„Framsóknaröfl“ í Feneyjum vilja notfæra sér íslenska verkið sér til framdráttar Jakob Bjarnar skrifar 13. maí 2015 11:23 Fjölmargir hafa sótt sýningu Íslendinganna á Feneyjatvíæringnum og hér er Sverrir Agnarsson að ávarpa salinn -- en Sverrir sjálfur er hluti sýningarinnar. snorri ásmundsson Framlag Íslands á Feneyjartvíæringnum, Moskan eftir Christoph Büchel, hefur vakið mikla athygli og er umdeild. Sverrir Agnarsson, formaður félags íslenskra múslíma, segir að pólitísk öfl í Feneyjum vilji notfæra það hversu umdeilt verkið er sér til framdráttar. Mikil hrifning að sögn Sverris Innsetningin, eða gjörningurinn, Moskan hefur verið umdeild en sýningin opnaði fyrir fáeinum dögum. Lögregla og borgaryfirvöld í Feneyjum telja að hún kunni að ógna öryggi en verkið gengur út á að gamalli kirkju í borginni hefur verið breytt í mosku. Sverrir Agnarsson, formaður félags íslenskra múslima, er partur af innsetningunni og hann segir að þetta hafi verið fjörugt, þegar fréttastofa náði tali af honum þar sem hann er staddur í Feneyjum. „Já, ég er verkið, eða hluti af verkinu,“ segir Sverrir. Menntamálaráðuneytið hafði samband við hann fyrir nokkrum mánuðum og óskaði eftir aðstoð hans við það að koma verkinu heim og saman. „En Christoph hefur unnið þetta algerlega sjálfur og gert það alveg frábærlega. Og hér er risin ein flottasta moska Evrópu. Það falla allir í stafi sem koma inn í hana.“ Mjög góð aðsókn hefur verið á sýninguna, það er farið að róast núna en var mest fyrstu dagana. „En, það er jafn straumur. Það voru hér fimm eða sex þúsund manns við opnunina og aðeins rólegra núna og allir lýsa yfir hrifningu sinni.“ Það er reyndar ekki alveg nákvæmt hjá Sverri, því borgaryfirvöld og lögregla í Feneyjum hafa gert athugasemdir við sýninguna og sagt hana ógn við öryggi. „Já, eða... sko, borgaryfirvöld hafa að einhverju leyti unnið með sýningunni og það ber að þakka. Og þeim var aldrei bannað þetta en það er verið að reyna að aðskilja þetta. Að það megi ekki biðja þarna. En það er erfitt að segja að á þessum stað megi ekki biðja til guðs. Það er afskaplega sérkennileg skipun. Og það er verið að reyna að koma því á að þessi kirkja hafi aldrei verið afhelguð. En, afhelgun er ekki til og það rak nú Helgi okkar Hós sig illilega á þegar hann var að reyna að afskíra sig. Það eru ekki til slíkar athafnir. En, svo fundust einhverjir pappírar í gær sem segja það að þessi kirkja var seld til veraldlegra nota 1973,“ segir Sverrir sem telur að þar með sé sá Þrándur úr götunni. Sýningin blandast í komandi kosningar En, það þýðir ekki að sýningin sé ekki í deiglunni eftir sem áður. Sverrir bendir á að kosningar muni eiga sér stað og pólitíkusar eru að reyna að notfæra sér væringar um gerninginn sér til framdráttar. „Núna 30. maí og nú hafa sprottið upp einhverjar Framsóknar... ég ætla ekki að segja kellingar, eitthvað svona Framsóknarfyrirbæri sem vilja nota sér þetta til pólitísks framdráttar,“ segir Sverrir og vísar til umræðu sem geisaði á Íslandi í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosninga; þegar oddviti Framsóknarflokksins, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, átti sviðið eftir umdeild ummæli sem snéru að moskubyggingum í Reykjavík. Sýningin stendur í sjö mánuði og ætlar Sverrir að reyna að vera viðloðandi hana þann tíma. „Ég er reyndar á leiðinni til Saudi Arabíu og Kúveit, ég ætla að fara í svokallaða heimsókn til mekka sem er trúarleg heimsókn sem tekur þrjá daga. Feneyjatvíæringurinn Framsóknarflokkurinn Menning Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fullt út úr dyrum alla daga í íslensku moskunni í Feneyjum Óhætt að segja að framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins í ár hafi vakið athygli. 11. maí 2015 21:24 Íslensk moska í Feneyjum veldur usla Framlag Íslendinga á Feneyjartvíæringnum er talin ógn við öryggið. 7. maí 2015 07:54 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Sjá meira
Framlag Íslands á Feneyjartvíæringnum, Moskan eftir Christoph Büchel, hefur vakið mikla athygli og er umdeild. Sverrir Agnarsson, formaður félags íslenskra múslíma, segir að pólitísk öfl í Feneyjum vilji notfæra það hversu umdeilt verkið er sér til framdráttar. Mikil hrifning að sögn Sverris Innsetningin, eða gjörningurinn, Moskan hefur verið umdeild en sýningin opnaði fyrir fáeinum dögum. Lögregla og borgaryfirvöld í Feneyjum telja að hún kunni að ógna öryggi en verkið gengur út á að gamalli kirkju í borginni hefur verið breytt í mosku. Sverrir Agnarsson, formaður félags íslenskra múslima, er partur af innsetningunni og hann segir að þetta hafi verið fjörugt, þegar fréttastofa náði tali af honum þar sem hann er staddur í Feneyjum. „Já, ég er verkið, eða hluti af verkinu,“ segir Sverrir. Menntamálaráðuneytið hafði samband við hann fyrir nokkrum mánuðum og óskaði eftir aðstoð hans við það að koma verkinu heim og saman. „En Christoph hefur unnið þetta algerlega sjálfur og gert það alveg frábærlega. Og hér er risin ein flottasta moska Evrópu. Það falla allir í stafi sem koma inn í hana.“ Mjög góð aðsókn hefur verið á sýninguna, það er farið að róast núna en var mest fyrstu dagana. „En, það er jafn straumur. Það voru hér fimm eða sex þúsund manns við opnunina og aðeins rólegra núna og allir lýsa yfir hrifningu sinni.“ Það er reyndar ekki alveg nákvæmt hjá Sverri, því borgaryfirvöld og lögregla í Feneyjum hafa gert athugasemdir við sýninguna og sagt hana ógn við öryggi. „Já, eða... sko, borgaryfirvöld hafa að einhverju leyti unnið með sýningunni og það ber að þakka. Og þeim var aldrei bannað þetta en það er verið að reyna að aðskilja þetta. Að það megi ekki biðja þarna. En það er erfitt að segja að á þessum stað megi ekki biðja til guðs. Það er afskaplega sérkennileg skipun. Og það er verið að reyna að koma því á að þessi kirkja hafi aldrei verið afhelguð. En, afhelgun er ekki til og það rak nú Helgi okkar Hós sig illilega á þegar hann var að reyna að afskíra sig. Það eru ekki til slíkar athafnir. En, svo fundust einhverjir pappírar í gær sem segja það að þessi kirkja var seld til veraldlegra nota 1973,“ segir Sverrir sem telur að þar með sé sá Þrándur úr götunni. Sýningin blandast í komandi kosningar En, það þýðir ekki að sýningin sé ekki í deiglunni eftir sem áður. Sverrir bendir á að kosningar muni eiga sér stað og pólitíkusar eru að reyna að notfæra sér væringar um gerninginn sér til framdráttar. „Núna 30. maí og nú hafa sprottið upp einhverjar Framsóknar... ég ætla ekki að segja kellingar, eitthvað svona Framsóknarfyrirbæri sem vilja nota sér þetta til pólitísks framdráttar,“ segir Sverrir og vísar til umræðu sem geisaði á Íslandi í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosninga; þegar oddviti Framsóknarflokksins, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, átti sviðið eftir umdeild ummæli sem snéru að moskubyggingum í Reykjavík. Sýningin stendur í sjö mánuði og ætlar Sverrir að reyna að vera viðloðandi hana þann tíma. „Ég er reyndar á leiðinni til Saudi Arabíu og Kúveit, ég ætla að fara í svokallaða heimsókn til mekka sem er trúarleg heimsókn sem tekur þrjá daga.
Feneyjatvíæringurinn Framsóknarflokkurinn Menning Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fullt út úr dyrum alla daga í íslensku moskunni í Feneyjum Óhætt að segja að framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins í ár hafi vakið athygli. 11. maí 2015 21:24 Íslensk moska í Feneyjum veldur usla Framlag Íslendinga á Feneyjartvíæringnum er talin ógn við öryggið. 7. maí 2015 07:54 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Sjá meira
Fullt út úr dyrum alla daga í íslensku moskunni í Feneyjum Óhætt að segja að framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins í ár hafi vakið athygli. 11. maí 2015 21:24
Íslensk moska í Feneyjum veldur usla Framlag Íslendinga á Feneyjartvíæringnum er talin ógn við öryggið. 7. maí 2015 07:54