Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari er búinn að velja 16-manna hóp sem fer til Serbíu.
Ísland og Serbía mætast ytra á sunnudaginn í seinni leik liðanna í undankeppni EM. Eins og allir ættu að vita valtaði Ísland yfir Serbíu í Laugardalshöll í gær.
Guðjón Valur Sigurðsson landsliðsfyrirliði fer ekki með liðinu vegna meiðsla. Hann hefur verið að glíma við hálsmeiðsli og þarf á hvíld að halda. Hann spilaði í gegnum meiðslin í gær og skoraði tólf mörk.
Alexander Petersson fer ekki heldur með vegna meiðsla en hann missti líka af leiknum í gær. Guðmundur Árni Ólafsson er því kominn í hópinn.
Hópurinn:
Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson, Die Bergische Handball Club
Aron Rafn Eðvarðsson, Guif
Aðrir leikmenn:
Vignir Svavarsson, HC Midtjylland ApS
Kári Kristján Kristjánsson, Valur
Aron Pálmarsson, THW Kiel
Ásgeir Örn Hallgrímsson, Nimes
Arnór Atlason, St.Rafael
Guðmundur Árni Ólafsson, Mors-Thy
Snorri Steinn Guðjónsson, Selestat Alsace HB
Ólafur Andrés Guðmundsson, TSV Hannover-Burgdorf
Arnór Þór Gunnarsson, Die Bergische Handball Club
Sverre Jakobsson, Akureyri
Róbert Gunnarsson, PSG
Rúnar Kárason, TSV Hannover-Burgdorf
Stefán Rafn Sigurmannsson, Rhein-Neckar Löwen
Bjarki Már Gunnarsson, Aue
Guðjón Valur og Alexander fara ekki með til Serbíu

Mest lesið





Allt annað en sáttur með Frey
Fótbolti




Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli
Íslenski boltinn

Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United
Enski boltinn