„Mér finnst fólk gleyma því stundum af hverju það er á þingi“ Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 24. maí 2015 18:00 „Mér finnst aðalatriðið að við fáum umræðu upp um þau mál sem eru erfið og snúin. Og þorum að taka umræðuna. Þorum að taka hana á málefnalegum forsendum,“ segir Guðrún Ögmundsdóttir sem var fyrsti gestur Föstudagsviðtalsins, hlaðvarps hér á Vísi. Guðrún er þekkt baráttukona sem hefur langa reynslu af stjórnmálum en datt útaf lista Samfylkingarinnar í prófkjöri árið 2007, nokkuð sem hún þakkar fyrir í dag. „Ég þoli ekki orðið orðræðuna í pólitíkinni í dag. Hún er bara gallharðar fylkingar. Mér finnst fólk gleyma því stundum af hverju það er á þingi. Það er vegna þess að þú ert þjónn fólksins fyrir það fyrsta og málin sem varða samfélagið allt eru stærri en þú sjálf,“ segir Guðrún og heldur áfram: „Þetta lítur ekki að þér sem egói. Það finnst mér skorta í dag, mér finnst allir vera í sínu egói að koma sér á framfæri í stað þess að koma málinu eða málaflokknum á framfæri,“ segir hún. Guðrún segir orðræðuna í stjórnmálum hafa breyst eftir hrun. „Mér finnst orðræðan pínu orðin svona. Mér finnst það. Mér finnst hún miklu sjálfhverfari. Og mér finnst hún ekki snúast um það sem hún á að snúast um, fólkið í þessu landi, hvað er því fyrir bestu, náum samkomulagi, náum niðurstöðu,“ segir hún. „Hrunið breytti allri orðræðu, því miður. Ég þakka guði fyrir það á hverjum degi að ég var ekki á þingi, að ég skildi detta út í prófkjöri. Ég dett út úr prófkjöri 2007. Það var auðvitað alltaf að mér sótt. Það vildu margir mitt sæti því þeir héldu að aðrir væru betri í þessum málum en ég. Öll þessi mál eru meira og minna dottin upp fyrir. Nema Sigríður Ingibjörg hefur verið dugleg að reyna halda einhverum veifum á lofti en strákarnir hafa verið mjög frekir til fjörsins finnst mér,“ segir Guðrún sem á að baki mörg þekkt baráttumál og hefur í gegnum tíðina verið óhrædd við að vekja athygli á málum sem lítið hefur verið talað um. Hún hefur einnig verið þekkt fyrir að berjast fyrir þeim sem minna mega sín. „Þar sem þarf einhvern málsvara þá hef ég verið mjög tilleiðanleg, ekki allt. En ég hef valið það sem verulega þarf að laga. Ætli ég verði fín í öldrunarmálunum?“ segir hún og skellir upp úr. En hverju er hún stoltust af? „Málefni samkynhneigðra, þá var brotið blað í Íslandssögunni,“ segir hún. „Ég er líka stoltust af því að hafa þorað að taka margar orðræður. Ég var sú fyrsta sem ræddi um mansal og vændi. Mál sem eru út í hornunum og enginn vill skoða. Og ég er stolt að vera upphafsmanneskja að þeim málum. Fólk trúði mér ekki, en ég vissi það líka útaf vinnu minni á kvennadeildinni að þetta væri raunveruleikinn. Mér fannst mjög mikilvægt að við kortlegðum þetta. Núna erum við bara með þetta kortlagt og sjálfsagt. Og þannig á að gera þetta. Ég get verið mjög stolt af þessum málaflokkum, skítugu börnunum hennar Evu,“ segir hún. Henni finnst lítið mál að taka stóra slagi. „Ég hef verið þar, verð þar og mun þora áfram að taka upp hluti sem eru óþægilegir.“ Hún segist ekki hafa upplifað mótlæti þegar hún var að vekja athygli á þessum málum. „Kannski þorir enginn að hjóla í mig, ég veit það ekki. Ég tek bara slaginn ef ég þarf að taka hann.“ Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Sjá meira
