Fjármálaráðherra rífst við fyrrverandi ritstjóra á Facebook Bjarki Ármannsson skrifar 1. maí 2015 15:13 Mikael Torfason og Bjarni Benediktsson. Vísir/Stefán/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Mikael Torfason, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, eiga í dag í orðaskiptum á opinberri Facebook-síðu þess fyrrnefnda. Tilefnið var kveðja til launþega, sem Bjarni setti inn í tilefni baráttudags verkalýðsins, en samræðurnar hafa þegar þetta er skrifað að mestu snúist um Borgunarmálið svokallaða. „Til hamingju allir launþegar með 1. Maí,“ skrifar Bjarni á síðu sína fyrir um klukkustund. „Ég heyri forystuna segja að stöðugleika verði ekki náð „á kostnað launþega.“ En hvað með óstöðugleikann. Á hvers kostnað skildi hann verða?“ Mikael mislíkar greinilega þessi kveðja en hann skrifar þessi ummæli við færsluna: „Já, þetta er rétti dagurinn fyrir fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins til að skjóta á verkalýðshreyfinguna. Átt þú ekki frekar að fókusera á að gera Borgunarfrændur þína ríka?“ Vísar Mikael þarna til sölu Landsbankans á rúmlega þrjátíu prósenta hlut í fyrirtækinu Borgun, sem vakið hefur mikla athygli. Landsbankinn, sem er í eigu ríkisins, var harðlega gagnrýndur fyrir að hafa ekki boðið hlutinn út í opnu söluferli en eignarhaldsfélagið sem keypti hlutinn er meðal annars í eigu Einars Sveinssonar, frænda Bjarna Benediktssonar. „Þakka þér fyrir málefnalegt framlag hér á síðunni. Og takk fyrir innlitið. Ef þú hefur ekkert betra að gera mættir þú í nokkrum orðum útskýra hvað ég hafði með þetta tiltekna mál að gera. Bara við tækifæri,“ svarar Bjarni. Hann ítrekar það í svörum sínum annars staðar á síðunni að hann reki ekki Landsbankann og beri þannig ekki ábyrgð á ákvörðunum hans. Fylgjast má með samræðum Bjarna og Mikaels í ummælum við færsluna hér fyrir neðan. Til hamingju allir launþegar með 1. maí. Ég heyri forystuna segja að stöðugleika verði ekki náð ,,á kostnað launþega."En hvað með óstöðugleikann. Á hvers kostnað skildi hann verða?Posted by Bjarni Benediktsson on 1. maí 2015 Borgunarmálið Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Mikael Torfason, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, eiga í dag í orðaskiptum á opinberri Facebook-síðu þess fyrrnefnda. Tilefnið var kveðja til launþega, sem Bjarni setti inn í tilefni baráttudags verkalýðsins, en samræðurnar hafa þegar þetta er skrifað að mestu snúist um Borgunarmálið svokallaða. „Til hamingju allir launþegar með 1. Maí,“ skrifar Bjarni á síðu sína fyrir um klukkustund. „Ég heyri forystuna segja að stöðugleika verði ekki náð „á kostnað launþega.“ En hvað með óstöðugleikann. Á hvers kostnað skildi hann verða?“ Mikael mislíkar greinilega þessi kveðja en hann skrifar þessi ummæli við færsluna: „Já, þetta er rétti dagurinn fyrir fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins til að skjóta á verkalýðshreyfinguna. Átt þú ekki frekar að fókusera á að gera Borgunarfrændur þína ríka?“ Vísar Mikael þarna til sölu Landsbankans á rúmlega þrjátíu prósenta hlut í fyrirtækinu Borgun, sem vakið hefur mikla athygli. Landsbankinn, sem er í eigu ríkisins, var harðlega gagnrýndur fyrir að hafa ekki boðið hlutinn út í opnu söluferli en eignarhaldsfélagið sem keypti hlutinn er meðal annars í eigu Einars Sveinssonar, frænda Bjarna Benediktssonar. „Þakka þér fyrir málefnalegt framlag hér á síðunni. Og takk fyrir innlitið. Ef þú hefur ekkert betra að gera mættir þú í nokkrum orðum útskýra hvað ég hafði með þetta tiltekna mál að gera. Bara við tækifæri,“ svarar Bjarni. Hann ítrekar það í svörum sínum annars staðar á síðunni að hann reki ekki Landsbankann og beri þannig ekki ábyrgð á ákvörðunum hans. Fylgjast má með samræðum Bjarna og Mikaels í ummælum við færsluna hér fyrir neðan. Til hamingju allir launþegar með 1. maí. Ég heyri forystuna segja að stöðugleika verði ekki náð ,,á kostnað launþega."En hvað með óstöðugleikann. Á hvers kostnað skildi hann verða?Posted by Bjarni Benediktsson on 1. maí 2015
Borgunarmálið Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira