Clippers knúði fram oddaleik | Chicaco slátraði Milwaukee Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. maí 2015 11:14 Úr leiknum í San Antonio í nótt. Vísir/AP LA Clippers sýndi úr hverju liðið er gert með því að hafa betur gegn meisturum San Antonio Spurs á útivelli í nótt og þvinga þar með fram oddaleik í rimmu liðanna í 8-liða úrslitum austurdeildarinnar í NBA-deildinni í nótt. Clippers var búið að mála sig út í horn eftir slæmt tap á heimavelli í leiknum á undan en náði að gera nóg í nótt til að hafa að lokum betur á sterkum útivelli meistaranna í San Antonio, 102-96. San Antonio kom þó með áhlaup undir lok leiksins en Clippers náði að standa það af sér. Marco Belinelli setti niður tvo þrista á síðustu 80 sekúndum leiksins og minnkaði muninn í tvö stig. En leikmenn Clippers stóðust prófið og kláruðu leikinn af vítalínunni. Oddaleikurinn fer fram í Los Angeles á morgun en þetta er eina rimman í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem ræðst í sjö leikjum. Blake Griffin var með 26 stig og tólf fráköst fyrir Clippers og Chris Paul nítján stig og fimmtán stoðsendingar. Það kom einnig risaframlag af bekknum en varamenn Clippers skoruðu 48 stig í leiknum. Belinelli skoraði 23 stig fyrir Spurs og nýtti sjö af ellefu þriggja stiga skotum sínum. Tim Duncan og Kawhi Leonard voru báðir með einungis tólf stig. Chicago er komið áfram eftir risasigur á Milwaukee á útivelli, 120-66, og þar með rimmuna 4-2. Chicago var fjórum stigum frá því að vinna stærsta sigur liðs í úrslitakeppni frá upphafi en það stendur enn í 57 stigum eftir að Minnesota vann St. Louis, 133-75, árið 1956. Eins og gefur að skilja var engin spenna í leiknum en Chicago var komið með 34-16 forystu eftir fyrsta leikhluta og bætti bara við hana. Milwaukee skoraði aldrei meira en 20 stig í leikhluta og Chicago aldrei minna en 25. Allir leikmenn Chicago komust á blað í leiknum en stigahæstur var Mike Dunleavy með 20 stig. Stigahæstur hjá Milwaukee var Zaza Pachulia með átta stig en þar á bæ komust reyndar allir leikmenn einnig á blað í stigaskorun. Úrslit næturinnar: Milwaukee - Chicago 66-120 San Antonio - LA Clippers 96-102The @chicagobulls beat the Bucks by 54 and closed out the series last night. Some context: pic.twitter.com/zrpmR8M3Zx— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) May 1, 2015 NBA Mest lesið Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Fleiri fréttir NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira
LA Clippers sýndi úr hverju liðið er gert með því að hafa betur gegn meisturum San Antonio Spurs á útivelli í nótt og þvinga þar með fram oddaleik í rimmu liðanna í 8-liða úrslitum austurdeildarinnar í NBA-deildinni í nótt. Clippers var búið að mála sig út í horn eftir slæmt tap á heimavelli í leiknum á undan en náði að gera nóg í nótt til að hafa að lokum betur á sterkum útivelli meistaranna í San Antonio, 102-96. San Antonio kom þó með áhlaup undir lok leiksins en Clippers náði að standa það af sér. Marco Belinelli setti niður tvo þrista á síðustu 80 sekúndum leiksins og minnkaði muninn í tvö stig. En leikmenn Clippers stóðust prófið og kláruðu leikinn af vítalínunni. Oddaleikurinn fer fram í Los Angeles á morgun en þetta er eina rimman í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem ræðst í sjö leikjum. Blake Griffin var með 26 stig og tólf fráköst fyrir Clippers og Chris Paul nítján stig og fimmtán stoðsendingar. Það kom einnig risaframlag af bekknum en varamenn Clippers skoruðu 48 stig í leiknum. Belinelli skoraði 23 stig fyrir Spurs og nýtti sjö af ellefu þriggja stiga skotum sínum. Tim Duncan og Kawhi Leonard voru báðir með einungis tólf stig. Chicago er komið áfram eftir risasigur á Milwaukee á útivelli, 120-66, og þar með rimmuna 4-2. Chicago var fjórum stigum frá því að vinna stærsta sigur liðs í úrslitakeppni frá upphafi en það stendur enn í 57 stigum eftir að Minnesota vann St. Louis, 133-75, árið 1956. Eins og gefur að skilja var engin spenna í leiknum en Chicago var komið með 34-16 forystu eftir fyrsta leikhluta og bætti bara við hana. Milwaukee skoraði aldrei meira en 20 stig í leikhluta og Chicago aldrei minna en 25. Allir leikmenn Chicago komust á blað í leiknum en stigahæstur var Mike Dunleavy með 20 stig. Stigahæstur hjá Milwaukee var Zaza Pachulia með átta stig en þar á bæ komust reyndar allir leikmenn einnig á blað í stigaskorun. Úrslit næturinnar: Milwaukee - Chicago 66-120 San Antonio - LA Clippers 96-102The @chicagobulls beat the Bucks by 54 and closed out the series last night. Some context: pic.twitter.com/zrpmR8M3Zx— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) May 1, 2015
NBA Mest lesið Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Fleiri fréttir NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira