Lífið

#12Stig tístað 13.495 sinnum í gær

Samúel Karl Ólason skrifar
Notendur Twitter ræddu mikið um skókast Tékklands.
Notendur Twitter ræddu mikið um skókast Tékklands. Vísir/EPA
Fjöldi notenda sem notast við kassamerkið 12Stig hefur fjölgað gífurlega í kringum Eurovision á síðustu árum. Alls var það notað 13.495 sinnum í gær, sem er tvöfalt oftar en í undanúrslitakeppninni í fyrra. Þá voru þau rétt um sex þúsund.

Ari Eldjárn átti vinsælasta tístið af þeim öllum. Það fékk 78 retweet og 436 favorate.

Þetta kemur fram á bloggi Vodafone sem birtist í morgun.

Þar að auki var einnig mikil aukning í fyrra undanúrslitakvöldinu. Á þriðjudaginn voru send út rúmlega sex þúsund tíst merkt #12Stig, samanborið við 3.600 kvöldið sem Ísland tók ekki þátt í fyrra. Á meðfylgjandi mynd má sjá þróun síðustu ára.

Hér má sjá þróun síðustu ára.Mynd/Vodafone
„Eins og sjá má hefur alltaf verið aukning milli ára, en þó var hún ekki mjög mikil milli áranna 2013-2014. Veruleg breyting varð því á þessu í ár, þegar #12stig tvöfaldast. Þetta er vísbending um að Twitter-samfélagið á Íslandi hafi stækkað umtalsvert síðustu 12 mánuðina – og að Eurovision-áhuginn fer síst minnkandi í þeim hópi,“ segir á vef Vodafone.

Þar að auki segir að forvitnilegt verði að sjá fjölda tísta annað kvöld. Það verður í fyrsta sinn sem Ísland tekur ekki þátt í lokakeppninni síðan #12Stig varð til.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×