ísleif í Klinkinu í beinni útsendingu í Íslandi í dag í gærkvöldi. Sena stóð fyrir tónleikum Justin Timberlake í Kórnum í fyrra sem eru einir stærstu tónleikar Íslandssögunnar í fjárhæðum og umfangi. Fyrirtækið leggst í ítarlegar rannsóknir þegar metið er hvort það borgi sig að flytja inn erlendar stórstjörnur til landsins. Til dæmis með því skoða hlustun í útvarpi, spilun á Spotify og vinsældir á YouTube innanlands. Kanadíski rapparinn Drake jafnaði í mars sl. met Bítlanna frá 1964 yfir flest lög á vinsældalista Billboard í einu. Drake átti þá fjórtán af hundrað vinsælustu lögunum á Hot 100-lista Billboard. Vinsældir kanadíska rapparans Drake eru orðnar sögulegar eftir metið sem hann sló í mars. Þá þykir hann góð fyrirmynd.Gæti Drake fyllt Kórinn eins og Justin Timberlake? „Nei, ég held ekki en hann er mjög stór og við höfum skoðað það.“Þið hafið skoðað að fá Drake? „Já, við höfum skoðað það eins og margt annað. Ég held að hann myndi ekki selja alveg jafn mikið og Justin Timberlake en hann vill fá það sama borgað. Og það er kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki búnir að tilkynna aðra tónleika í ár. Við erum ekki tilbúnir að borga það sem listamennirnir þurfa og við erum duglegir að segja nei. Við lítum á það sem okkar helsta styrk að fara ekki af stað nema við séum alveg vissir að þetta gangi.“ Fram kom í Klinkinu að glugginn til að fá stórstjörnu til landsins síðsumars væri að lokast ef það ætti að takast að skapa nægilega mikla stemmningu fyrir slíkum tónleikum. Ísleifur sagði að Sena væri fremur vera að horfa til haustsins í því sambandi en Pharrell hefur verið sterklega orðaður við tónleika á Íslandi í haust. Sjá má viðtalið við Ísleif hér eða í meðfylgjandi myndskeiði. Hægt er að kynna sér Drake nánar á YouTube-rás hans.#Klinkið
Klinkið Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent