Segir svigrúm fyrir launahækkanir: „Vandamál hvað ber mikið í milli“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. apríl 2015 10:24 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. vísir/vilhelm „Það er krafa um að kjörin taki að batna,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. „Það er mjög skiljanleg krafa. Við höfum þurft að hagræða mikið og það varð talsverður samdráttur í efnahagshruninu. Fólk sýndu þessu skilning tímabundið, en það vill vera komið aftur á beinu brautina núna.“ Bjarni segir að horfur séu til þess að hægt verði að bæta kjör landsmanna á næstunni. „Árið í fyrra var merkilegt að því leytinu til að þá fór landsframleiðslan aftur upp í fyrri hæðir og kaupmáttur mældist mestur í Íslandssögunni. Við jukum kaupmátt ráðstöfunartekna mjög verulega á síðasta ári. Viðskiptin við útlönd eru í jafnvægi, ríkisfjármálin í jafnvægi og sveitarfélögin líka.“Snýst ekki bara um að hækka lægstu laun krafa Starfsgreinasambandsins hefur verið að hækka lægstu laun um 90 þúsund krónur á næstu þremur árum. „Þetta er ekki bara kjarabarátta sem snýst um að hækka lægstu laun. BHM er líka í verkfalli og þar er krafan sú að menntun verði metin til launa, sem er eðlilegt. Þar er samt einnig þannig að þeir sem eru innan BHM eru ekki allir í lægsta launastiganum. Ég held að menn verði að gæta sín þegar því er haldið fram að þessi verkfallshrina sem gengur nú yfir snúist eingöngu um þá sem eru á lægstu töxtum.“ Fjármálaráðherra segist að sjálfsögðu vilja lyfta öllum upp frá botninum. „Ég veit ekki betur að það sé verið að ræða launhækkanir við samningaborðin. Þetta er spurning að finna lendingu til að viðhalda jafnvægi. Mínar mestu áhyggjur í tengslum við þessa kjarasamninga er að við fáum yfir okkur verðbólgugusu. Mér finnst við hafa náð svo mikilvægum áfanga þegar verðbólgan er komin í eitt prósent. Það er stórkostlegt hagsmunamál fyrir heimilin og það er ekkert kortunum sem segir að verðbólga sé aftur að fara af stað.“ Bjarni segir að ríkisstjórnin hafi verið í góðum samskiptum við aðili vinnumarkaðarins undanförnum vikum. „Þetta er enn sem komið er kjarabarátta sem að mestu leyti hefur verið fylgt eftir af einstökum félögum, þó er í auknu máli verið að senda mál til sáttasemjara. Ég tel að það sé svigrúm fyrir launahækkanir en það er hinsvegar vandamál hvað ber mikið í milli. Það mun ekkert gerast þegar annar aðilinn segir 3,5 prósent og hinn segir 50 prósent. Vonandi ná menn markmiðum sínum en á sama tíma verðum við að halda aftur af verðbólgu.“ Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
„Það er krafa um að kjörin taki að batna,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. „Það er mjög skiljanleg krafa. Við höfum þurft að hagræða mikið og það varð talsverður samdráttur í efnahagshruninu. Fólk sýndu þessu skilning tímabundið, en það vill vera komið aftur á beinu brautina núna.“ Bjarni segir að horfur séu til þess að hægt verði að bæta kjör landsmanna á næstunni. „Árið í fyrra var merkilegt að því leytinu til að þá fór landsframleiðslan aftur upp í fyrri hæðir og kaupmáttur mældist mestur í Íslandssögunni. Við jukum kaupmátt ráðstöfunartekna mjög verulega á síðasta ári. Viðskiptin við útlönd eru í jafnvægi, ríkisfjármálin í jafnvægi og sveitarfélögin líka.“Snýst ekki bara um að hækka lægstu laun krafa Starfsgreinasambandsins hefur verið að hækka lægstu laun um 90 þúsund krónur á næstu þremur árum. „Þetta er ekki bara kjarabarátta sem snýst um að hækka lægstu laun. BHM er líka í verkfalli og þar er krafan sú að menntun verði metin til launa, sem er eðlilegt. Þar er samt einnig þannig að þeir sem eru innan BHM eru ekki allir í lægsta launastiganum. Ég held að menn verði að gæta sín þegar því er haldið fram að þessi verkfallshrina sem gengur nú yfir snúist eingöngu um þá sem eru á lægstu töxtum.“ Fjármálaráðherra segist að sjálfsögðu vilja lyfta öllum upp frá botninum. „Ég veit ekki betur að það sé verið að ræða launhækkanir við samningaborðin. Þetta er spurning að finna lendingu til að viðhalda jafnvægi. Mínar mestu áhyggjur í tengslum við þessa kjarasamninga er að við fáum yfir okkur verðbólgugusu. Mér finnst við hafa náð svo mikilvægum áfanga þegar verðbólgan er komin í eitt prósent. Það er stórkostlegt hagsmunamál fyrir heimilin og það er ekkert kortunum sem segir að verðbólga sé aftur að fara af stað.“ Bjarni segir að ríkisstjórnin hafi verið í góðum samskiptum við aðili vinnumarkaðarins undanförnum vikum. „Þetta er enn sem komið er kjarabarátta sem að mestu leyti hefur verið fylgt eftir af einstökum félögum, þó er í auknu máli verið að senda mál til sáttasemjara. Ég tel að það sé svigrúm fyrir launahækkanir en það er hinsvegar vandamál hvað ber mikið í milli. Það mun ekkert gerast þegar annar aðilinn segir 3,5 prósent og hinn segir 50 prósent. Vonandi ná menn markmiðum sínum en á sama tíma verðum við að halda aftur af verðbólgu.“
Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira