Tom Brady byrjar titilvörnina í fjögurra leikja banni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2015 08:30 Tom Brady fagnar titlinum með syni sínum Benjamin. Vísir/Getty Tom Brady, leikstjórnandi NFL-meistara New England Patriots, var í gær dæmdur í fjögurra leikja bann vegna vitneskju hans og þáttöku í stóra boltamálinu þegar Patriots-liðið braut reglur með því að taka loft úr keppnisboltum fyrir leik í úrslitakeppninni á síðasta tímabili. Brady fór ekki bara í bann því New England Patriot þarf að greiða milljón Bandaríkjadali í sekt og þá missti félagið einnig tvo valrétti þar af annan þeirra í fyrstu umferð nýliðavalsins á næsta ári. Í síðustu viku kom út 243 síðna rannsóknarskýrsla á vegum NFL-deildarinnar um undanúrslitaleik New England Patriots og Indianapolis Colts á síðustu leiktíð sem Patriots-liðið vann 45-7. New England Patriots fór síðan alla leið og vann sinn fyrsta titil í tíu ár. New England Patriots er refstað fyrir að hafa viljandi reynt að svindla með því að láta manninn sem sér um búnað félagsins taka loft úr boltunum eftir að dómararnir höfðu gengið í skugga um að þeir væru löglegir. Minna loft í boltunum átti að auðvelda Tom Brady að ná betra gripi á boltanum. Orðalagið í skýrslunni var samt furðulegt en þar þótti ekki fullsannað að New England Patriots hafi vísvitandi verið að reyna að svindla en að það sé líklegra en ekki að Patriots hafi gert þetta viljandi. Tom Brady missir því að leikjum á móti Pittsburgh, Buffalo, Jacksonville og Dallas en hann mun síðan spila sinn fyrsta leik þegar New England Patriots mætir Indianapolis Colts í fimmtu viku tímabilsins. Fjarvera Tom Brady er mikið áfall fyrir meistara New England Patriots en það vekur vissulega athygli hversu hart NFL-deildin hefur tekið á þessu máli. Mikil fjölmiðaathygli og mörg slæm mál í deildinni að undanförnu á örugglega sinn þátt í því.Vísir/Getty NFL Tengdar fréttir Líklegt að meistararnir hafi svindlað NFL-deildin setti í gang mikla rannsókn á því hvort meistarar New England Patriots hafi svindlað í úrslitakeppninni og nú er búið að skila 243 blaðsíðna skýrslu. 7. maí 2015 14:30 Tom Brady: Skýrslan skemmir ekki Super Bowl-sigurinn Samkvæmt rannsóknarskýrslu um Deflate-gate í undanúrslitum NFL-deildarinnar vissi leikstjórnandi New England Patriots að boltarnir væru linir. 8. maí 2015 16:00 Super Bowl-hetjan fékk pallbílinn sem Tom Brady vann Leikstjórnandinn vildi gefa bakverðinum MVP-bílinn og það hafðist á endanum. 11. febrúar 2015 11:30 Fór frekar á æfingu en í Hvíta húsið Tom Brady, leikstjórnandi NFL-meistara New England Patriots, fór ekki með liðinu að hitta Barack Obama Bandaríkjaforseta. 29. apríl 2015 23:30 Forráðamenn Colts vissu að Patriots ætlaði að svindla Stóra boltamálið í kringum leik New England Patriots og Indianapolis Colts tröllríður nú öllu í Bandaríkjunum. 8. maí 2015 22:45 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjá meira
