Fjarvera ráðherra gagnrýnd: „Hann var að fá sér köku, virðulegur forseti” Bjarki Ármannsson skrifar 4. maí 2015 19:45 Svandís Svavarsdóttir segir hegðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar með algjörum ólíkindum. Vísir Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu í pontu Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fyrir að vera ekki staddur í þingsal þegar verið var að ræða fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, til hans. Svandís sagði hegðun forsætisráðherra með algjörum ólíkindum og sagði hann hafa farið úr þingsal til að fá sér köku. „Ég verð að segja það, virðulegur forseti, að ég held að ég hafi aldrei séð það gerast að háttvirtur þingmaður eigi orðastað við hæstvirtan ráðherra sem, áður en hann svarar þingmanni, fer úr þingsal,“ sagði Svandís. „Og virðulegur forseti, var hann að fara á fund? Var að hann tala við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eða Sameinuðu þjóðirnar eða hvað?“ Á þessum tímapunkti var orðið „súkkulaðikaka“ hrópað úr þingsal. „Hann var að fá sér köku, virðulegur forseti!” sagði þá Svandís. „Mér finnst þetta með algjörum ólíkindum og ég spyr bara forseta hvort þetta geti talist til sóma?“ Fleiri þingmenn andstöðunnar tóku í kjölfarið til máls til að gagnrýna hegðun forsætisráðherra, þeirra á meðal Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. „Virðulegur forseti, ég hélt að ég væri endanlega hættur að verða hissa á nokkurs konar lítilsvirðingu hæstvirts forsætisráðherra gagnvart þinginu en í þetta sinn varð ég pínulítið hissa,” sagði Helgi Hrafn. „Ég er orðinn svolítið þreyttur á því að þurfa að koma hingað og lýsa því yfir að ég sé ekki hissa á því hvernig forsætisráðherra komi fram við þingið. Það er fullkomlega mannlegt að gera mistök kannski af og til en þetta er skýrt mynstur.” Þess má geta að þetta er ekki í fyrsta sinn sem stjórnarandstaðan sakar Sigmund Davíð um að kjósa sætindi fram yfir umræður á þingi. Í mars í fyrra gagnrýndi Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, Sigmund fyrir að vera ekki viðstaddur umræðu um tillögu ríkisstjórnar um tillögu að slitum á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. „Mér finnst það grátlegt að hæstvirtur forsætisráðherra forðist þingsalinn og sitji þess í stað úti í matssal og hámi þar í sig köku með rjóma,” sagði Össur við það tilefni. „Þegar forsætisráðherra kýs frekar að sitja og borða súkkulaðiköku með rjóma, þá tel ég það merki um einbeittan brotavilja.“ Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu í pontu Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fyrir að vera ekki staddur í þingsal þegar verið var að ræða fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, til hans. Svandís sagði hegðun forsætisráðherra með algjörum ólíkindum og sagði hann hafa farið úr þingsal til að fá sér köku. „Ég verð að segja það, virðulegur forseti, að ég held að ég hafi aldrei séð það gerast að háttvirtur þingmaður eigi orðastað við hæstvirtan ráðherra sem, áður en hann svarar þingmanni, fer úr þingsal,“ sagði Svandís. „Og virðulegur forseti, var hann að fara á fund? Var að hann tala við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eða Sameinuðu þjóðirnar eða hvað?“ Á þessum tímapunkti var orðið „súkkulaðikaka“ hrópað úr þingsal. „Hann var að fá sér köku, virðulegur forseti!” sagði þá Svandís. „Mér finnst þetta með algjörum ólíkindum og ég spyr bara forseta hvort þetta geti talist til sóma?“ Fleiri þingmenn andstöðunnar tóku í kjölfarið til máls til að gagnrýna hegðun forsætisráðherra, þeirra á meðal Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. „Virðulegur forseti, ég hélt að ég væri endanlega hættur að verða hissa á nokkurs konar lítilsvirðingu hæstvirts forsætisráðherra gagnvart þinginu en í þetta sinn varð ég pínulítið hissa,” sagði Helgi Hrafn. „Ég er orðinn svolítið þreyttur á því að þurfa að koma hingað og lýsa því yfir að ég sé ekki hissa á því hvernig forsætisráðherra komi fram við þingið. Það er fullkomlega mannlegt að gera mistök kannski af og til en þetta er skýrt mynstur.” Þess má geta að þetta er ekki í fyrsta sinn sem stjórnarandstaðan sakar Sigmund Davíð um að kjósa sætindi fram yfir umræður á þingi. Í mars í fyrra gagnrýndi Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, Sigmund fyrir að vera ekki viðstaddur umræðu um tillögu ríkisstjórnar um tillögu að slitum á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. „Mér finnst það grátlegt að hæstvirtur forsætisráðherra forðist þingsalinn og sitji þess í stað úti í matssal og hámi þar í sig köku með rjóma,” sagði Össur við það tilefni. „Þegar forsætisráðherra kýs frekar að sitja og borða súkkulaðiköku með rjóma, þá tel ég það merki um einbeittan brotavilja.“
Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira