Afleiðing nauðgunar oft sektarkennd: „Óviðunandi að stúlkur mæti þessum viðhorfum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. apríl 2015 20:30 Guðrún Jónsdóttir hefur barist gegn þessum viðhorfum í mörg ár. Vísir/gva/getty „Þetta viðhorf er ekki aðeins óheppilegt, heldur beinlínis skaðlegt,“ segir Guðrún Jónsdóttir framkvæmdastýra Stígamóta. Tvær ungar konur stigu fram í viðtali við Vísi á föstudaginn og töluðu opinskátt um það viðhorf sem enn er viðvarandi í samfélaginu. Báðum hafði verið nauðgað og fengu báðar þau skilaboð að betra væri að minnka áfengisdrykkjuna, það myndi draga úr líkum á því að þeim yrði nauðgað aftur.Sjá einnig: Fórnarlömb nauðgana: „Núna vissi ég áhættuna sem fylgir því að drekka svona mikið“„Þar er ekki langt síðan að umdeild heilsíðu auglýsing frá Lýðheilsustofnun birtist í tímaritinu Monitor og hún átti að vera hvatning til ungs fólks um að drekka ekki. Fyrirsögnin var „Ef þú drekkur ekki“ og það voru nokkrir kostir taldir upp að neðan. Þar á meðal stóð að það væru minni líkur á því að þér yrði nauðgað. Auglýsingin var myndskreytt með stórri mynd af ungri stúlku.“ Guðrún segir aftur á móti mjög sterk tengsl milli þess að nauðga og að vera undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. „Tveir þriðju hlutar nauðgara voru undir áhrifum en það var ekki gerð tilraun til að tala við þá. Það er einnig frægt viðtalið við Björgvin Björgvinsson, fyrrverandi yfirmann kynferðisbrotadeildarinnar, í DV þegar hann er að kvarta yfir þessum fullu stelpum sem eru að reyna koma sökinni á einhvern annan.“ Hún segir þetta viðhorf ansi lífsseigt. „Mér er illa við að gagnrýna neyðarmóttökuna en það er samt sem áður óviðunandi að stúlkur mæti þessum viðhorfum hvar sem er. Ofbeldi er alltaf á ábyrgð þess sem beitir ofbeldinu. Ástanda brotaþolans skiptir engu máli. Vissulega eru margar stúlkur undir áhrifum áfengis eða jafnvel áfengisdauðar þegar þær koma á neyðarmóttökuna en ábyrgðin er aldrei þeirra.“ Guðrún segir aldrei æskilegt að drekka sig ofurölvi. „En það er samt aldrei réttlætanlegt að misnota það ástand. Þetta eru okkar eilífðarskilaboð,“ segir hún en Guðrún er stödd á ráðstefnu í Búkarest og mun hún vera með erindi á morgun um nákvæmlega þetta málefni. „Megin viðfangsefni í yfir tvö þúsund viðtölum sem við tökum á ári er sektarkennd fórnarlambsins. Afleiðingar kynferðisofbeldis eru oftast depurð, kvíði, skömm og sektarkennd. Annarsvegar er þetta aðal viðfangsefnið í þeim viðtölum sem við tökum og hinsvegar er þetta ein megin ástæðan fyrir því að konur kæra ekki nauðganir. Um 80 prósent kvenna segja ástæðuna fyrir því að þær vilja ekki kæra sé skömm og sektarkennd.“ Hún segir að svona umræða dragi undan ábyrgð gerandans og réttlæti að vissu leyti brotið. „Það kemur fólk frá neyðarmóttökunni til okkar á hverju ári og ég hélt satt best að segja að þetta viðhorf væri að breytast. Ég veit samt sem áður að starfsfólkið þar er að gera sitt besta. Við getum reyndar fagnað því að stelpur eru hættar að taka við þessum skilaboðum. Það kemur til með átökum eins og Druslugönguna, #FreetheNipple og #6dagsleikinn. Það er mjög mikil vakning meðal ungs fólks.“ #FreeTheNipple Tengdar fréttir Fórnarlömb nauðgana: „Núna vissi ég áhættuna sem fylgir því að drekka svona mikið“ Fengu báðar sömu skilaboð um að áfengisneysla auki líkurnar á að þeim yrði nauðgað. 17. apríl 2015 19:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
