Rauði krossinn sendir tvo til viðbótar til Nepal Bjarki Ármannsson skrifar 11. maí 2015 18:39 Helga (t.v.) og Elín. Mynd/Rauði krossinn Rauði krossinn á Íslandi hefur sent tvo sendifulltrúa til viðbótar til starfa í Nepal vegna neyðarástands í kjölfar jarðskjálftans í síðasta mánuði. Helga Pálmadóttir hjúkrunarfræðingur lenti í höfuðborginni Katmandú í dag og Elín Jónasdóttir sálfræðingur er væntanleg á morgun. Ríkharður Már Pétursson rafiðnfræðingur er nú þegar staddur í Nepal. Að því er fram kemur í tilkynningu frá Rauða krossinum mun Elín ganga til liðs við teymi sem starfar við að meta þörfina á hjálparstarfi í landinu. Elín kemur til með að leiða alla skipulags- og greiningarvinnu um áfallahjálp og sálrænan stuðning. Elín hefur víðtæka reynslu sem starfsmaður, sjálfboðaliði og sendifulltrúi á vegum Rauða krossins. Hún hefur meðal annars starfað í sérhæfðum neyðarsveitum samtakanna á Haítí, í Filippseyjum og í Sierra Leone. Helga kemur til með að starfa sem deildarhjúkrunarfræðingur í tjaldsjúkrahúsi norska Rauða krossins í Chautara í norðurhluta Nepal. Þetta er fyrsta sendiför Helgu á vegum Rauða krossins en hún hefur víðtæka menntun og reynslu sem hjúkrunarfræðingur. Sem slíkur hefur hún starfað um árabil á bráðadeild Landspítalans. Hún mun koma til með að starfa með Ríkharði Má, sem var fyrsti sendifulltrúi Rauða krosssins á Íslandi í Nepal. Hjálparstarf Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Fimm ára og perlar til styrktar fórnarlömbum skjálftans í Nepal "Það er sama hversu lítill maður er, gamall eða ungur, maður getur alltaf aðstoðað,“ segir móðir safnarans, Hafdís Magnúsdóttir. 28. apríl 2015 14:27 Vilborg um snjóflóðið á Everest: „Grúfðum okkur niður og óskuðum þess heitast að það næði ekki til okkar“ "Það ríkir algjört neyðarástand hér í Nepal. Hjarta mitt slær með þeim sem eiga um sárt að binda, misst hafa heimili og ástvini,“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir. 28. apríl 2015 10:11 Íslensk stúlka í Nepal: „Maður er alltaf með hraðan hjartslátt“ Fjögur íslensk ungmenni í óvissu um hvort þau nái fluginu sínu frá Nepal. 27. apríl 2015 14:03 Tveir björgunarsveitarmenn til Nepal Rústabjörgunarsveitin fer ekki út að þessu sinni. 27. apríl 2015 15:40 32 milljónir króna safnast fyrir hjálparstarf í Nepal Tala látinna hækkar enn í Nepal en ljóst er að björgunarstarf og uppbygging í landinu mun taka mörg ár. Félag Nepala á Íslandi kom til fundar í Breiðholtssskóla í dag til að fara yfir stöðuna í landinu með fulltrúm frá Rauða Krossinum á Íslani. 1. maí 2015 21:45 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Rauði krossinn á Íslandi hefur sent tvo sendifulltrúa til viðbótar til starfa í Nepal vegna neyðarástands í kjölfar jarðskjálftans í síðasta mánuði. Helga Pálmadóttir hjúkrunarfræðingur lenti í höfuðborginni Katmandú í dag og Elín Jónasdóttir sálfræðingur er væntanleg á morgun. Ríkharður Már Pétursson rafiðnfræðingur er nú þegar staddur í Nepal. Að því er fram kemur í tilkynningu frá Rauða krossinum mun Elín ganga til liðs við teymi sem starfar við að meta þörfina á hjálparstarfi í landinu. Elín kemur til með að leiða alla skipulags- og greiningarvinnu um áfallahjálp og sálrænan stuðning. Elín hefur víðtæka reynslu sem starfsmaður, sjálfboðaliði og sendifulltrúi á vegum Rauða krossins. Hún hefur meðal annars starfað í sérhæfðum neyðarsveitum samtakanna á Haítí, í Filippseyjum og í Sierra Leone. Helga kemur til með að starfa sem deildarhjúkrunarfræðingur í tjaldsjúkrahúsi norska Rauða krossins í Chautara í norðurhluta Nepal. Þetta er fyrsta sendiför Helgu á vegum Rauða krossins en hún hefur víðtæka menntun og reynslu sem hjúkrunarfræðingur. Sem slíkur hefur hún starfað um árabil á bráðadeild Landspítalans. Hún mun koma til með að starfa með Ríkharði Má, sem var fyrsti sendifulltrúi Rauða krosssins á Íslandi í Nepal.
