Fyrsta íslenska myndin í fullri lengd sem er hópfjármögnuð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. maí 2015 17:50 Starfsmenn Syðridalsvallar í kvikmyndinni Albatross. mynd/logi ingimarsson „Það er rúmur sólarhringur til stefnu,“ segir Snævar S. Sölvason, leikstjóri kvikmyndarinnar Albatross. Aðstandendur myndarinnar standa í augnablikinu fyrir söfnun á síðunni Karolina Fund til að geta lokið við gerð myndarinnar. „Fjármögnunin hefur tekið heilmikinn kipp síðustu daga. Við höfum sem stendur safnað rúmlega 80% af upphæðinni sem vantar en við þurfum 100% til að þetta geti gerst. Það ætti að duga fyrir eftirvinnslu myndarinnar. Ég veit satt best að segja ekki til þess að íslensk kvikmynd hafi verið hópfjármögnuð og þess eru ekki mjög mörg dæmi að utan,“ segir Snævar. Búið er að taka alla myndina upp en eftir er að ljúka við að klippa hana, vinna hljóðið og semja tónlistina. Þeir sem eiga að sjá um þau verkefni eru sem stendur í startholunum og bíða þess að geta hafist handa. Albatross fjallar um ungan mann sem eltir ástina vestur á Bolungarvík yfir sumartímann. Þar hefur hann fengið sumarstarf á golfvelli bæjarins. Þar bíða hans skrautlegir samstarfsmenn og enn skrautlegri yfirmaður. Verkefnið hófst þegar Snævar ákvað að gera kvikmynd í sumarfríinu sínu í stað þess að fara í venjulegt sumarstarfs. Þá var hann hálfnaður með nám sitt við Kvikmyndaskóla Íslands. Tökum lauk í júlí 2013 og nú á að ljúka við myndina. Stefnt er að því að frumsýna myndina þann 19. júní næstkomandi og mun Sena dreifa myndinni. Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að smella hér. Bíó og sjónvarp Mest lesið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
„Það er rúmur sólarhringur til stefnu,“ segir Snævar S. Sölvason, leikstjóri kvikmyndarinnar Albatross. Aðstandendur myndarinnar standa í augnablikinu fyrir söfnun á síðunni Karolina Fund til að geta lokið við gerð myndarinnar. „Fjármögnunin hefur tekið heilmikinn kipp síðustu daga. Við höfum sem stendur safnað rúmlega 80% af upphæðinni sem vantar en við þurfum 100% til að þetta geti gerst. Það ætti að duga fyrir eftirvinnslu myndarinnar. Ég veit satt best að segja ekki til þess að íslensk kvikmynd hafi verið hópfjármögnuð og þess eru ekki mjög mörg dæmi að utan,“ segir Snævar. Búið er að taka alla myndina upp en eftir er að ljúka við að klippa hana, vinna hljóðið og semja tónlistina. Þeir sem eiga að sjá um þau verkefni eru sem stendur í startholunum og bíða þess að geta hafist handa. Albatross fjallar um ungan mann sem eltir ástina vestur á Bolungarvík yfir sumartímann. Þar hefur hann fengið sumarstarf á golfvelli bæjarins. Þar bíða hans skrautlegir samstarfsmenn og enn skrautlegri yfirmaður. Verkefnið hófst þegar Snævar ákvað að gera kvikmynd í sumarfríinu sínu í stað þess að fara í venjulegt sumarstarfs. Þá var hann hálfnaður með nám sitt við Kvikmyndaskóla Íslands. Tökum lauk í júlí 2013 og nú á að ljúka við myndina. Stefnt er að því að frumsýna myndina þann 19. júní næstkomandi og mun Sena dreifa myndinni. Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að smella hér.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira