Stjórnarliðum smalað í skyndi til atkvæðagreiðslu Heimir Már Pétursson skrifar 22. maí 2015 11:44 Ráðherrar voru kallaðir af ríkisstjórnarfundi til að greiða atkvæði um dagskrártillögu stjórnarandstöðunnar á Alþingi í morgun, þar sem of fáir stjórnarliðar voru í þingsalnum til að fella tillöguna. Stjórnarandstaðan sagði úrræðalausa stjórnarflokkana hafna þeim bjarghringi sem kastað hafi verið til þeirra. Þingfundur stóð framundir klukkan eitt í gærkvöldi og hófst á kunnuglegum nótum klukkan tíu í morgun. Stjórnarandstaðan lagði fram í upphafi þingfundar tillögu um breytingu á röð mála á dagskrá fundarins, þannig að umræður um fjölgun virkjanakosta yrði færð aftur fyrir sérstakar umræður um fyrirkomulag náms til stúdentsprófs og fleiri mál. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, sagðist fyrir atkvæðagreiðsluna vita hvernig hún myndi fara en skoraði samt á stjórnarliða að greiða atkvæði með dagskrártillögu minnihlutans. „Frekar en að hanga hér enn einn daginn í þessu svaði sem við erum komin í. Með því að hafna þessari dagskrártillögu þá er meirihlutinn búinn að sýna það að hann vill frekar sjálfur halda þessu þingi þar sem það hefur verið síðast liðnar tvær vikur,“ sagði Helgi Hrafn. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að sátt um virkjanamálin og um leið dagskrármál Alþingis næðist ekki með atkvæðagreiðslum í þingsal. Menn yrðu að setjast að samningum til að ná árangri. „Við erum búin að tala okkur hás og ganga á okkur blöðrur til að komast hingað upp í púltið. Dag eftir dag og kvöld eftir kvöld. Allir bera sig vel og segja að þreyta sé ekki farin að segja til sín. En auðvitað er þetta bara ömurlega leiðinlegt. Þetta er þreytandi og þetta er auðvitað ekki það sem við viljum. Ekkert okkar,“ sagði Ásmundur. Þegar kom til atkvæðagreiðslunnar um dagskrártillögu stjórnarandstöðunnar gerði Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, tíu mínútna hlé þar sem ekki voru nógu margir stjórnarliðar í þingsalnum og því hætt við að tillaga stjórnarandstöðunnar yrði samþykkt. Meðal annars voru forsætisráðherra og fjármálaráðherra kallaðir út af ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum til að greiða atkvæði. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði í atkvæðaskýringu að dagskrártillagan væri bjarghringur til stjórnarmeirihlutans. „Og ég óska stjórnarmeirihlutanum til hamingju með að hafa tekist að krafsa nógu mörgum þingmönnum hingað inn í salinn til þess að eyðileggja fyrir sér þann bjarghring. Eitt er það að ofstopamenn í meirihluta atvinnuveganefndar skuli hafa fundið það hjá sér að reyna að niðurlægja umhverfisráðherra Framsóknarflokksins. Annað er það undur að þeir skuli fá tilstyrk frá forystu Framsóknarflokksins í því verki,“ sagði Árni Páll. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði tíma til kominn að þingmenn létu af þrátefli um virkjanamálin og færu að ræða stöðuna á vinnumarkaðnum sem stjórnarmeirihlutinn forðaðist að ræða. „Og af hverju er það herra forseti? Er það kannski af því að það eru engar lausnir að koma frá stjórnvöldum? Af því það er orðið pínlegt sú bið sem við sjáum eftir öllum þeim útspilum sem stjórnvöld höfðu áður boðað inn í þessar viðræður? Er það ekki orðið dálítið pínlegt,“ spurði Katrín Jakobsdóttir við atkvæðagreiðsluna. Alþingi Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Sjá meira
Ráðherrar voru kallaðir af ríkisstjórnarfundi til að greiða atkvæði um dagskrártillögu stjórnarandstöðunnar á Alþingi í morgun, þar sem of fáir stjórnarliðar voru í þingsalnum til að fella tillöguna. Stjórnarandstaðan sagði úrræðalausa stjórnarflokkana hafna þeim bjarghringi sem kastað hafi verið til þeirra. Þingfundur stóð framundir klukkan eitt í gærkvöldi og hófst á kunnuglegum nótum klukkan tíu í morgun. Stjórnarandstaðan lagði fram í upphafi þingfundar tillögu um breytingu á röð mála á dagskrá fundarins, þannig að umræður um fjölgun virkjanakosta yrði færð aftur fyrir sérstakar umræður um fyrirkomulag náms til stúdentsprófs og fleiri mál. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, sagðist fyrir atkvæðagreiðsluna vita hvernig hún myndi fara en skoraði samt á stjórnarliða að greiða atkvæði með dagskrártillögu minnihlutans. „Frekar en að hanga hér enn einn daginn í þessu svaði sem við erum komin í. Með því að hafna þessari dagskrártillögu þá er meirihlutinn búinn að sýna það að hann vill frekar sjálfur halda þessu þingi þar sem það hefur verið síðast liðnar tvær vikur,“ sagði Helgi Hrafn. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að sátt um virkjanamálin og um leið dagskrármál Alþingis næðist ekki með atkvæðagreiðslum í þingsal. Menn yrðu að setjast að samningum til að ná árangri. „Við erum búin að tala okkur hás og ganga á okkur blöðrur til að komast hingað upp í púltið. Dag eftir dag og kvöld eftir kvöld. Allir bera sig vel og segja að þreyta sé ekki farin að segja til sín. En auðvitað er þetta bara ömurlega leiðinlegt. Þetta er þreytandi og þetta er auðvitað ekki það sem við viljum. Ekkert okkar,“ sagði Ásmundur. Þegar kom til atkvæðagreiðslunnar um dagskrártillögu stjórnarandstöðunnar gerði Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, tíu mínútna hlé þar sem ekki voru nógu margir stjórnarliðar í þingsalnum og því hætt við að tillaga stjórnarandstöðunnar yrði samþykkt. Meðal annars voru forsætisráðherra og fjármálaráðherra kallaðir út af ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum til að greiða atkvæði. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði í atkvæðaskýringu að dagskrártillagan væri bjarghringur til stjórnarmeirihlutans. „Og ég óska stjórnarmeirihlutanum til hamingju með að hafa tekist að krafsa nógu mörgum þingmönnum hingað inn í salinn til þess að eyðileggja fyrir sér þann bjarghring. Eitt er það að ofstopamenn í meirihluta atvinnuveganefndar skuli hafa fundið það hjá sér að reyna að niðurlægja umhverfisráðherra Framsóknarflokksins. Annað er það undur að þeir skuli fá tilstyrk frá forystu Framsóknarflokksins í því verki,“ sagði Árni Páll. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði tíma til kominn að þingmenn létu af þrátefli um virkjanamálin og færu að ræða stöðuna á vinnumarkaðnum sem stjórnarmeirihlutinn forðaðist að ræða. „Og af hverju er það herra forseti? Er það kannski af því að það eru engar lausnir að koma frá stjórnvöldum? Af því það er orðið pínlegt sú bið sem við sjáum eftir öllum þeim útspilum sem stjórnvöld höfðu áður boðað inn í þessar viðræður? Er það ekki orðið dálítið pínlegt,“ spurði Katrín Jakobsdóttir við atkvæðagreiðsluna.
Alþingi Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Sjá meira