Hjálparstarf Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Fimm ára og perlar til styrktar fórnarlömbum skjálftans í Nepal "Það er sama hversu lítill maður er, gamall eða ungur, maður getur alltaf aðstoðað,“ segir móðir safnarans, Hafdís Magnúsdóttir. 28. apríl 2015 14:27 Vilborg um snjóflóðið á Everest: „Grúfðum okkur niður og óskuðum þess heitast að það næði ekki til okkar“ "Það ríkir algjört neyðarástand hér í Nepal. Hjarta mitt slær með þeim sem eiga um sárt að binda, misst hafa heimili og ástvini,“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir. 28. apríl 2015 10:11 Íslensk stúlka í Nepal: „Maður er alltaf með hraðan hjartslátt“ Fjögur íslensk ungmenni í óvissu um hvort þau nái fluginu sínu frá Nepal. 27. apríl 2015 14:03 Tveir björgunarsveitarmenn til Nepal Rústabjörgunarsveitin fer ekki út að þessu sinni. 27. apríl 2015 15:40 32 milljónir króna safnast fyrir hjálparstarf í Nepal Tala látinna hækkar enn í Nepal en ljóst er að björgunarstarf og uppbygging í landinu mun taka mörg ár. Félag Nepala á Íslandi kom til fundar í Breiðholtssskóla í dag til að fara yfir stöðuna í landinu með fulltrúm frá Rauða Krossinum á Íslani. 1. maí 2015 21:45 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Fimm ára og perlar til styrktar fórnarlömbum skjálftans í Nepal "Það er sama hversu lítill maður er, gamall eða ungur, maður getur alltaf aðstoðað,“ segir móðir safnarans, Hafdís Magnúsdóttir. 28. apríl 2015 14:27
Vilborg um snjóflóðið á Everest: „Grúfðum okkur niður og óskuðum þess heitast að það næði ekki til okkar“ "Það ríkir algjört neyðarástand hér í Nepal. Hjarta mitt slær með þeim sem eiga um sárt að binda, misst hafa heimili og ástvini,“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir. 28. apríl 2015 10:11
Íslensk stúlka í Nepal: „Maður er alltaf með hraðan hjartslátt“ Fjögur íslensk ungmenni í óvissu um hvort þau nái fluginu sínu frá Nepal. 27. apríl 2015 14:03
Tveir björgunarsveitarmenn til Nepal Rústabjörgunarsveitin fer ekki út að þessu sinni. 27. apríl 2015 15:40
32 milljónir króna safnast fyrir hjálparstarf í Nepal Tala látinna hækkar enn í Nepal en ljóst er að björgunarstarf og uppbygging í landinu mun taka mörg ár. Félag Nepala á Íslandi kom til fundar í Breiðholtssskóla í dag til að fara yfir stöðuna í landinu með fulltrúm frá Rauða Krossinum á Íslani. 1. maí 2015 21:45