Blatter: Ég get ekki fylgst með öllum allan daginn Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. maí 2015 15:39 Verður Blatter áfram forseti? vísir/getty „Þessum aðgerðum ákveðinna einstaklinga sem færa skömm og niðurlægingu yfir fótboltan neyða okkur til að breyta hlutunum,“ sagði Sepp Blatter, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, í ræðu sinni á opnunarhátíð ársþings sambandsins í Zürich í dag. Öll spjót standa að Blatter eftir að háttsettir embættismenn innan FIFA voru handteknir í fyrrinótt vegna spillingar innan sambandsins.Sjá einnig:Geir kallar eftir breytingum innan FIFA: Þetta er óþolandi staða „Margir segja að ég ábyrgur fyrir þessu en ég get ekki fylgst með öllum allan daginn. Ef fólk vill gera eitthvað rangt gerir það svo og reynir að fela slóð sína,“ sagði Blatter. „Ég mun ekki leyfa aðgerðum nokkurra manna að eyðileggja allt fyrir þeim stóra meirihluta innan sambandsins sem eru heiðarlegir og leggja mikla vinnu á sig fyrir fótboltann.“Ali bin Al-Hussein ætlar upp á móti Blatter.vísir/gettyBlatter viðurkennir að handtökurnar og ákærurnar séu mikill skellur fyrir sambandið. Á morgun eru svo forsetakosningar þar sem Blatter fær mótframboð frá jórdanska prinsinum Ali bin Al-Hussein. „Næstu mánuðir verða ekki auðveldir fyrir FIFA. Ég er viss um að fleiri slæmar fréttir munu fylgja en það er nauðsynlegt að byrja að endurvekja traust á okkar sambandi. Látum þetta verða vendipunktinn,“ sagði Blatter.Sjá einnig:Platini útilokar ekki að UEFA-löndin sniðgangi HM verði Blatter endurkjörinn „Allir sem tengjast fótboltanum eiga meira skilið. Á morgun á þinginu fáum við tækifæri til að byrja vinna aftur traust fólksins.“ „Það gerum við með ákvörðunum sem við tökum á morgun og með hegðun okkar sem einstaklingar,“ sagði Blatter. „Við elskum þennan leik og það er ekki vegna græðgi eða valdasýki heldur vegna ástar okkar á leiknum.“ „Það er ekkert pláss fyrir spillingu hjá FIFA,“ sagði Sepp Blatter. FIFA Tengdar fréttir UEFA pressar á að forsetakosningum FIFA verði frestað Forsetakosningar FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, eru enn á dagskrá þrátt fyrir atburði gærdagsins og það stefnir því allt í að valdatíð Sepp Blatter lengist um fjögur ár. 28. maí 2015 09:00 Platini með tárin í augunum: Við styðjum Ali prins og biðjum aðra um að gera það líka Michel Platini, forseti UEFA, hélt blaðamannafund eftir að aðildarþjóðir UEFA funduðu og komust að þeirri niðurstöðu að styðja jórdanska prinsinn Ali bin al Hussein á móti Sepp Blatter í forsetakosningum FIFA. 28. maí 2015 13:13 Meint mútuþægni hjá toppum FIFA nær aftur til 1990 Bandarísk yfirvöld ákæra níu yfirmenn FIFA. Þeirra á meðal er varaforseti FIFA, Jeffrey Webb. Sepp Blatter, forseti FIFA, er ekki á meðal hinna ákærðu. Fjölmiðlafulltrúi FIFA segir sambandið fórnarlamb málsins. 28. maí 2015 07:00 Allir sjö ætla að berjast á móti því að vera framseldir Svissnesk yfirvöld hafa nú gefið það út að allir sjö einstaklingarnir frá FIFA sem voru handteknir vegna áralangrar spillingarinnar innan FIFA ætli að berjast gegn því að vera framseldir til Bandaríkjanna. 28. maí 2015 16:15 Geir og félagar snúa baki við Sepp Blatter Knattspyrnusamband Evrópu var eina álfusambandið sem vildi fresta forsetkosningum FIFA vegna handtakanna í Zurich í gær en aðildarlönd UEFA ætla samt sem áður að taka þátt í kosningunni. 28. maí 2015 12:52 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
„Þessum aðgerðum ákveðinna einstaklinga sem færa skömm og niðurlægingu yfir fótboltan neyða okkur til að breyta hlutunum,“ sagði Sepp Blatter, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, í ræðu sinni á opnunarhátíð ársþings sambandsins í Zürich í dag. Öll spjót standa að Blatter eftir að háttsettir embættismenn innan FIFA voru handteknir í fyrrinótt vegna spillingar innan sambandsins.Sjá einnig:Geir kallar eftir breytingum innan FIFA: Þetta er óþolandi staða „Margir segja að ég ábyrgur fyrir þessu en ég get ekki fylgst með öllum allan daginn. Ef fólk vill gera eitthvað rangt gerir það svo og reynir að fela slóð sína,“ sagði Blatter. „Ég mun ekki leyfa aðgerðum nokkurra manna að eyðileggja allt fyrir þeim stóra meirihluta innan sambandsins sem eru heiðarlegir og leggja mikla vinnu á sig fyrir fótboltann.“Ali bin Al-Hussein ætlar upp á móti Blatter.vísir/gettyBlatter viðurkennir að handtökurnar og ákærurnar séu mikill skellur fyrir sambandið. Á morgun eru svo forsetakosningar þar sem Blatter fær mótframboð frá jórdanska prinsinum Ali bin Al-Hussein. „Næstu mánuðir verða ekki auðveldir fyrir FIFA. Ég er viss um að fleiri slæmar fréttir munu fylgja en það er nauðsynlegt að byrja að endurvekja traust á okkar sambandi. Látum þetta verða vendipunktinn,“ sagði Blatter.Sjá einnig:Platini útilokar ekki að UEFA-löndin sniðgangi HM verði Blatter endurkjörinn „Allir sem tengjast fótboltanum eiga meira skilið. Á morgun á þinginu fáum við tækifæri til að byrja vinna aftur traust fólksins.“ „Það gerum við með ákvörðunum sem við tökum á morgun og með hegðun okkar sem einstaklingar,“ sagði Blatter. „Við elskum þennan leik og það er ekki vegna græðgi eða valdasýki heldur vegna ástar okkar á leiknum.“ „Það er ekkert pláss fyrir spillingu hjá FIFA,“ sagði Sepp Blatter.
