Lagahöfundur Unbroken: „María stóð sig eins og hetja“ Bjarki Ármannsson skrifar 21. maí 2015 22:12 „Þetta er búið að vera ómetanleg reynsla,“ segir Ásgeir Orri úr StopWaitGo. Vísir/EPA „Þetta er bara svona, það þarf ekkert að samhryggjast mér,“ sagði Ásgeir Orri Ásgeirsson, einn meðlima StopWaitGo, þegar Vísir náði tali af honum stuttu eftir að ljóst varð að Ísland færi ekki áfram í úrslitakeppni Eurovision þetta árið. „Þetta er náttúrulega bara lagið okkar allra.“ María Ólafsdóttir flutti lagið Unbroken á seinna undanúrslitakvöldi keppninnar í Vínarborg í kvöld en var ekki meðal þeirra tíu atriða sem komust áfram. Ásgeir, einn lagahöfunda Unbroken, segir Íslendingahópinn samt sem áður stolta af frammistöðu Maríu.Sjá einnig: Euro-Reynir: „Ekkert gaman að verða vitni að þessu“ „Það var ekkert sem hefði getað farið betur og María stóð sig eins og hetja,“ segir Ásgeir. „Það er bara í svona keppni, sem er svona ólíkindatól, þá þurfa bara allar breyturnar að vera manni í hag. Það var bara ekki þannig í kvöld.“ Íslendingar biðu flestir með öndina í hálsinum þegar tilkynnt var um það hvaða atriði kæmust áfram að flutningi loknum. Nafn Íslands hefur fjórum sinnum á síðustu sjö árum komið upp úr síðasta umslaginu en að þessu sinni hrepptu Ísraelsmenn, sem þykja líklegir til að ná langt í ár, síðasta sætið sem í boði var.Sjá einnig: Keppendum San Marínó slátrað af íslenskum Twitter-notendum „Maður byrjaði að hafa svona lúmska tilfinningu fyrir þessu, með fullri virðingu fyrir til dæmis Póllandi og Kýpur, þegar þau lönd voru lesin upp,“ segir Ásgeir. „Svo þegar maður sá að Ísrael var ekki komið áfram og síðasta umslagið var eftir, þá var maður svona eiginlega búinn að sjá þetta fyrir.“ Ásgeir segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort hópurinn í kringum Maríu verði áfram úti í Vín á meðan keppni stendur. Hann segir Eurovision-ferlið allt hafa verið ómetanlega reynslu en að allt of snemmt sé að segja til um það hvort StopWaitGo-teymið reyni aftur við keppnina að ári. „Þetta er bara búið að vera ógeðslega gaman og ómetanleg reynsla. Og það sem gerðist hérna í kvöld, það er bara vindur í seglin.“ Eurovision Tengdar fréttir Friðrik Dór: „Allir bjartsýnir á að við neglum þetta“ Nú styttist óðum í stóru stundina þegar íslenski hópurinn stígur á svið í Vínarborg. 21. maí 2015 15:57 Euro-Reynir: „Ekkert gaman að verða vitni að þessu“ Reynir vonar að María taki Eurovision-vonbrigðunum ekki nærri sér því hún er frábær söngkona. 21. maí 2015 21:53 María ekki áfram í úrslit Eurovision Fyrsta skiptið í síðan 2007 sem Ísland er ekki með í úrslitum Eurovision. 21. maí 2015 20:45 Keppendum San Marínó slátrað af íslenskum Twitter-notendum "Þessi söngur er hreinlega sársaukafullur.“ 21. maí 2015 19:31 María stóð sig með prýði Bíður nú dóms Evrópu. 21. maí 2015 20:04 Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Sjá meira
„Þetta er bara svona, það þarf ekkert að samhryggjast mér,“ sagði Ásgeir Orri Ásgeirsson, einn meðlima StopWaitGo, þegar Vísir náði tali af honum stuttu eftir að ljóst varð að Ísland færi ekki áfram í úrslitakeppni Eurovision þetta árið. „Þetta er náttúrulega bara lagið okkar allra.“ María Ólafsdóttir flutti lagið Unbroken á seinna undanúrslitakvöldi keppninnar í Vínarborg í kvöld en var ekki meðal þeirra tíu atriða sem komust áfram. Ásgeir, einn lagahöfunda Unbroken, segir Íslendingahópinn samt sem áður stolta af frammistöðu Maríu.Sjá einnig: Euro-Reynir: „Ekkert gaman að verða vitni að þessu“ „Það var ekkert sem hefði getað farið betur og María stóð sig eins og hetja,“ segir Ásgeir. „Það er bara í svona keppni, sem er svona ólíkindatól, þá þurfa bara allar breyturnar að vera manni í hag. Það var bara ekki þannig í kvöld.“ Íslendingar biðu flestir með öndina í hálsinum þegar tilkynnt var um það hvaða atriði kæmust áfram að flutningi loknum. Nafn Íslands hefur fjórum sinnum á síðustu sjö árum komið upp úr síðasta umslaginu en að þessu sinni hrepptu Ísraelsmenn, sem þykja líklegir til að ná langt í ár, síðasta sætið sem í boði var.Sjá einnig: Keppendum San Marínó slátrað af íslenskum Twitter-notendum „Maður byrjaði að hafa svona lúmska tilfinningu fyrir þessu, með fullri virðingu fyrir til dæmis Póllandi og Kýpur, þegar þau lönd voru lesin upp,“ segir Ásgeir. „Svo þegar maður sá að Ísrael var ekki komið áfram og síðasta umslagið var eftir, þá var maður svona eiginlega búinn að sjá þetta fyrir.“ Ásgeir segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort hópurinn í kringum Maríu verði áfram úti í Vín á meðan keppni stendur. Hann segir Eurovision-ferlið allt hafa verið ómetanlega reynslu en að allt of snemmt sé að segja til um það hvort StopWaitGo-teymið reyni aftur við keppnina að ári. „Þetta er bara búið að vera ógeðslega gaman og ómetanleg reynsla. Og það sem gerðist hérna í kvöld, það er bara vindur í seglin.“
Eurovision Tengdar fréttir Friðrik Dór: „Allir bjartsýnir á að við neglum þetta“ Nú styttist óðum í stóru stundina þegar íslenski hópurinn stígur á svið í Vínarborg. 21. maí 2015 15:57 Euro-Reynir: „Ekkert gaman að verða vitni að þessu“ Reynir vonar að María taki Eurovision-vonbrigðunum ekki nærri sér því hún er frábær söngkona. 21. maí 2015 21:53 María ekki áfram í úrslit Eurovision Fyrsta skiptið í síðan 2007 sem Ísland er ekki með í úrslitum Eurovision. 21. maí 2015 20:45 Keppendum San Marínó slátrað af íslenskum Twitter-notendum "Þessi söngur er hreinlega sársaukafullur.“ 21. maí 2015 19:31 María stóð sig með prýði Bíður nú dóms Evrópu. 21. maí 2015 20:04 Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Sjá meira
Friðrik Dór: „Allir bjartsýnir á að við neglum þetta“ Nú styttist óðum í stóru stundina þegar íslenski hópurinn stígur á svið í Vínarborg. 21. maí 2015 15:57
Euro-Reynir: „Ekkert gaman að verða vitni að þessu“ Reynir vonar að María taki Eurovision-vonbrigðunum ekki nærri sér því hún er frábær söngkona. 21. maí 2015 21:53
María ekki áfram í úrslit Eurovision Fyrsta skiptið í síðan 2007 sem Ísland er ekki með í úrslitum Eurovision. 21. maí 2015 20:45
Keppendum San Marínó slátrað af íslenskum Twitter-notendum "Þessi söngur er hreinlega sársaukafullur.“ 21. maí 2015 19:31