Segir tvo „talíbana“ taka Alþingi í gíslingu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. maí 2015 14:42 Össur Skarphéðinsson, Jón Gunnarsson og Páll Jóhann Pálsson. vísir Hart er nú deilt á Alþingi vegna ákvörðunar Einars K. Guðfinnssonar, forseta þingsins, um að fella starfsáætlun þess úr gildi.Beina útsendingu frá Alþingi þar sem sýður á þingmönnum má sjá hér að neðan Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru vægast sagt ósáttir við að starfsáætlun sé breytt án þess að fyrir liggi hve lengi Alþingi eigi að lifa fram á sumar og vandaði Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, forseta ekki kveðjurnar: „Ég hef aldrei heyrt forseta þingsins ávarpa þingið með þeim hætti sem hann gerði núna. Hann veit ekki hvenær á að hafa eldhúsdag, hann veit ekki hvenær þingi á að ljúka og hann veit ekki hvenær þessum fundi hér á að ljúka. [...] Hæstvirtur forseti segir að hann verði að lúta veruleikanum en hver er veruleiki hæstvirts forseta? Eru það þessir tveir talíbanar sem halda þinginu í gíslingu hér? Er ekki kominn tími til þess að hæstvirtur forseti fari að hugsa okkur um hin sem líka sitjum hér og eigum líka okkar rétt? Er ekki bara næst hjá hæstvirtum forseta að segja af sér ef hann er í reynd að lýsa því yfir að hann hefur ekki lengur stjórn á þinginu? Hann hefur ekki einu sinni stjórn á tveimur mönnum sem hafa tekið þingið herskildi?“ Stjórnarandstaðan vill umræðu um rammaáætlun af dagskrá þingsins og hefur ítrekað lagt fram tillögu þess efnis seinustu daga. Tillagan hefur jafnan verið felld af stjórnarmeirihlutanum og hafa þingmenn stjórnarandstöðunnar fjölmennt í ræðustól og rætt fundarstjórn forseta.Segja fundinn til málamynda Má leiða að því líkum að talíbanarnir tveir sem Össur nefnir í ræðu sinni séu Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, og Páll Jóhann Pálsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni. Búið er að boða fund í atvinnuveganefnd í fyrramálið, laugardag, vegna rammaáætlunarinnar en engu að síður á að halda umræðu um áætlunina áfram í dag. Því mótmælir stjórnarandstaðan og segir að fundurinn í nefndinni sé bara til málamynda. Nú rétt í þessu kvaddi Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sér hljóðs um boðaðan fund í atvinnuveganefnd en heyrðist þá í formanni nefndarinnar að búið væri að fresta fundinum. Sagði Oddný af þessu tilefni að Jón væri greinilega orðinn hæstráðandi í þinginu og undir þau orð tók samflokkskona hennar, Valgerður Bjarnadóttir, og spurði: „Er þetta trúðaleikhús eða Alþingi Íslendinga?“ Alþingi Tengdar fréttir Forseti Alþingis boðar þingstörf fram á sumar Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, staðfesti í forsetastól um tvöleytið að starfsáætlun Alþingis væri ekki lengur í gildi. 22. maí 2015 14:14 Stjórnarliðum smalað í skyndi til atkvæðagreiðslu Stjórnarliðar voru of fámennir á fundi Alþingis til að fella dagskrártillögu minnihlutans og var þá ráðherrum og fleirum smalað til þingfundar til að greiða atkvæði. 22. maí 2015 11:44 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira
Hart er nú deilt á Alþingi vegna ákvörðunar Einars K. Guðfinnssonar, forseta þingsins, um að fella starfsáætlun þess úr gildi.Beina útsendingu frá Alþingi þar sem sýður á þingmönnum má sjá hér að neðan Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru vægast sagt ósáttir við að starfsáætlun sé breytt án þess að fyrir liggi hve lengi Alþingi eigi að lifa fram á sumar og vandaði Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, forseta ekki kveðjurnar: „Ég hef aldrei heyrt forseta þingsins ávarpa þingið með þeim hætti sem hann gerði núna. Hann veit ekki hvenær á að hafa eldhúsdag, hann veit ekki hvenær þingi á að ljúka og hann veit ekki hvenær þessum fundi hér á að ljúka. [...] Hæstvirtur forseti segir að hann verði að lúta veruleikanum en hver er veruleiki hæstvirts forseta? Eru það þessir tveir talíbanar sem halda þinginu í gíslingu hér? Er ekki kominn tími til þess að hæstvirtur forseti fari að hugsa okkur um hin sem líka sitjum hér og eigum líka okkar rétt? Er ekki bara næst hjá hæstvirtum forseta að segja af sér ef hann er í reynd að lýsa því yfir að hann hefur ekki lengur stjórn á þinginu? Hann hefur ekki einu sinni stjórn á tveimur mönnum sem hafa tekið þingið herskildi?“ Stjórnarandstaðan vill umræðu um rammaáætlun af dagskrá þingsins og hefur ítrekað lagt fram tillögu þess efnis seinustu daga. Tillagan hefur jafnan verið felld af stjórnarmeirihlutanum og hafa þingmenn stjórnarandstöðunnar fjölmennt í ræðustól og rætt fundarstjórn forseta.Segja fundinn til málamynda Má leiða að því líkum að talíbanarnir tveir sem Össur nefnir í ræðu sinni séu Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, og Páll Jóhann Pálsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni. Búið er að boða fund í atvinnuveganefnd í fyrramálið, laugardag, vegna rammaáætlunarinnar en engu að síður á að halda umræðu um áætlunina áfram í dag. Því mótmælir stjórnarandstaðan og segir að fundurinn í nefndinni sé bara til málamynda. Nú rétt í þessu kvaddi Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sér hljóðs um boðaðan fund í atvinnuveganefnd en heyrðist þá í formanni nefndarinnar að búið væri að fresta fundinum. Sagði Oddný af þessu tilefni að Jón væri greinilega orðinn hæstráðandi í þinginu og undir þau orð tók samflokkskona hennar, Valgerður Bjarnadóttir, og spurði: „Er þetta trúðaleikhús eða Alþingi Íslendinga?“
Alþingi Tengdar fréttir Forseti Alþingis boðar þingstörf fram á sumar Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, staðfesti í forsetastól um tvöleytið að starfsáætlun Alþingis væri ekki lengur í gildi. 22. maí 2015 14:14 Stjórnarliðum smalað í skyndi til atkvæðagreiðslu Stjórnarliðar voru of fámennir á fundi Alþingis til að fella dagskrártillögu minnihlutans og var þá ráðherrum og fleirum smalað til þingfundar til að greiða atkvæði. 22. maí 2015 11:44 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira
Forseti Alþingis boðar þingstörf fram á sumar Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, staðfesti í forsetastól um tvöleytið að starfsáætlun Alþingis væri ekki lengur í gildi. 22. maí 2015 14:14
Stjórnarliðum smalað í skyndi til atkvæðagreiðslu Stjórnarliðar voru of fámennir á fundi Alþingis til að fella dagskrártillögu minnihlutans og var þá ráðherrum og fleirum smalað til þingfundar til að greiða atkvæði. 22. maí 2015 11:44