„Við erum Bjartur í Sumarhúsum þjóðanna“ ingvar haraldsson skrifar 29. maí 2015 13:57 Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veritas og Jakob Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Promens mynd/íslandsbanki Ísland er 24. sæti á lista yfir samkeppnisstöðu skýrslu svissneska viðskiptaháskólans IMD þar sem samkeppnishæfni mismunandi þjóða er borin saman. Í skýrslunni kom fram að að til auka samkeppnishæfni Íslands þyrfti að aukið frelsi í utanríkisviðskiptum, draga úr ríkisskuldum og styðja við langtíma stöðugleika með aukinni félagslegri og pólitískri samstöðu. Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veritas, sagði í pallborðsumræðum á fundinum að þegar þau atriði sem Ísland skeri sig út úr í væru skoðuð blasti við ófögur sjón. „Við erum örríki náttúrulega, algjör örríki í samanburði við þennan lista. Við erum með ofboðslega einhæft atvinnulíf, við mælumst mjög lágt í fjölbreytileika og við erum aflokuð í báða enda. Við erum hérna inn í okkar holu. Við erum skattpínd, við erum skuldsett, við erum með lítil óburðug fyrirtæki. Við vinnum rosalega lengi, margar vinnustundir hjá Íslendingum en framleiðnin er hins vegar lág. Þann að þegar þessi mynd byrjar að birtast upp úr tölunum þá hugsar maður Jesús Kristur, við erum Bjartur í Sumarhúsum þjóðanna.“ Íslendingar geta sjálfir leyst sín stærstu vandamál Hrund benti þó á að Íslendingar gætu sjálfir leyst þær áskoranir sem þjóðin stæði frammi fyrir. Lausn deilunnar á vinnumarkaði og afnám gjaldeyrishafta væri eitthvað sem Íslendingar gætu staðið að sjálfir. „Þetta er í okkar höndum. Aðrar þjóðir eru oft að eiga við mjög stórar ytri breytur sem þau geta ekki haft nokkra stjórn á,“ sagði Hrund. Með Hrund í pallborðsumræðunum voru Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, Jakob Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Promens og Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka setti fundinn, þá hélt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ræðu auk þess að Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, kynnti niðurstöðu skýrslu IMD á samkeppnishæfni Íslands. Sjá má fundinn í heild sinni hér að neðan. Gjaldeyrishöft Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Sjá meira
Ísland er 24. sæti á lista yfir samkeppnisstöðu skýrslu svissneska viðskiptaháskólans IMD þar sem samkeppnishæfni mismunandi þjóða er borin saman. Í skýrslunni kom fram að að til auka samkeppnishæfni Íslands þyrfti að aukið frelsi í utanríkisviðskiptum, draga úr ríkisskuldum og styðja við langtíma stöðugleika með aukinni félagslegri og pólitískri samstöðu. Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veritas, sagði í pallborðsumræðum á fundinum að þegar þau atriði sem Ísland skeri sig út úr í væru skoðuð blasti við ófögur sjón. „Við erum örríki náttúrulega, algjör örríki í samanburði við þennan lista. Við erum með ofboðslega einhæft atvinnulíf, við mælumst mjög lágt í fjölbreytileika og við erum aflokuð í báða enda. Við erum hérna inn í okkar holu. Við erum skattpínd, við erum skuldsett, við erum með lítil óburðug fyrirtæki. Við vinnum rosalega lengi, margar vinnustundir hjá Íslendingum en framleiðnin er hins vegar lág. Þann að þegar þessi mynd byrjar að birtast upp úr tölunum þá hugsar maður Jesús Kristur, við erum Bjartur í Sumarhúsum þjóðanna.“ Íslendingar geta sjálfir leyst sín stærstu vandamál Hrund benti þó á að Íslendingar gætu sjálfir leyst þær áskoranir sem þjóðin stæði frammi fyrir. Lausn deilunnar á vinnumarkaði og afnám gjaldeyrishafta væri eitthvað sem Íslendingar gætu staðið að sjálfir. „Þetta er í okkar höndum. Aðrar þjóðir eru oft að eiga við mjög stórar ytri breytur sem þau geta ekki haft nokkra stjórn á,“ sagði Hrund. Með Hrund í pallborðsumræðunum voru Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, Jakob Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Promens og Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka setti fundinn, þá hélt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ræðu auk þess að Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, kynnti niðurstöðu skýrslu IMD á samkeppnishæfni Íslands. Sjá má fundinn í heild sinni hér að neðan.
Gjaldeyrishöft Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Sjá meira