Samtalið mætti vera öflugra og meira Heiða Kristín Helgadóttir skrifar 11. maí 2015 21:40 Magnús Pétursson ríkissáttasemjari telur enn ekki tímabært að leggja fram miðlunartillögu í þeim málum sem eru á hans borði. Of mikið beri á milli deiluaðila um grundvallaratriði. Þetta kom fram í Umræðunni í kvöld. Þar lýsti ríkissáttasemjari þungum áhyggjum yfir boðuðum verkföllum í lok þessa mánaðar. „Ég held að það verði ekki mjög mikil þolinmæði eftir í landinu þegar svona stórir hópar eru komnir í verkfall,” segir Magnús. Magnús sagði bæði launþega og launagreiðendur hafa unnið vel saman eftir hrun, sem hafi ekki verið sjálfsagt, en í samningum 2013 og 2014 hafi verið farið að hrikta í þeim stoðum. „Það lá ljóst fyrir 2013 og 2014 að það voru ekki allir á eitt sáttir.” Aðspurður um traust milli deiluaðila og aðkomu ríkisvaldsins að samningum sagði Magnús langa hefð vera fyrir því að ríkið komi að kjarasamningum og að samtalið sé milli þessara þriggja aðila, launþega, launagreiðenda og ríkisins. Magnús sagði ríkið hafa tvíþætt hlutverk annars vegar sem vinnuveitandi en líka „sem leiðandi aðili í landinu fyrir afkomu fólks. Þar hefur ríkið mest að segja.“ Jafnframt sagði hann okkur ekki vera komin á þann stað að ríkið geti dregið sitt út úr kjarasamningum. „Ég held að ríkið eigi að vera þátttakandi í kjarasamningum,” segir hann. Hann sagðist hins vegar hafa skilning á því að ríkisvaldið legði ekki spilin á borðið áður en aðrir hefðu sýnt á sín spil: „Ríkið byrjar ekki að leggja á borðið án þess að vita hvað hinir ætla sér eða áforma. Þannig að þetta hangir saman. Ég held að þetta sé þriggja aðila samtal sem mætti vera öflugra og meira.”Viðtalið við Magnús má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan Verkfall 2016 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu Sjá meira
Magnús Pétursson ríkissáttasemjari telur enn ekki tímabært að leggja fram miðlunartillögu í þeim málum sem eru á hans borði. Of mikið beri á milli deiluaðila um grundvallaratriði. Þetta kom fram í Umræðunni í kvöld. Þar lýsti ríkissáttasemjari þungum áhyggjum yfir boðuðum verkföllum í lok þessa mánaðar. „Ég held að það verði ekki mjög mikil þolinmæði eftir í landinu þegar svona stórir hópar eru komnir í verkfall,” segir Magnús. Magnús sagði bæði launþega og launagreiðendur hafa unnið vel saman eftir hrun, sem hafi ekki verið sjálfsagt, en í samningum 2013 og 2014 hafi verið farið að hrikta í þeim stoðum. „Það lá ljóst fyrir 2013 og 2014 að það voru ekki allir á eitt sáttir.” Aðspurður um traust milli deiluaðila og aðkomu ríkisvaldsins að samningum sagði Magnús langa hefð vera fyrir því að ríkið komi að kjarasamningum og að samtalið sé milli þessara þriggja aðila, launþega, launagreiðenda og ríkisins. Magnús sagði ríkið hafa tvíþætt hlutverk annars vegar sem vinnuveitandi en líka „sem leiðandi aðili í landinu fyrir afkomu fólks. Þar hefur ríkið mest að segja.“ Jafnframt sagði hann okkur ekki vera komin á þann stað að ríkið geti dregið sitt út úr kjarasamningum. „Ég held að ríkið eigi að vera þátttakandi í kjarasamningum,” segir hann. Hann sagðist hins vegar hafa skilning á því að ríkisvaldið legði ekki spilin á borðið áður en aðrir hefðu sýnt á sín spil: „Ríkið byrjar ekki að leggja á borðið án þess að vita hvað hinir ætla sér eða áforma. Þannig að þetta hangir saman. Ég held að þetta sé þriggja aðila samtal sem mætti vera öflugra og meira.”Viðtalið við Magnús má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Umræðan Verkfall 2016 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu Sjá meira