Ef María kemst áfram verður Ísland í úrslitum í 8. skiptið í röð Birgir Olgeirsson skrifar 21. maí 2015 17:30 María Ólafsdóttir á blaðamannafundi í Vín. Vísir/EPA María Ólafsdóttir stígur á svið í seinni undanriðli söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Vín í Austurríki í kvöld. María flytur lagið Unbroken og verður tólfta á svið. María mun etja kappi við sautján þjóðir í kvöld en aðeins tíu þeirra komast í úrslitin sem fara fram á laugardag. Ef María kemst áfram þá verður þá verður það í áttunda skiptið í röð sem Ísland fer upp úr undanriðlinum. Það fyrirkomulag var tekið upp árið 2005 en þá sendi Ísland Selmu Björnsdóttur til Kænugarðs í Úkraínu með lagið If I Had Your Love. Ekki tókst henni að komast upp úr undanriðlinum. Árið eftir sendu Íslendingar Silvíu Nótt, sem Ágústa Eva lék, með lagið Congratulations sem hlaut ekki náð fyrir augum Evrópu. Árið 2007 var öllu tjaldað til og Eiríkur Hauksson fenginn til að koma Íslendingum í fyrsta skiptið upp úr undanriðlinum með rokk og róli sem nefndist Valentine Lost. Ekki dugði framlag keppunnar í það skiptið og virtust Íslendingar úrkula vonar um að komast einhverntímann upp úr feni undankvöldanna. Árið 2008 var fyrirkomulaginu breytt og haldin tvö undankvöld í stað eins. Eurobandið mætti til leiks diskóslagarann This is my life árið 2008 og fór í úrslitin og hafa Íslendingar ekki litið til baka síðan. Ísland hefur sjö ár í röð komist í úrslitin en miðað við spá veðbanka er ekki útlit fyrir annað en María Ólafsdóttir muni fara í úrslitin ár, sem yrði þá áttunda skiptið í röð.2005 Selma If I Had Your Love Komst ekki áfram2006 Silvia Night Congratulations Komst ekki áfram2007 Eiríkur Hauksson Valentine Lost Komst ekki áfram2008 Euroband This Is My Life Áfram2009 Yohanna Is It True? Áfram2010 Hera Björk Je ne sais quoi Áfram2011 Sjonni's Friends Coming Home Áfram2012 Greta Salóme & Jónsi Never Forget Áfram2013 Eyþór Ingi Gunnlaugsson Ég á líf Áfram2014 Pollapönk No Prejudice Áfram2015 María Ólafsdóttir Unbroken ? Af þessu sjö skiptum sem Ísland hefur farið áfram hefur Ísland fjórum sinnum verið lesið upp síðast þegar tilkynnt er um hvaða þjóðir fara áfram og spurnig hvað gerist í kvöld. Á meðan beðið er eftir þeirri stundu er hægt að rifja þessi augnablik upp með því að horfa á þetta myndband. Eurovision Tengdar fréttir Erlendir blaðamenn: „Falleg frammistaða og María gædd persónutöfrum“ Blaðamenn sem Davíð Lúther hjá Silent ræddi við í Eurovision-höllinni í Vínarborg hrósuðu margir Maríu og laginu í hástert. 21. maí 2015 16:03 Blaðamannaspáin: Ísland upp úr undanúrslitunum Evrópskir blaðamenn á Eurovision-keppninni hafa lagt inn spá sína um síðari undanúrslit keppninnar sem fram fara í kvöld. 21. maí 2015 14:47 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Sjá meira
María Ólafsdóttir stígur á svið í seinni undanriðli söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Vín í Austurríki í kvöld. María flytur lagið Unbroken og verður tólfta á svið. María mun etja kappi við sautján þjóðir í kvöld en aðeins tíu þeirra komast í úrslitin sem fara fram á laugardag. Ef María kemst áfram þá verður þá verður það í áttunda skiptið í röð sem Ísland fer upp úr undanriðlinum. Það fyrirkomulag var tekið upp árið 2005 en þá sendi Ísland Selmu Björnsdóttur til Kænugarðs í Úkraínu með lagið If I Had Your Love. Ekki tókst henni að komast upp úr undanriðlinum. Árið eftir sendu Íslendingar Silvíu Nótt, sem Ágústa Eva lék, með lagið Congratulations sem hlaut ekki náð fyrir augum Evrópu. Árið 2007 var öllu tjaldað til og Eiríkur Hauksson fenginn til að koma Íslendingum í fyrsta skiptið upp úr undanriðlinum með rokk og róli sem nefndist Valentine Lost. Ekki dugði framlag keppunnar í það skiptið og virtust Íslendingar úrkula vonar um að komast einhverntímann upp úr feni undankvöldanna. Árið 2008 var fyrirkomulaginu breytt og haldin tvö undankvöld í stað eins. Eurobandið mætti til leiks diskóslagarann This is my life árið 2008 og fór í úrslitin og hafa Íslendingar ekki litið til baka síðan. Ísland hefur sjö ár í röð komist í úrslitin en miðað við spá veðbanka er ekki útlit fyrir annað en María Ólafsdóttir muni fara í úrslitin ár, sem yrði þá áttunda skiptið í röð.2005 Selma If I Had Your Love Komst ekki áfram2006 Silvia Night Congratulations Komst ekki áfram2007 Eiríkur Hauksson Valentine Lost Komst ekki áfram2008 Euroband This Is My Life Áfram2009 Yohanna Is It True? Áfram2010 Hera Björk Je ne sais quoi Áfram2011 Sjonni's Friends Coming Home Áfram2012 Greta Salóme & Jónsi Never Forget Áfram2013 Eyþór Ingi Gunnlaugsson Ég á líf Áfram2014 Pollapönk No Prejudice Áfram2015 María Ólafsdóttir Unbroken ? Af þessu sjö skiptum sem Ísland hefur farið áfram hefur Ísland fjórum sinnum verið lesið upp síðast þegar tilkynnt er um hvaða þjóðir fara áfram og spurnig hvað gerist í kvöld. Á meðan beðið er eftir þeirri stundu er hægt að rifja þessi augnablik upp með því að horfa á þetta myndband.
Eurovision Tengdar fréttir Erlendir blaðamenn: „Falleg frammistaða og María gædd persónutöfrum“ Blaðamenn sem Davíð Lúther hjá Silent ræddi við í Eurovision-höllinni í Vínarborg hrósuðu margir Maríu og laginu í hástert. 21. maí 2015 16:03 Blaðamannaspáin: Ísland upp úr undanúrslitunum Evrópskir blaðamenn á Eurovision-keppninni hafa lagt inn spá sína um síðari undanúrslit keppninnar sem fram fara í kvöld. 21. maí 2015 14:47 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Sjá meira
Erlendir blaðamenn: „Falleg frammistaða og María gædd persónutöfrum“ Blaðamenn sem Davíð Lúther hjá Silent ræddi við í Eurovision-höllinni í Vínarborg hrósuðu margir Maríu og laginu í hástert. 21. maí 2015 16:03
Blaðamannaspáin: Ísland upp úr undanúrslitunum Evrópskir blaðamenn á Eurovision-keppninni hafa lagt inn spá sína um síðari undanúrslit keppninnar sem fram fara í kvöld. 21. maí 2015 14:47