Fiat 124 Spider kemur á næsta ári Finnur Thorlacius skrifar 30. apríl 2015 09:20 Fiat 124 Spider. Það hefur legið ljóst fyrir í nokkurn tíma að Fiat ætlar brátt að selja lítinn blæjubíl sem fá mun nafnið Fiat 124 Spider. Þessi snaggaralegi bíll mun sjá dagsljósið á þessu ári og verður líklega sýndur á bílasýningunni í Frankfurt í september og á sýningunni LA Auto Show í desember. Bíllinn fer síðan í sölu á næsta ári. Það er mikil saga bak við þennan bíl, en Fiat framleiddi samskonar blæjubíl á árum áður. Þessi nýi Fiat 124 Spider er byggður á sama undirvagni og Mazda MX-5 Miata en yfirbyggingin verður allt öðruvísi. Upphaflega átti þessi bíll að bera merki Alfa Romeo, en Fiat ákvað svo að þessi bíll fengi Fiat merkið þar sem stefna Alfa Romeo væri að hanna og smíða alla bíla sína sjálfir og í eigin verksmiðjum. Þessi bíll verður smíðaður í sömu verksmiðju og Mazda MX-5 Miata er smíðaður og það í Japan. Ekki er ljóst hvaða vélbúnaður verður í boði í bílnum. Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður
Það hefur legið ljóst fyrir í nokkurn tíma að Fiat ætlar brátt að selja lítinn blæjubíl sem fá mun nafnið Fiat 124 Spider. Þessi snaggaralegi bíll mun sjá dagsljósið á þessu ári og verður líklega sýndur á bílasýningunni í Frankfurt í september og á sýningunni LA Auto Show í desember. Bíllinn fer síðan í sölu á næsta ári. Það er mikil saga bak við þennan bíl, en Fiat framleiddi samskonar blæjubíl á árum áður. Þessi nýi Fiat 124 Spider er byggður á sama undirvagni og Mazda MX-5 Miata en yfirbyggingin verður allt öðruvísi. Upphaflega átti þessi bíll að bera merki Alfa Romeo, en Fiat ákvað svo að þessi bíll fengi Fiat merkið þar sem stefna Alfa Romeo væri að hanna og smíða alla bíla sína sjálfir og í eigin verksmiðjum. Þessi bíll verður smíðaður í sömu verksmiðju og Mazda MX-5 Miata er smíðaður og það í Japan. Ekki er ljóst hvaða vélbúnaður verður í boði í bílnum.
Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður