Körfubolti

Sjáðu geggjaðan flautuþrist Rose sem felldi LeBron og félaga

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rose og LeBron.
Rose og LeBron. vísir/getty
Chicago Bulls og Los Angeles Clippers komust 2-1 yfir í sínum undanúrslitareinvígum í NBA-körfuboltanum í nótt. Cleveland leikur í Austurdeildinni, en Clippers í Vesturdeildinni.

Cleveland og Chicago mættust í mögnuðum leik í nótt. Cleveland byrjaði betur í fyrsta leikhluta, en þeir leiddu með tveimur stigum í hálfleik; 49-47. Í síðari hálfleik magnaðist spennan og hún var rosaleg undir lokin.

J. R. Smith jafnaði metin fyrir Cleveland í 96-96 þegar ellefu sekúndur voru eftir. Chicago tóku leikhlé þremur sekúndum fyrir leikslok sem endaði með því að Derrick Rose fékk boltann frá Mike Dunleavy. Rose gerði sér lítið fyrir og kláraði leikinn með rosalegri flautukörfu. Lokatölur 99-96 sigur Cleveland.

Rose var stigahæstur hjá Chicago, en hann átti rosalegan leik. Hann skoraði 30 stig, tók sjö fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Jimmy Butler bætti við 20 stigum. LeBron James skoraði 27 stig fyrir gestina í Cleveland.

LA Clippers átti ekki í miklum vandræðum með Houston Rockets í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Staðan í hálfleik var 57-64, Clippers í vil. Þeir áttu svo frábæran þriðja leikhluta sem þeir unnu 35-19, en lokatölur urðu 25 stiga sigur Clippers; 124-99.

James Harden var stigahæstur hjá Houston með 25 stig, en Dwight Howard tók fjórtán fráköst. J. J. Redick gerði 31 stig fyrir Clippers og Blake Griffin 22 stig.

Hér að neðan má sjá rosalega sigurkörfu Rose og fleira efni frá leikjunum í nótt.

Geggjaður flautuþristur Rose: Alvöru troðsla í boði Griffin: Topp-10 næturinnar:
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×