Körfubolti

Wiggins leiðir úrvalslið nýliða í NBA-deildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Andrew Wiggins, nýliði ársins í NBA-deildinni 2014-15.
Andrew Wiggins, nýliði ársins í NBA-deildinni 2014-15. vísir/getty
Búið er að velja úrvalslið nýliða í NBA-deildinni í körfubolta.

Andrew Wiggins, nýliði ársins, er að sjálfsögðu í liðinu en hann fékk fullt hús atkvæða í kjörinu.

Wiggins, sem er fæddur í Kanada, var með 16,9 stig, 4,6 fráköst og 2,1 stoðsendingu að meðaltali í leik með Minnesota Timberwolves í vetur.

Með Wiggins í liðinu eru þeir Nikola Mirotic (Chicago Bulls), Nerlens Noel (Philadelphia 76ers), Elfrid Payton (Orlando Magic) og Jordan Clarkson (LA Lakers).

Annað úrvalslið nýliða var einnig valið en það skipa: Marcus Smart (Boston Celtics), Zach LaVine (Minnesota), Bojan Bogdanovic (Brooklyn Nets), Jusuf Nurkic (Denver Nuggets) og Langston Galloway (NY Knicks).

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×