„Mér finnst aðalatriðið að við fáum umræðu upp um þau mál sem eru erfið og snúin. Og þorum að taka umræðuna. Þorum að taka hana á málefnalegum forsendum,“ segir Guðrún Ögmundsdóttir sem var fyrsti gestur Föstudagsviðtalsins, hlaðvarps hér á Vísi. Guðrún er þekkt baráttukona sem hefur langa reynslu af stjórnmálum en datt útaf lista Samfylkingarinnar í prófkjöri árið 2007, nokkuð sem hún þakkar fyrir í dag. „Ég þoli ekki orðið orðræðuna í pólitíkinni í dag. Hún er bara gallharðar fylkingar. Mér finnst fólk gleyma því stundum af hverju það er á þingi. Það er vegna þess að þú ert þjónn fólksins fyrir það fyrsta og málin sem varða samfélagið allt eru stærri en þú sjálf,“ segir Guðrún og heldur áfram: „Þetta lítur ekki að þér sem egói. Það finnst mér skorta í dag, mér finnst allir vera í sínu egói að koma sér á framfæri í stað þess að koma málinu eða málaflokknum á framfæri,“ segir hún. Guðrún segir orðræðuna í stjórnmálum hafa breyst eftir hrun. „Mér finnst orðræðan pínu orðin svona. Mér finnst það. Mér finnst hún miklu sjálfhverfari. Og mér finnst hún ekki snúast um það sem hún á að snúast um, fólkið í þessu landi, hvað er því fyrir bestu, náum samkomulagi, náum niðurstöðu,“ segir hún. „Hrunið breytti allri orðræðu, því miður. Ég þakka guði fyrir það á hverjum degi að ég var ekki á þingi, að ég skildi detta út í prófkjöri. Ég dett út úr prófkjöri 2007. Það var auðvitað alltaf að mér sótt. Það vildu margir mitt sæti því þeir héldu að aðrir væru betri í þessum málum en ég. Öll þessi mál eru meira og minna dottin upp fyrir. Nema Sigríður Ingibjörg hefur verið dugleg að reyna halda einhverum veifum á lofti en strákarnir hafa verið mjög frekir til fjörsins finnst mér,“ segir Guðrún sem á að baki mörg þekkt baráttumál og hefur í gegnum tíðina verið óhrædd við að vekja athygli á málum sem lítið hefur verið talað um. Hún hefur einnig verið þekkt fyrir að berjast fyrir þeim sem minna mega sín. „Þar sem þarf einhvern málsvara þá hef ég verið mjög tilleiðanleg, ekki allt. En ég hef valið það sem verulega þarf að laga. Ætli ég verði fín í öldrunarmálunum?“ segir hún og skellir upp úr. En hverju er hún stoltust af? „Málefni samkynhneigðra, þá var brotið blað í Íslandssögunni,“ segir hún. „Ég er líka stoltust af því að hafa þorað að taka margar orðræður. Ég var sú fyrsta sem ræddi um mansal og vændi. Mál sem eru út í hornunum og enginn vill skoða. Og ég er stolt að vera upphafsmanneskja að þeim málum. Fólk trúði mér ekki, en ég vissi það líka útaf vinnu minni á kvennadeildinni að þetta væri raunveruleikinn. Mér fannst mjög mikilvægt að við kortlegðum þetta. Núna erum við bara með þetta kortlagt og sjálfsagt. Og þannig á að gera þetta. Ég get verið mjög stolt af þessum málaflokkum, skítugu börnunum hennar Evu,“ segir hún. Henni finnst lítið mál að taka stóra slagi. „Ég hef verið þar, verð þar og mun þora áfram að taka upp hluti sem eru óþægilegir.“ Hún segist ekki hafa upplifað mótlæti þegar hún var að vekja athygli á þessum málum. „Kannski þorir enginn að hjóla í mig, ég veit það ekki. Ég tek bara slaginn ef ég þarf að taka hann.“
Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Sjá meira