FIFA Tengdar fréttir UEFA pressar á að forsetakosningum FIFA verði frestað Forsetakosningar FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, eru enn á dagskrá þrátt fyrir atburði gærdagsins og það stefnir því allt í að valdatíð Sepp Blatter lengist um fjögur ár. 28. maí 2015 09:00 Platini með tárin í augunum: Við styðjum Ali prins og biðjum aðra um að gera það líka Michel Platini, forseti UEFA, hélt blaðamannafund eftir að aðildarþjóðir UEFA funduðu og komust að þeirri niðurstöðu að styðja jórdanska prinsinn Ali bin al Hussein á móti Sepp Blatter í forsetakosningum FIFA. 28. maí 2015 13:13 Meint mútuþægni hjá toppum FIFA nær aftur til 1990 Bandarísk yfirvöld ákæra níu yfirmenn FIFA. Þeirra á meðal er varaforseti FIFA, Jeffrey Webb. Sepp Blatter, forseti FIFA, er ekki á meðal hinna ákærðu. Fjölmiðlafulltrúi FIFA segir sambandið fórnarlamb málsins. 28. maí 2015 07:00 Allir sjö ætla að berjast á móti því að vera framseldir Svissnesk yfirvöld hafa nú gefið það út að allir sjö einstaklingarnir frá FIFA sem voru handteknir vegna áralangrar spillingarinnar innan FIFA ætli að berjast gegn því að vera framseldir til Bandaríkjanna. 28. maí 2015 16:15 Geir og félagar snúa baki við Sepp Blatter Knattspyrnusamband Evrópu var eina álfusambandið sem vildi fresta forsetkosningum FIFA vegna handtakanna í Zurich í gær en aðildarlönd UEFA ætla samt sem áður að taka þátt í kosningunni. 28. maí 2015 12:52 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
UEFA pressar á að forsetakosningum FIFA verði frestað Forsetakosningar FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, eru enn á dagskrá þrátt fyrir atburði gærdagsins og það stefnir því allt í að valdatíð Sepp Blatter lengist um fjögur ár. 28. maí 2015 09:00
Platini með tárin í augunum: Við styðjum Ali prins og biðjum aðra um að gera það líka Michel Platini, forseti UEFA, hélt blaðamannafund eftir að aðildarþjóðir UEFA funduðu og komust að þeirri niðurstöðu að styðja jórdanska prinsinn Ali bin al Hussein á móti Sepp Blatter í forsetakosningum FIFA. 28. maí 2015 13:13
Meint mútuþægni hjá toppum FIFA nær aftur til 1990 Bandarísk yfirvöld ákæra níu yfirmenn FIFA. Þeirra á meðal er varaforseti FIFA, Jeffrey Webb. Sepp Blatter, forseti FIFA, er ekki á meðal hinna ákærðu. Fjölmiðlafulltrúi FIFA segir sambandið fórnarlamb málsins. 28. maí 2015 07:00
Allir sjö ætla að berjast á móti því að vera framseldir Svissnesk yfirvöld hafa nú gefið það út að allir sjö einstaklingarnir frá FIFA sem voru handteknir vegna áralangrar spillingarinnar innan FIFA ætli að berjast gegn því að vera framseldir til Bandaríkjanna. 28. maí 2015 16:15
Geir og félagar snúa baki við Sepp Blatter Knattspyrnusamband Evrópu var eina álfusambandið sem vildi fresta forsetkosningum FIFA vegna handtakanna í Zurich í gær en aðildarlönd UEFA ætla samt sem áður að taka þátt í kosningunni. 28. maí 2015 12:52