Týr á leið heim og fer aftur út Linda Blöndal skrifar 25. maí 2015 19:00 Aldrei fyrr hefur áhöfn íslenskra varðskipa þurft að sinna björgunarstarfi af sömu stærðargráðu og á Miðjarðarhafinu undanfarna mánuði, segir Einar Hreiðar Valsson, skipherra á varðskipinu Tý sem er nú á siglingu aftur til Íslands. Skipið heldur aftur út í haust. Ílengdust um fjóra mánuði vegna flóttafólksVarðskipið Týr hefur í nærri hálft ár sinnt gæslu fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins. Skipið átti samkvæmt áætlun að koma heim í byrjun febrúar, eftir tveggja mánaða eftirlit. Þá var áhöfn Týs hins vegar stödd í miðjum og fordæmalausum flóttamannavanda vegna átaka og neyðar í Norður Afríku, Sýrlandi, Afganistan, Súdan and Írak. Einar sagði við fréttir Stöðvar 2 í kvöld, að erfiðasta verkefnið hefði verið að bjarga fólki, lífs eða liðnu úr hafinu.Ekki kynnst slíku áður„Þetta er búið að vera alveg gífurlegur skóli fyrir okkur hér í vetur. Þetta er náttúrulega björgunarstarf af þeirri stærðargráðu sem við höfum aldrei kynnst áður. Mér telst til að skipið hafi komið að björgun, beint og óbeint að 3257 einstaklingum. Þetta er miklu stærra verkefni en við höfum tekið þátt í áður", segir Einar. „Stærsta málið hjá okkur er tæplega fjögur hundruð manns í einum bát og það er gífurlega mikið".Búist við verra ástandi í sumarFjölgað verður í landamæragæslunni á Miðjarðarhafinu í sumar og margar Evrópuþjóðir senda fleiri skip á svæðið. Í lok síðasta árs áætlaði Evrópusambandið að björgunarfloti Ítalíu hefði bjargað meira en 160 þúsund manns á því ári af Miðjarðarhafinu. Í þessum mánuði var 6600 flóttamönnum bjargað á aðeins einni helgi. Sameinuðu þjóðirnar áætla að um sextíu þúsund manns hafi reynt að komast yfir hafið á ótraustum bátum á þessu ári. Vitað er um 365 þúsund flóttamenn sem hafa reynt að komast til betra lífs og yfir hafið til meginlandsins. Á milli Spánar og Marokkó í haust„Það hafa bæst við einingar á þetta svæði og verður fjölgað yfir sumarið því að það er mikill þrýstingur og mikill fjöldi að fara yfir hafið núna og verður sjálfsagt enn meiri aukning þegar kemur fram á sumarið, segir Einar og að Týr verðum á milli Spánar og Marokkó í september og október. Eftir það liggi ekki ljóst fyrir hvað taki við. Áætlað er að Týr komi til hafnar hér við land 2.júní nk. Flóttamenn Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Sjá meira
Aldrei fyrr hefur áhöfn íslenskra varðskipa þurft að sinna björgunarstarfi af sömu stærðargráðu og á Miðjarðarhafinu undanfarna mánuði, segir Einar Hreiðar Valsson, skipherra á varðskipinu Tý sem er nú á siglingu aftur til Íslands. Skipið heldur aftur út í haust. Ílengdust um fjóra mánuði vegna flóttafólksVarðskipið Týr hefur í nærri hálft ár sinnt gæslu fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins. Skipið átti samkvæmt áætlun að koma heim í byrjun febrúar, eftir tveggja mánaða eftirlit. Þá var áhöfn Týs hins vegar stödd í miðjum og fordæmalausum flóttamannavanda vegna átaka og neyðar í Norður Afríku, Sýrlandi, Afganistan, Súdan and Írak. Einar sagði við fréttir Stöðvar 2 í kvöld, að erfiðasta verkefnið hefði verið að bjarga fólki, lífs eða liðnu úr hafinu.Ekki kynnst slíku áður„Þetta er búið að vera alveg gífurlegur skóli fyrir okkur hér í vetur. Þetta er náttúrulega björgunarstarf af þeirri stærðargráðu sem við höfum aldrei kynnst áður. Mér telst til að skipið hafi komið að björgun, beint og óbeint að 3257 einstaklingum. Þetta er miklu stærra verkefni en við höfum tekið þátt í áður", segir Einar. „Stærsta málið hjá okkur er tæplega fjögur hundruð manns í einum bát og það er gífurlega mikið".Búist við verra ástandi í sumarFjölgað verður í landamæragæslunni á Miðjarðarhafinu í sumar og margar Evrópuþjóðir senda fleiri skip á svæðið. Í lok síðasta árs áætlaði Evrópusambandið að björgunarfloti Ítalíu hefði bjargað meira en 160 þúsund manns á því ári af Miðjarðarhafinu. Í þessum mánuði var 6600 flóttamönnum bjargað á aðeins einni helgi. Sameinuðu þjóðirnar áætla að um sextíu þúsund manns hafi reynt að komast yfir hafið á ótraustum bátum á þessu ári. Vitað er um 365 þúsund flóttamenn sem hafa reynt að komast til betra lífs og yfir hafið til meginlandsins. Á milli Spánar og Marokkó í haust„Það hafa bæst við einingar á þetta svæði og verður fjölgað yfir sumarið því að það er mikill þrýstingur og mikill fjöldi að fara yfir hafið núna og verður sjálfsagt enn meiri aukning þegar kemur fram á sumarið, segir Einar og að Týr verðum á milli Spánar og Marokkó í september og október. Eftir það liggi ekki ljóst fyrir hvað taki við. Áætlað er að Týr komi til hafnar hér við land 2.júní nk.
Flóttamenn Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Sjá meira