Tom Brady, leikstjórnandi NFL-meistara New England Patriots, var í gær dæmdur í fjögurra leikja bann vegna vitneskju hans og þáttöku í stóra boltamálinu þegar Patriots-liðið braut reglur með því að taka loft úr keppnisboltum fyrir leik í úrslitakeppninni á síðasta tímabili. Brady fór ekki bara í bann því New England Patriot þarf að greiða milljón Bandaríkjadali í sekt og þá missti félagið einnig tvo valrétti þar af annan þeirra í fyrstu umferð nýliðavalsins á næsta ári. Í síðustu viku kom út 243 síðna rannsóknarskýrsla á vegum NFL-deildarinnar um undanúrslitaleik New England Patriots og Indianapolis Colts á síðustu leiktíð sem Patriots-liðið vann 45-7. New England Patriots fór síðan alla leið og vann sinn fyrsta titil í tíu ár. New England Patriots er refstað fyrir að hafa viljandi reynt að svindla með því að láta manninn sem sér um búnað félagsins taka loft úr boltunum eftir að dómararnir höfðu gengið í skugga um að þeir væru löglegir. Minna loft í boltunum átti að auðvelda Tom Brady að ná betra gripi á boltanum. Orðalagið í skýrslunni var samt furðulegt en þar þótti ekki fullsannað að New England Patriots hafi vísvitandi verið að reyna að svindla en að það sé líklegra en ekki að Patriots hafi gert þetta viljandi. Tom Brady missir því að leikjum á móti Pittsburgh, Buffalo, Jacksonville og Dallas en hann mun síðan spila sinn fyrsta leik þegar New England Patriots mætir Indianapolis Colts í fimmtu viku tímabilsins. Fjarvera Tom Brady er mikið áfall fyrir meistara New England Patriots en það vekur vissulega athygli hversu hart NFL-deildin hefur tekið á þessu máli. Mikil fjölmiðaathygli og mörg slæm mál í deildinni að undanförnu á örugglega sinn þátt í því.Vísir/Getty
NFL Tengdar fréttir Líklegt að meistararnir hafi svindlað NFL-deildin setti í gang mikla rannsókn á því hvort meistarar New England Patriots hafi svindlað í úrslitakeppninni og nú er búið að skila 243 blaðsíðna skýrslu. 7. maí 2015 14:30 Tom Brady: Skýrslan skemmir ekki Super Bowl-sigurinn Samkvæmt rannsóknarskýrslu um Deflate-gate í undanúrslitum NFL-deildarinnar vissi leikstjórnandi New England Patriots að boltarnir væru linir. 8. maí 2015 16:00 Super Bowl-hetjan fékk pallbílinn sem Tom Brady vann Leikstjórnandinn vildi gefa bakverðinum MVP-bílinn og það hafðist á endanum. 11. febrúar 2015 11:30 Fór frekar á æfingu en í Hvíta húsið Tom Brady, leikstjórnandi NFL-meistara New England Patriots, fór ekki með liðinu að hitta Barack Obama Bandaríkjaforseta. 29. apríl 2015 23:30 Forráðamenn Colts vissu að Patriots ætlaði að svindla Stóra boltamálið í kringum leik New England Patriots og Indianapolis Colts tröllríður nú öllu í Bandaríkjunum. 8. maí 2015 22:45 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjá meira
Líklegt að meistararnir hafi svindlað NFL-deildin setti í gang mikla rannsókn á því hvort meistarar New England Patriots hafi svindlað í úrslitakeppninni og nú er búið að skila 243 blaðsíðna skýrslu. 7. maí 2015 14:30
Tom Brady: Skýrslan skemmir ekki Super Bowl-sigurinn Samkvæmt rannsóknarskýrslu um Deflate-gate í undanúrslitum NFL-deildarinnar vissi leikstjórnandi New England Patriots að boltarnir væru linir. 8. maí 2015 16:00
Super Bowl-hetjan fékk pallbílinn sem Tom Brady vann Leikstjórnandinn vildi gefa bakverðinum MVP-bílinn og það hafðist á endanum. 11. febrúar 2015 11:30
Fór frekar á æfingu en í Hvíta húsið Tom Brady, leikstjórnandi NFL-meistara New England Patriots, fór ekki með liðinu að hitta Barack Obama Bandaríkjaforseta. 29. apríl 2015 23:30
Forráðamenn Colts vissu að Patriots ætlaði að svindla Stóra boltamálið í kringum leik New England Patriots og Indianapolis Colts tröllríður nú öllu í Bandaríkjunum. 8. maí 2015 22:45