Afleiðing nauðgunar oft sektarkennd: „Óviðunandi að stúlkur mæti þessum viðhorfum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. apríl 2015 20:30 Guðrún Jónsdóttir hefur barist gegn þessum viðhorfum í mörg ár. Vísir/gva/getty „Þetta viðhorf er ekki aðeins óheppilegt, heldur beinlínis skaðlegt,“ segir Guðrún Jónsdóttir framkvæmdastýra Stígamóta. Tvær ungar konur stigu fram í viðtali við Vísi á föstudaginn og töluðu opinskátt um það viðhorf sem enn er viðvarandi í samfélaginu. Báðum hafði verið nauðgað og fengu báðar þau skilaboð að betra væri að minnka áfengisdrykkjuna, það myndi draga úr líkum á því að þeim yrði nauðgað aftur.Sjá einnig: Fórnarlömb nauðgana: „Núna vissi ég áhættuna sem fylgir því að drekka svona mikið“„Þar er ekki langt síðan að umdeild heilsíðu auglýsing frá Lýðheilsustofnun birtist í tímaritinu Monitor og hún átti að vera hvatning til ungs fólks um að drekka ekki. Fyrirsögnin var „Ef þú drekkur ekki“ og það voru nokkrir kostir taldir upp að neðan. Þar á meðal stóð að það væru minni líkur á því að þér yrði nauðgað. Auglýsingin var myndskreytt með stórri mynd af ungri stúlku.“ Guðrún segir aftur á móti mjög sterk tengsl milli þess að nauðga og að vera undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. „Tveir þriðju hlutar nauðgara voru undir áhrifum en það var ekki gerð tilraun til að tala við þá. Það er einnig frægt viðtalið við Björgvin Björgvinsson, fyrrverandi yfirmann kynferðisbrotadeildarinnar, í DV þegar hann er að kvarta yfir þessum fullu stelpum sem eru að reyna koma sökinni á einhvern annan.“ Hún segir þetta viðhorf ansi lífsseigt. „Mér er illa við að gagnrýna neyðarmóttökuna en það er samt sem áður óviðunandi að stúlkur mæti þessum viðhorfum hvar sem er. Ofbeldi er alltaf á ábyrgð þess sem beitir ofbeldinu. Ástanda brotaþolans skiptir engu máli. Vissulega eru margar stúlkur undir áhrifum áfengis eða jafnvel áfengisdauðar þegar þær koma á neyðarmóttökuna en ábyrgðin er aldrei þeirra.“ Guðrún segir aldrei æskilegt að drekka sig ofurölvi. „En það er samt aldrei réttlætanlegt að misnota það ástand. Þetta eru okkar eilífðarskilaboð,“ segir hún en Guðrún er stödd á ráðstefnu í Búkarest og mun hún vera með erindi á morgun um nákvæmlega þetta málefni. „Megin viðfangsefni í yfir tvö þúsund viðtölum sem við tökum á ári er sektarkennd fórnarlambsins. Afleiðingar kynferðisofbeldis eru oftast depurð, kvíði, skömm og sektarkennd. Annarsvegar er þetta aðal viðfangsefnið í þeim viðtölum sem við tökum og hinsvegar er þetta ein megin ástæðan fyrir því að konur kæra ekki nauðganir. Um 80 prósent kvenna segja ástæðuna fyrir því að þær vilja ekki kæra sé skömm og sektarkennd.“ Hún segir að svona umræða dragi undan ábyrgð gerandans og réttlæti að vissu leyti brotið. „Það kemur fólk frá neyðarmóttökunni til okkar á hverju ári og ég hélt satt best að segja að þetta viðhorf væri að breytast. Ég veit samt sem áður að starfsfólkið þar er að gera sitt besta. Við getum reyndar fagnað því að stelpur eru hættar að taka við þessum skilaboðum. Það kemur til með átökum eins og Druslugönguna, #FreetheNipple og #6dagsleikinn. Það er mjög mikil vakning meðal ungs fólks.“ #FreeTheNipple Tengdar fréttir Fórnarlömb nauðgana: „Núna vissi ég áhættuna sem fylgir því að drekka svona mikið“ Fengu báðar sömu skilaboð um að áfengisneysla auki líkurnar á að þeim yrði nauðgað. 17. apríl 2015 19:30 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira
„Þetta viðhorf er ekki aðeins óheppilegt, heldur beinlínis skaðlegt,“ segir Guðrún Jónsdóttir framkvæmdastýra Stígamóta. Tvær ungar konur stigu fram í viðtali við Vísi á föstudaginn og töluðu opinskátt um það viðhorf sem enn er viðvarandi í samfélaginu. Báðum hafði verið nauðgað og fengu báðar þau skilaboð að betra væri að minnka áfengisdrykkjuna, það myndi draga úr líkum á því að þeim yrði nauðgað aftur.Sjá einnig: Fórnarlömb nauðgana: „Núna vissi ég áhættuna sem fylgir því að drekka svona mikið“„Þar er ekki langt síðan að umdeild heilsíðu auglýsing frá Lýðheilsustofnun birtist í tímaritinu Monitor og hún átti að vera hvatning til ungs fólks um að drekka ekki. Fyrirsögnin var „Ef þú drekkur ekki“ og það voru nokkrir kostir taldir upp að neðan. Þar á meðal stóð að það væru minni líkur á því að þér yrði nauðgað. Auglýsingin var myndskreytt með stórri mynd af ungri stúlku.“ Guðrún segir aftur á móti mjög sterk tengsl milli þess að nauðga og að vera undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. „Tveir þriðju hlutar nauðgara voru undir áhrifum en það var ekki gerð tilraun til að tala við þá. Það er einnig frægt viðtalið við Björgvin Björgvinsson, fyrrverandi yfirmann kynferðisbrotadeildarinnar, í DV þegar hann er að kvarta yfir þessum fullu stelpum sem eru að reyna koma sökinni á einhvern annan.“ Hún segir þetta viðhorf ansi lífsseigt. „Mér er illa við að gagnrýna neyðarmóttökuna en það er samt sem áður óviðunandi að stúlkur mæti þessum viðhorfum hvar sem er. Ofbeldi er alltaf á ábyrgð þess sem beitir ofbeldinu. Ástanda brotaþolans skiptir engu máli. Vissulega eru margar stúlkur undir áhrifum áfengis eða jafnvel áfengisdauðar þegar þær koma á neyðarmóttökuna en ábyrgðin er aldrei þeirra.“ Guðrún segir aldrei æskilegt að drekka sig ofurölvi. „En það er samt aldrei réttlætanlegt að misnota það ástand. Þetta eru okkar eilífðarskilaboð,“ segir hún en Guðrún er stödd á ráðstefnu í Búkarest og mun hún vera með erindi á morgun um nákvæmlega þetta málefni. „Megin viðfangsefni í yfir tvö þúsund viðtölum sem við tökum á ári er sektarkennd fórnarlambsins. Afleiðingar kynferðisofbeldis eru oftast depurð, kvíði, skömm og sektarkennd. Annarsvegar er þetta aðal viðfangsefnið í þeim viðtölum sem við tökum og hinsvegar er þetta ein megin ástæðan fyrir því að konur kæra ekki nauðganir. Um 80 prósent kvenna segja ástæðuna fyrir því að þær vilja ekki kæra sé skömm og sektarkennd.“ Hún segir að svona umræða dragi undan ábyrgð gerandans og réttlæti að vissu leyti brotið. „Það kemur fólk frá neyðarmóttökunni til okkar á hverju ári og ég hélt satt best að segja að þetta viðhorf væri að breytast. Ég veit samt sem áður að starfsfólkið þar er að gera sitt besta. Við getum reyndar fagnað því að stelpur eru hættar að taka við þessum skilaboðum. Það kemur til með átökum eins og Druslugönguna, #FreetheNipple og #6dagsleikinn. Það er mjög mikil vakning meðal ungs fólks.“
#FreeTheNipple Tengdar fréttir Fórnarlömb nauðgana: „Núna vissi ég áhættuna sem fylgir því að drekka svona mikið“ Fengu báðar sömu skilaboð um að áfengisneysla auki líkurnar á að þeim yrði nauðgað. 17. apríl 2015 19:30 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira
Fórnarlömb nauðgana: „Núna vissi ég áhættuna sem fylgir því að drekka svona mikið“ Fengu báðar sömu skilaboð um að áfengisneysla auki líkurnar á að þeim yrði nauðgað. 17. apríl 2015 19:30