Fjórir af átta sjúklingum látnir Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2015 22:30 Tómas Guðbjartsson og Andemariam Beyene. Vísir/Vilhelm Íslenskur læknir tók þátt í barkaígræðslu og tveir íslenskir læknar eru meðhöfundar greinar um skurðaðgerð sem sögð er vera einhverjar mestu lygar læknasögunnar. Þetta kom fram í þættinum Uppdrag granskning í sænska ríkissjónvarpinu í kvöld. Saksóknarar í Svíþjóð rannsaka nú andlát mannsins sem aðgerðin var framkvæmd á. Læknirinn Paolo Macchiarini þróaði aðferðina sem fellst í því að skipta út barka fólks með gervibarka úr plasti. Stofnfrumur eiga svo að sjá til þess að vefur myndist utan um plastbarkann og geri honum þannig kleift að virka eðlilega. Sá fyrsti sem gekkst undir hnífinn hjá Macchirini var Andemariam Beyene.Paolo Macchiarini.Vísir/EPASjá einnig: Einstök aðgerð bjargaði lífi Uppdrag granskning veit af átta aðilum sem gengið hafa í gegnum barkaígræðsluna. Af þeim fjórir látnir. Fjallað var um málið í kvöldfréttum RÚV.SVT sagði frá því í gær að andlát Andemariam Beyene væri nú til rannsóknar hjá saksóknara í Svíþjóð. Hann lést eftir að hafa farið í gegnum aðgerð Macchiarini og fengið barkaígræðslu. Andemariam var frá Erítreu og stundaði nám í jarðeðlisfræði hér á landi þegar hann greindist með krabbamein. Aðgerðin var sögð vel heppnuð og notuð til að gera grein í læknatímaritinu Lancet. Skurðlæknarnir Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson eru meðhöfundar greinar um aðgerðina og Tómas tók þátt í framkvæmd hennar þar sem hann hafði áður framkvæmt aðgerð á Andemariam hér á landi.Plastbarki var græddur í háls Andemariam Beyene sem lést tveimur og hálfu ári síðar.Vísir/EPASjá einnig: Barkaígræðsla ratar í virtasta vísindatímarit heimsÍ fyrra kom þó í ljós að Macchiarini hafði ekki sótt um leyfi hjá siðanefnd lækna í Svíþjóð. Í kjölfar þess var hann kærður. Einnig kom í ljós að atriði í greininni hafi ekki samræmst sjúkraskrám Andermariam. Karolinska sjúkrahúsið fékk utanaðkomandi sérfræðing til að fara yfir málið. Hann komst að þeirri niðurstöðu að Macchiarini hefði falsað niðurstöður aðgerða sinna í nokkrum greinum. Tómas Guðbjartsson sagðist í samtali við Vísi á ellefta tímanum í kvöld ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu. Plastbarkamálið Tengdar fréttir Fékk ekki leyfi siðanefndar fyrir aðgerðinni á Andemariam Söguleg aðgerð á Erítreumanni sem búsettur var á Íslandi nú til rannsóknar hjá sænska heilbrigðiseftirlitinu. 26. janúar 2015 23:27 Tómas segir að Andemariam hafi verið sendur í aðgerðina í góðri trú Búið er að kæra lækninn sem leiddi teymið, Paolo Macchiarini, til sænskra heilbrigðisyfirvalda. 27. janúar 2015 12:59 Barkaígræðsla ratar í virtasta vísindatímarit heims Grein um plastbarkaígræðslu sem íslenskur læknir tók þátt í hefur nú verið birt í einu virtasta vísindatímariti heims, the Lancet. Barkaþeganum, sem er nemandi við Háskóla Íslands, heilsast vel. 24. nóvember 2011 12:24 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Íslenskur læknir tók þátt í barkaígræðslu og tveir íslenskir læknar eru meðhöfundar greinar um skurðaðgerð sem sögð er vera einhverjar mestu lygar læknasögunnar. Þetta kom fram í þættinum Uppdrag granskning í sænska ríkissjónvarpinu í kvöld. Saksóknarar