NBA: LeBron með 38 stig í sigri Cavs og Harden með þrennu | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2015 07:30 Það kom ekki á óvart að það hafi soðið upp úr í leik Cleveland Cavaliers og Chicago Bulls í nótt. Vísir/Getty Cleveland Cavaliers er komið 3-2 yfir á móti Chicago Bulls og Houston Rockets er enn á lífi eftir að liðin unnu fimmta leikinn í undanúrslitaeinvígum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt.LeBron James var með 38 stig, 12 fráköst og 6 stoðsendingar fyrir Cleveland Cavaliers í 106-101 heimasigri á Chicago Bulls. Hann var einnig með 3 stolna bolta og 3 varin skot auk þess að hitta úr 58 prósent skota sinna og tapa ekki einum einasta bolta. „Ég hrósa honum fyrir að taka okkur á bakið í þessum leik," sagði Kyrie Irving um LeBron en Irving var sjálfur með 25 stig og 5 stoðsendingar í leiknum. Jimmy Butler skoraði 29 stig fyrir Chicago-liðið og Mike Dunleavy var með 19 stig. Leikstjórnandinn Derrick Rose skoraði 12 af 16 stigum sínum í fyrsta leikhlutanum en hitti síðan aðeins úr 2 af 15 skotum sínum í síðustu þremur leikhlutunum. Cleveland var 90-73 yfir þegar sex mínútur voru eftir en Bulls-liðið gafst ekki upp og minnkaði muninn í 101-99 þegar 1:18 var eftir. Pau Gasol lék ekki með Chicago Bulls vegna meiðsla og þá var Taj Gibson rekinn út úr húsi fyrir að hrinda og sparka í litla leikstjórnandann Matthew Dellavedova. James sagði eftir leikinn að Dellavedova væri harðasti maðurinn í Cleveland-liðinu.James Harden lét ekki veikindi stoppa sig og var með þrennu þegar Houston Rockets hélt sér á lífi með 124-103 heimasigri á Los Angeles Clippers. Staðan er nú 3-2 fyrir Clippers sem fær annað tækifæri til að slá út Harden og félaga í næsta leik og þá er liðið á heimavelli. Harden fékk næringu í æð fyrir leikinn en var síðan með 26 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar í leiknum. „Ég er í lagi. Við unnum þannig að það er það eina sem skiptir máli," sagði James Harden á milli þess að hann hóstaði og saug upp í nefið á blaðamannafundi eftir leikinn. Þrenna Harden var sú fyrsta hjá leikmanni Houston Rockets í úrslitakeppni síðan að Steve Francis náði þrennunni vorið 2004. Los Angeles Clippers var búið að vinna tvo stóra sigra í röð en núna beit Houston-liðið frá sér. Kevin McHale, þjálfari Houston, setti Josh Smith inn í byrjunarliðið fyrir Terrence Jones. Dwight Howard var með 20 stig og 15 fráköst fyrir Houston og Trevor Ariza skoraði 22 stig. Blake Griffin skoraði 30 stig og tók 16 fráköst fyrir Clippers-liðið Chris Paul bætti við 22 stigum og 10 stoðsendingum. Sjötti leikurinn í báðum þessum einvígum er síðan aðfaranótt föstudagsins en í kvöld mætast Atlanta Hawks og Washington Wizards annarsvegar og Golden State Warriors og Memphis Grizzlies hinsvegar en staðan er 2-2 í báðum einvígunum. NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Sjá meira
Cleveland Cavaliers er komið 3-2 yfir á móti Chicago Bulls og Houston Rockets er enn á lífi eftir að liðin unnu fimmta leikinn í undanúrslitaeinvígum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt.LeBron James var með 38 stig, 12 fráköst og 6 stoðsendingar fyrir Cleveland Cavaliers í 106-101 heimasigri á Chicago Bulls. Hann var einnig með 3 stolna bolta og 3 varin skot auk þess að hitta úr 58 prósent skota sinna og tapa ekki einum einasta bolta. „Ég hrósa honum fyrir að taka okkur á bakið í þessum leik," sagði Kyrie Irving um LeBron en Irving var sjálfur með 25 stig og 5 stoðsendingar í leiknum. Jimmy Butler skoraði 29 stig fyrir Chicago-liðið og Mike Dunleavy var með 19 stig. Leikstjórnandinn Derrick Rose skoraði 12 af 16 stigum sínum í fyrsta leikhlutanum en hitti síðan aðeins úr 2 af 15 skotum sínum í síðustu þremur leikhlutunum. Cleveland var 90-73 yfir þegar sex mínútur voru eftir en Bulls-liðið gafst ekki upp og minnkaði muninn í 101-99 þegar 1:18 var eftir. Pau Gasol lék ekki með Chicago Bulls vegna meiðsla og þá var Taj Gibson rekinn út úr húsi fyrir að hrinda og sparka í litla leikstjórnandann Matthew Dellavedova. James sagði eftir leikinn að Dellavedova væri harðasti maðurinn í Cleveland-liðinu.James Harden lét ekki veikindi stoppa sig og var með þrennu þegar Houston Rockets hélt sér á lífi með 124-103 heimasigri á Los Angeles Clippers. Staðan er nú 3-2 fyrir Clippers sem fær annað tækifæri til að slá út Harden og félaga í næsta leik og þá er liðið á heimavelli. Harden fékk næringu í æð fyrir leikinn en var síðan með 26 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar í leiknum. „Ég er í lagi. Við unnum þannig að það er það eina sem skiptir máli," sagði James Harden á milli þess að hann hóstaði og saug upp í nefið á blaðamannafundi eftir leikinn. Þrenna Harden var sú fyrsta hjá leikmanni Houston Rockets í úrslitakeppni síðan að Steve Francis náði þrennunni vorið 2004. Los Angeles Clippers var búið að vinna tvo stóra sigra í röð en núna beit Houston-liðið frá sér. Kevin McHale, þjálfari Houston, setti Josh Smith inn í byrjunarliðið fyrir Terrence Jones. Dwight Howard var með 20 stig og 15 fráköst fyrir Houston og Trevor Ariza skoraði 22 stig. Blake Griffin skoraði 30 stig og tók 16 fráköst fyrir Clippers-liðið Chris Paul bætti við 22 stigum og 10 stoðsendingum. Sjötti leikurinn í báðum þessum einvígum er síðan aðfaranótt föstudagsins en í kvöld mætast Atlanta Hawks og Washington Wizards annarsvegar og Golden State Warriors og Memphis Grizzlies hinsvegar en staðan er 2-2 í báðum einvígunum.
NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Sjá meira