Tévez tryggði Juve sigur á Real Madrid | Sjáið mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2015 15:04 Carlos Tévez fagnar sigurmarkinu sínu. Vísir/Getty Ítölsku meistararnir í Juventus unnu 2-1 sigur á Evrópumeisturum Real Madrid fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta en seinni leikurinn fer fram á heimavelli Real Madrid í næstu viku. Carlos Tévez skoraði sigurmark Juventus úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur en Argentínumaðurinn átti einnig mikinn þátt í fyrra marki ítölsku meistarana. Tévez er kominn með sjö mörk í Meistaradeildinni á leiktíðinni. Cristiano Ronaldo skoraði mark Real Madrid og bætti þar með met sitt og Lionel Messi yfir flest mörk í sögu Meistaradeildarinnar en hann hefur nú skoraði 76 mörk í deild þeirra bestu. Messi er einu marki á eftir en getur bætt úr því á móti Bayern München annað kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun og bæði liðin fengu tækifæri til að bæta við mörkum. Knattspyrnuáhugafólk getur því byrjað að hlakka til seinni leiksins. Juventus byrjaði leikinn frábærlega og var þegar búið að fá fínasta færi þegar Álvaro Morata kom liðinu í 1-0 á 8. mínútu. Morata fylgdi þá eftir þegar Iker Casillas hálfvarði skot frá Carlos Tévez. Hápressa Juventus og flott spilamennska ítölsku meistarana entist þó ekki út allan hálfleikinn og smá saman komst Real Madrid liðið meira og meira inn í leikinn. Cristiano Ronaldo jafnaði metin á 27. mínútu með skalla af stuttu færi eftir flotta stoðsendingu frá James Rodríguez. Auðvelt mark fyrir Portúgalann en gríðarlega mikilvægt fyrir spænska liðið. James Rodríguez var ótrúlega nálægt því að koma Real Madrid yfir á 41. mínútu þegar hann skallaði í slánna af tveggja metra færi eftir fyrirgjöf frá Isco. Marcelo átti möguleika á því að skora úr frákastinu en skaut yfir. Carlos Tévez fiskaði víti eftir magnaða skyndisókn þar sem Tevez fékk boltann á eigin vallarhelmingi þegar félagar hans hreinsuðu boltann frá eftir hornspyrnu Real Madrid. Tevez tók vítið sjálfur og skoraði örugglega. Juventus var því komið yfir á 58. mínútu leiksins. Fernando Llorente kom inná sem varamaður og fékk tækifæri til að skora þriðja mark Juventus þar á meðal skallafæri eftir aukaspyrnu Andrea Pirlo í uppbótartíma. Fleiri mörk litu þó ekki dagsins ljós og Juventus fagnaði sigri. Real Madrid skoraði hinsvegar mikilvægt útivallarmark og það er því mikil spenna fyrir seinni leikinn á Santiago Bernabéu í Madrid.Juventus kemst í 1-0 - Álvaro Morata Real Madrid jafnar í 1-1 - Cristiano Ronaldo Juventus kemst yfir í 2-1 - Carlos Tévez Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Sjá meira
Ítölsku meistararnir í Juventus unnu 2-1 sigur á Evrópumeisturum Real Madrid fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta en seinni leikurinn fer fram á heimavelli Real Madrid í næstu viku. Carlos Tévez skoraði sigurmark Juventus úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur en Argentínumaðurinn átti einnig mikinn þátt í fyrra marki ítölsku meistarana. Tévez er kominn með sjö mörk í Meistaradeildinni á leiktíðinni. Cristiano Ronaldo skoraði mark Real Madrid og bætti þar með met sitt og Lionel Messi yfir flest mörk í sögu Meistaradeildarinnar en hann hefur nú skoraði 76 mörk í deild þeirra bestu. Messi er einu marki á eftir en getur bætt úr því á móti Bayern München annað kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun og bæði liðin fengu tækifæri til að bæta við mörkum. Knattspyrnuáhugafólk getur því byrjað að hlakka til seinni leiksins. Juventus byrjaði leikinn frábærlega og var þegar búið að fá fínasta færi þegar Álvaro Morata kom liðinu í 1-0 á 8. mínútu. Morata fylgdi þá eftir þegar Iker Casillas hálfvarði skot frá Carlos Tévez. Hápressa Juventus og flott spilamennska ítölsku meistarana entist þó ekki út allan hálfleikinn og smá saman komst Real Madrid liðið meira og meira inn í leikinn. Cristiano Ronaldo jafnaði metin á 27. mínútu með skalla af stuttu færi eftir flotta stoðsendingu frá James Rodríguez. Auðvelt mark fyrir Portúgalann en gríðarlega mikilvægt fyrir spænska liðið. James Rodríguez var ótrúlega nálægt því að koma Real Madrid yfir á 41. mínútu þegar hann skallaði í slánna af tveggja metra færi eftir fyrirgjöf frá Isco. Marcelo átti möguleika á því að skora úr frákastinu en skaut yfir. Carlos Tévez fiskaði víti eftir magnaða skyndisókn þar sem Tevez fékk boltann á eigin vallarhelmingi þegar félagar hans hreinsuðu boltann frá eftir hornspyrnu Real Madrid. Tevez tók vítið sjálfur og skoraði örugglega. Juventus var því komið yfir á 58. mínútu leiksins. Fernando Llorente kom inná sem varamaður og fékk tækifæri til að skora þriðja mark Juventus þar á meðal skallafæri eftir aukaspyrnu Andrea Pirlo í uppbótartíma. Fleiri mörk litu þó ekki dagsins ljós og Juventus fagnaði sigri. Real Madrid skoraði hinsvegar mikilvægt útivallarmark og það er því mikil spenna fyrir seinni leikinn á Santiago Bernabéu í Madrid.Juventus kemst í 1-0 - Álvaro Morata Real Madrid jafnar í 1-1 - Cristiano Ronaldo Juventus kemst yfir í 2-1 - Carlos Tévez
Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Sjá meira