í Svíþjóð rannsaka nú andlát mannsins sem aðgerðin var framkvæmd á. Læknirinn Paolo Macchiarini þróaði aðferðina sem fellst í því að skipta út barka fólks með gervibarka úr plasti. Stofnfrumur eiga svo að sjá til þess að vefur myndist utan um plastbarkann og geri honum þannig kleift að virka eðlilega. Sá fyrsti sem gekkst undir hnífinn hjá Macchirini var Andemariam Beyene.Paolo Macchiarini.Vísir/EPASjá einnig: Einstök aðgerð bjargaði lífi Uppdrag granskning veit af átta aðilum sem gengið hafa í gegnum barkaígræðsluna. Af þeim fjórir látnir. Fjallað var um málið í kvöldfréttum RÚV.SVT sagði frá því í gær að andlát Andemariam Beyene væri nú til rannsóknar hjá saksóknara í Svíþjóð. Hann lést eftir að hafa farið í gegnum aðgerð Macchiarini og fengið barkaígræðslu. Andemariam var frá Erítreu og stundaði nám í jarðeðlisfræði hér á landi þegar hann greindist með krabbamein. Aðgerðin var sögð vel heppnuð og notuð til að gera grein í læknatímaritinu Lancet. Skurðlæknarnir Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson eru meðhöfundar greinar um aðgerðina og Tómas tók þátt í framkvæmd hennar þar sem hann hafði áður framkvæmt aðgerð á Andemariam hér á landi.Plastbarki var græddur í háls Andemariam Beyene sem lést tveimur og hálfu ári síðar.Vísir/EPASjá einnig: Barkaígræðsla ratar í virtasta vísindatímarit heimsÍ fyrra kom þó í ljós að Macchiarini hafði ekki sótt um leyfi hjá siðanefnd lækna í Svíþjóð. Í kjölfar þess var hann kærður. Einnig kom í ljós að atriði í greininni hafi ekki samræmst sjúkraskrám Andermariam. Karolinska sjúkrahúsið fékk utanaðkomandi sérfræðing til að fara yfir málið. Hann komst að þeirri niðurstöðu að Macchiarini hefði falsað niðurstöður aðgerða sinna í nokkrum greinum. Tómas Guðbjartsson sagðist í samtali við Vísi á ellefta tímanum í kvöld ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu.
Plastbarkamálið Tengdar fréttir Fékk ekki leyfi siðanefndar fyrir aðgerðinni á Andemariam Söguleg aðgerð á Erítreumanni sem búsettur var á Íslandi nú til rannsóknar hjá sænska heilbrigðiseftirlitinu. 26. janúar 2015 23:27 Tómas segir að Andemariam hafi verið sendur í aðgerðina í góðri trú Búið er að kæra lækninn sem leiddi teymið, Paolo Macchiarini, til sænskra heilbrigðisyfirvalda. 27. janúar 2015 12:59 Barkaígræðsla ratar í virtasta vísindatímarit heims Grein um plastbarkaígræðslu sem íslenskur læknir tók þátt í hefur nú verið birt í einu virtasta vísindatímariti heims, the Lancet. Barkaþeganum, sem er nemandi við Háskóla Íslands, heilsast vel. 24. nóvember 2011 12:24 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Fékk ekki leyfi siðanefndar fyrir aðgerðinni á Andemariam Söguleg aðgerð á Erítreumanni sem búsettur var á Íslandi nú til rannsóknar hjá sænska heilbrigðiseftirlitinu. 26. janúar 2015 23:27
Tómas segir að Andemariam hafi verið sendur í aðgerðina í góðri trú Búið er að kæra lækninn sem leiddi teymið, Paolo Macchiarini, til sænskra heilbrigðisyfirvalda. 27. janúar 2015 12:59
Barkaígræðsla ratar í virtasta vísindatímarit heims Grein um plastbarkaígræðslu sem íslenskur læknir tók þátt í hefur nú verið birt í einu virtasta vísindatímariti heims, the Lancet. Barkaþeganum, sem er nemandi við Háskóla Íslands, heilsast vel. 24. nóvember 2011 12:24