Vonar að meirihluta atvinnuveganefndar snúist hugur Heimir Már Pétursson skrifar 23. maí 2015 19:15 Fulltrúi stjórnarandstöðunnar í atvinnuveganefnd vonast til að hægt verði að ná sátt um virkjanakosti sem harðar deilur hafa staðið um á Alþingi undanfarinn hálfan mánuð. Vonandi takist að setja málin í nýtt ferli sem allir geti sætt sig við, en annars verði málið stöðvað með endalausum umræðum. Það minnkaði aðeins herpingurinn í umræðunni á Alþingi um miðjan dag í gær, eftir að forseti þingsins tilkynnti að starfsáætlun þess væri ekki lengur í gildi og ekki væri vitað hvenær þingstörfum sem átti að ljúka á föstudag í næstu viku lyki. Ólíkt lagafrumvörpum sem fara í gegnum þrjár umræður fara þingsályktunartillögur eingöngu í gegnum tvær. Eftir mjög harðar seinni umræður um virkjanamálin á Alþinginundanfarnar tvær vikur, tókst stjórnarandstöðunni að fá það í gegn að atvinnuveganefnd tekur virkjanamálin fyrir á fundi næst komandi þriðjudag. Það var Kristján L. Möller sem lagði þetta til við formann nefndarinnar sem varð við ósk hans.Breytir það einhverju um feril málsins eins og hann var orðinn?„Nú veit ég það auðvitað ekki. En það er nauðsynlegt að fá verkefnastjórnina og ræða við hana á fundi atvinnuveganefndar. Sá fundur gat ekki orðið fyrr en á þriðjudagsmorgun en það er allt í lagi,“ segir Kristján. Nauðsynlegt sé að spyrja verkefnastjórn rammáætlunar um nýtingu og friðun náttúruauðlinda nokkurra veigamikilla spurninga og kanna hvort ekki sé hægt að finna sáttarflöt í málinu sem allir geti unað við.Ertu að vonast til þess að meirihlutanum í nefndinni snúist hugur og jafnvel dragi þessa breytingartillögu til baka? „Ég held að það sé einn liðurinn. Það geti verið ein tillagan. Þá er bara spurning í hvaða feril þetta verður sett eftir það. Við verðum auðvitað að hafa í huga að þetta er ferill frá verkefnisstjórn eftir beiðni frá þáverandi umhverfisráðherra Sigurði Inga Jóhannssyni fljótlega eftir að hann tók við. Verkefnastjórnin treysti sér ekki þá til að skila af sér nema bara Hvammsvirkjun,“ segir Kristján. Og um þann virkjanakost virðist ríkja almenn sátt á Alþingi. Stjórnarliðar segja fyrri ríkisstjórn hins vegar hafa farið á svig við rammaáætlun þegar þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár hafi verið teknar úr nýtingarflokki og settar í biðflokk. Kristján segir það hafa verið gert eftir alvarlegar athugasemdir sérfræðinga m.a. vegna vilts laxastofns í ánni. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir að hún muni ræða þetta mál þar til breytingatillagan verði tekin til baka.Ef ekkert breytist í málinu að hálfu meirihlutans, mun stjórnarandstaðan þá standa við að það að ræða málið út í hið óendanlega?„Það er ég viss um og óttast. Þess vegna er það líka hluti að því að við verðum að leita allra leiða hvort er ekki hægt að finna sátt í þessu máli. Við höfum áður gert það eftir miklar og harðar deilur og ég held að við verðum að gera það í þessu máli eins og öllum öðrum,“ segir Kristján. L Möller. Alþingi Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Fleiri fréttir Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Sjá meira
Fulltrúi stjórnarandstöðunnar í atvinnuveganefnd vonast til að hægt verði að ná sátt um virkjanakosti sem harðar deilur hafa staðið um á Alþingi undanfarinn hálfan mánuð. Vonandi takist að setja málin í nýtt ferli sem allir geti sætt sig við, en annars verði málið stöðvað með endalausum umræðum. Það minnkaði aðeins herpingurinn í umræðunni á Alþingi um miðjan dag í gær, eftir að forseti þingsins tilkynnti að starfsáætlun þess væri ekki lengur í gildi og ekki væri vitað hvenær þingstörfum sem átti að ljúka á föstudag í næstu viku lyki. Ólíkt lagafrumvörpum sem fara í gegnum þrjár umræður fara þingsályktunartillögur eingöngu í gegnum tvær. Eftir mjög harðar seinni umræður um virkjanamálin á Alþinginundanfarnar tvær vikur, tókst stjórnarandstöðunni að fá það í gegn að atvinnuveganefnd tekur virkjanamálin fyrir á fundi næst komandi þriðjudag. Það var Kristján L. Möller sem lagði þetta til við formann nefndarinnar sem varð við ósk hans.Breytir það einhverju um feril málsins eins og hann var orðinn?„Nú veit ég það auðvitað ekki. En það er nauðsynlegt að fá verkefnastjórnina og ræða við hana á fundi atvinnuveganefndar. Sá fundur gat ekki orðið fyrr en á þriðjudagsmorgun en það er allt í lagi,“ segir Kristján. Nauðsynlegt sé að spyrja verkefnastjórn rammáætlunar um nýtingu og friðun náttúruauðlinda nokkurra veigamikilla spurninga og kanna hvort ekki sé hægt að finna sáttarflöt í málinu sem allir geti unað við.Ertu að vonast til þess að meirihlutanum í nefndinni snúist hugur og jafnvel dragi þessa breytingartillögu til baka? „Ég held að það sé einn liðurinn. Það geti verið ein tillagan. Þá er bara spurning í hvaða feril þetta verður sett eftir það. Við verðum auðvitað að hafa í huga að þetta er ferill frá verkefnisstjórn eftir beiðni frá þáverandi umhverfisráðherra Sigurði Inga Jóhannssyni fljótlega eftir að hann tók við. Verkefnastjórnin treysti sér ekki þá til að skila af sér nema bara Hvammsvirkjun,“ segir Kristján. Og um þann virkjanakost virðist ríkja almenn sátt á Alþingi. Stjórnarliðar segja fyrri ríkisstjórn hins vegar hafa farið á svig við rammaáætlun þegar þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár hafi verið teknar úr nýtingarflokki og settar í biðflokk. Kristján segir það hafa verið gert eftir alvarlegar athugasemdir sérfræðinga m.a. vegna vilts laxastofns í ánni. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir að hún muni ræða þetta mál þar til breytingatillagan verði tekin til baka.Ef ekkert breytist í málinu að hálfu meirihlutans, mun stjórnarandstaðan þá standa við að það að ræða málið út í hið óendanlega?„Það er ég viss um og óttast. Þess vegna er það líka hluti að því að við verðum að leita allra leiða hvort er ekki hægt að finna sátt í þessu máli. Við höfum áður gert það eftir miklar og harðar deilur og ég held að við verðum að gera það í þessu máli eins og öllum öðrum,“ segir Kristján. L Möller.
Alþingi Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Fleiri fréttir Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Sjá meira