„Þetta viðhorf er ekki aðeins óheppilegt, heldur beinlínis skaðlegt,“ segir Guðrún Jónsdóttir framkvæmdastýra Stígamóta. Tvær ungar konur stigu fram í viðtali við Vísi á föstudaginn og töluðu opinskátt um það viðhorf sem enn er viðvarandi í samfélaginu. Báðum hafði verið nauðgað og fengu báðar þau skilaboð að betra væri að minnka áfengisdrykkjuna, það myndi draga úr líkum á því að þeim yrði nauðgað aftur.Sjá einnig: Fórnarlömb nauðgana: „Núna vissi ég áhættuna sem fylgir því að drekka svona mikið“„Þar er ekki langt síðan að umdeild heilsíðu auglýsing frá Lýðheilsustofnun birtist í tímaritinu Monitor og hún átti að vera hvatning til ungs fólks um að drekka ekki. Fyrirsögnin var „Ef þú drekkur ekki“ og það voru nokkrir kostir taldir upp að neðan. Þar á meðal stóð að það væru minni líkur á því að þér yrði nauðgað. Auglýsingin var myndskreytt með stórri mynd af ungri stúlku.“ Guðrún segir aftur á móti mjög sterk tengsl milli þess að nauðga og að vera undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. „Tveir þriðju hlutar nauðgara voru undir áhrifum en það var ekki gerð tilraun til að tala við þá. Það er einnig frægt viðtalið við Björgvin Björgvinsson, fyrrverandi yfirmann kynferðisbrotadeildarinnar, í DV þegar hann er að kvarta yfir þessum fullu stelpum sem eru að reyna koma sökinni á einhvern annan.“ Hún segir þetta viðhorf ansi lífsseigt. „Mér er illa við að gagnrýna neyðarmóttökuna en það er samt sem áður óviðunandi að stúlkur mæti þessum viðhorfum hvar sem er. Ofbeldi er alltaf á ábyrgð þess sem beitir ofbeldinu. Ástanda brotaþolans skiptir engu máli. Vissulega eru margar stúlkur undir áhrifum áfengis eða jafnvel áfengisdauðar þegar þær koma á neyðarmóttökuna en ábyrgðin er aldrei þeirra.“ Guðrún segir aldrei æskilegt að drekka sig ofurölvi. „En það er samt aldrei réttlætanlegt að misnota það ástand. Þetta eru okkar eilífðarskilaboð,“ segir hún en Guðrún er stödd á ráðstefnu í Búkarest og mun hún vera með erindi á morgun um nákvæmlega þetta málefni. „Megin viðfangsefni í yfir tvö þúsund viðtölum sem við tökum á ári er sektarkennd fórnarlambsins. Afleiðingar kynferðisofbeldis eru oftast depurð, kvíði, skömm og sektarkennd. Annarsvegar er þetta aðal viðfangsefnið í þeim viðtölum sem við tökum og hinsvegar er þetta ein megin ástæðan fyrir því að konur kæra ekki nauðganir. Um 80 prósent kvenna segja ástæðuna fyrir því að þær vilja ekki kæra sé skömm og sektarkennd.“ Hún segir að svona umræða dragi undan ábyrgð gerandans og réttlæti að vissu leyti brotið. „Það kemur fólk frá neyðarmóttökunni til okkar á hverju ári og ég hélt satt best að segja að þetta viðhorf væri að breytast. Ég veit samt sem áður að starfsfólkið þar er að gera sitt besta. Við getum reyndar fagnað því að stelpur eru hættar að taka við þessum skilaboðum. Það kemur til með átökum eins og Druslugönguna, #FreetheNipple og #6dagsleikinn. Það er mjög mikil vakning meðal ungs fólks.“
#FreeTheNipple Tengdar fréttir Fórnarlömb nauðgana: „Núna vissi ég áhættuna sem fylgir því að drekka svona mikið“ Fengu báðar sömu skilaboð um að áfengisneysla auki líkurnar á að þeim yrði nauðgað. 17. apríl 2015 19:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Fórnarlömb nauðgana: „Núna vissi ég áhættuna sem fylgir því að drekka svona mikið“ Fengu báðar sömu skilaboð um að áfengisneysla auki líkurnar á að þeim yrði nauðgað. 17. apríl 2015 19:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent