Hilmir Gauti farinn að leika sér á Barnaspítalanum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. apríl 2015 18:30 Hilmir Gauti lék við hvern sinn fingur í dag en hann verður líklega útskrifaður af sjúkrahúsinu á næstu dögum. Þetta er alveg magnað segir móðir drengs, sem hefur náð nær fullum bata, eftir að hafa verið fluttur þungt haldinn á Landspítalann í síðustu viku eftir slys í Læknum í Hafnarfirði. Í dag er aðeins vika síðan að Hilmir Gauti, sem er níu ára, var fluttur þungt haldinn á Landspítalann eftir að hafa fest í affalli Reykdalsstíflu í Læknum í Hafnarfirði. Þegar við hittum hann og fjölskyldu hans á Barnaspítala Hringsins í dag lék Hilmir Gauti, við hvern sinn fingur en hann verður líklega útskrifaður af sjúkrahúsinu á næstu dögum. „Fyrstu fréttir voru náttúrulega skelfilegar þannig að þetta er algjörlega búið að snúast við síðan þá,“ segir Bjarni Einarsson faðir Hilmis Gauta. Foreldrarnir eru að vonum í skýjunum með það hversu hratt Hilmir Gauti hefur náð fyrri heilsu. Móðir hans segir það kraftaverki líkast hversu vel fór. „Alveg magnað,“ segir Hafdís Jónsdóttir. Sérhæfð kælimeðferð var notuð þegar komið var með Hilmi Gauta á spítalann til að koma í veg fyrir heilaskaða. Þannig var líkami Hilmis Gauta kældur í tvo sólarhringa í 32-34 gráður. Foreldrar Hilmis höfðu aldrei heyrt af þessari meðferð áður. „Ég hef ekki vitað af, vitað af, þessum kælimeðferðum og ekki kannski þorað að ímynda mér það,“ segir Bjarni. Þau segjast þakklát öllum sem komu að björgun drengjanna. „Allt starfsfólk og sjúkrahúsið og lögreglan og allir sem að hafa komið að þessari björgun og þessari umönnun drengjanna okkar er alveg ótrúleg og barnanna allra og við erum ævinlega þakklát fyrir það,“ segir Bjarni. Þegar Hilmir Gauti festist í affallinu var mikill vatnsstraumur í stíflunni. Einar Árni bróðir hans reyndi að koma honum til bjargar en festist líka. „Mjög skrýtnar aðstæður að það skuli geta myndast þetta sog og þessi hringrás þarna. Það er eitthvað sem við gerðum okkur ekki grein fyrir. Ég hefði allavega aldrei hleypt börnunum mínum að leika þarna ef að ég hefði haft hugmynd það að þessi hætta hefði verið þarna. Maður einhvern veginn finnst þetta vera svo langt frá sér bæði svona slys og að gera sér grein fyrir því að þessar aðstæður skuli vera svona nánast inni í miðjum bæ og nálægt því afdrepi sem að við höfum haft í Hafnarfirði. Þannig að mín tilmæli eru bara að fólk verði á varðbergi og skoði umhverfi sitt og hættur sem að geta leynst sem einhvern veginn fólk hefur bara horft framhjá hingað. Áttað sig ekki á,“ segir Bjarni. Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Tengdar fréttir Foreldrar drengjanna: Áttuðu sig ekki á hættunni "Maður hefði ekki búist við þessari hættu þarna, “ segir Hafdís Jónsdóttir móðir Hilmis Gauta níu ára drengs sem var fluttur þungt haldinn á Landspítalann eftir slys við Reykdalsstíflu í Læknum í Hafnarfirði. 21. apríl 2015 15:11 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um viðtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sjá meira
Þetta er alveg magnað segir móðir drengs, sem hefur náð nær fullum bata, eftir að hafa verið fluttur þungt haldinn á Landspítalann í síðustu viku eftir slys í Læknum í Hafnarfirði. Í dag er aðeins vika síðan að Hilmir Gauti, sem er níu ára, var fluttur þungt haldinn á Landspítalann eftir að hafa fest í affalli Reykdalsstíflu í Læknum í Hafnarfirði. Þegar við hittum hann og fjölskyldu hans á Barnaspítala Hringsins í dag lék Hilmir Gauti, við hvern sinn fingur en hann verður líklega útskrifaður af sjúkrahúsinu á næstu dögum. „Fyrstu fréttir voru náttúrulega skelfilegar þannig að þetta er algjörlega búið að snúast við síðan þá,“ segir Bjarni Einarsson faðir Hilmis Gauta. Foreldrarnir eru að vonum í skýjunum með það hversu hratt Hilmir Gauti hefur náð fyrri heilsu. Móðir hans segir það kraftaverki líkast hversu vel fór. „Alveg magnað,“ segir Hafdís Jónsdóttir. Sérhæfð kælimeðferð var notuð þegar komið var með Hilmi Gauta á spítalann til að koma í veg fyrir heilaskaða. Þannig var líkami Hilmis Gauta kældur í tvo sólarhringa í 32-34 gráður. Foreldrar Hilmis höfðu aldrei heyrt af þessari meðferð áður. „Ég hef ekki vitað af, vitað af, þessum kælimeðferðum og ekki kannski þorað að ímynda mér það,“ segir Bjarni. Þau segjast þakklát öllum sem komu að björgun drengjanna. „Allt starfsfólk og sjúkrahúsið og lögreglan og allir sem að hafa komið að þessari björgun og þessari umönnun drengjanna okkar er alveg ótrúleg og barnanna allra og við erum ævinlega þakklát fyrir það,“ segir Bjarni. Þegar Hilmir Gauti festist í affallinu var mikill vatnsstraumur í stíflunni. Einar Árni bróðir hans reyndi að koma honum til bjargar en festist líka. „Mjög skrýtnar aðstæður að það skuli geta myndast þetta sog og þessi hringrás þarna. Það er eitthvað sem við gerðum okkur ekki grein fyrir. Ég hefði allavega aldrei hleypt börnunum mínum að leika þarna ef að ég hefði haft hugmynd það að þessi hætta hefði verið þarna. Maður einhvern veginn finnst þetta vera svo langt frá sér bæði svona slys og að gera sér grein fyrir því að þessar aðstæður skuli vera svona nánast inni í miðjum bæ og nálægt því afdrepi sem að við höfum haft í Hafnarfirði. Þannig að mín tilmæli eru bara að fólk verði á varðbergi og skoði umhverfi sitt og hættur sem að geta leynst sem einhvern veginn fólk hefur bara horft framhjá hingað. Áttað sig ekki á,“ segir Bjarni.
Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Tengdar fréttir Foreldrar drengjanna: Áttuðu sig ekki á hættunni "Maður hefði ekki búist við þessari hættu þarna, “ segir Hafdís Jónsdóttir móðir Hilmis Gauta níu ára drengs sem var fluttur þungt haldinn á Landspítalann eftir slys við Reykdalsstíflu í Læknum í Hafnarfirði. 21. apríl 2015 15:11 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um viðtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sjá meira
Foreldrar drengjanna: Áttuðu sig ekki á hættunni "Maður hefði ekki búist við þessari hættu þarna, “ segir Hafdís Jónsdóttir móðir Hilmis Gauta níu ára drengs sem var fluttur þungt haldinn á Landspítalann eftir slys við Reykdalsstíflu í Læknum í Hafnarfirði. 21. apríl 2015 15:11