NFL

NFL

Fréttir og úrslit úr bandarísku NFL ruðningsdeildinni.

Fréttamynd

Lamar Jackson ekki með um helgina

Baltimore Ravens verða án leikstjórnenda síns Lamar Jackson á morgun þegar liðið mætir Houston Texans í NFL deildinni á sunnudag. Það eru slæm tíðindi fyrir Baltimore sem hafa ekki byrjað vel í deildinni í vetur.

Sport

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Fjölgar mann­kyninu enn frekar

Tónlistarkonan Cardi B á von á sínu fjórða barni og því fyrsta með kærasta sínum, NFL-kappanum Stefon Diggs. Fyrir á hún tvær dætur og einn son með rapparanum Offset.

Lífið
Fréttamynd

Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum

J.J. McCarthy spilaði sinn fyrsta leik í NFL deildinni í nótt og leiddi Minnesota Vikings að 27-24 endurkomusigri gegn Chicago Bears, liðinu sem hann hélt með sem krakki. Hann kastaði fyrir tveimur snertimörkum og hljóp þriðja snertimarkinu sjálfur yfir línuna í fjórða leikhluta.

Sport
Fréttamynd

Á­horf­andi sló leik­mann og missti af ó­trú­legri endur­komu

Aðdáandi Buffalo Bills lenti í áflogum við DeAndre Hopkins og Lamar Jackson, leikmenn Baltimore Ravens, og var vísað úr stúkunni undir lok fjórða leikhluta í gærkvöldi. Þar með missti hann af hreint ótrúlegri endurkomu Buffalo Bills í fjórða leikhluta, eða varð mögulega valdur að henni.

Sport
Fréttamynd

Tom Brady steyptur í brons

Tom Brady, sem talinn er vera besti leikmaður fyrr og síðar í amerískum fótbolta, var sýndur mikill heiður áður áður en æfingaleikur New England Patriots og Washington Commanders var spilaður í gærkvöldi. Patriots sýndu þá brons styttu af kappanum sem þakklætisvott fyrir afrek hans á vellinum.

Sport