Hópurinn flutti lag Íslendinga í ár, Unbroken, tvisvar í dag, 20. maí, annars vegar fyrir svokallað fjölskyldurennsli og hins vegar fluttu þau lagið fyrir dómnefnd. Stigafjöldi dómnefndar vegur jafnmikið og stigafjöldi símakosningar. Því var stór dagur hjá hópnum í dag.
Þær segja þrátt fyrir það ekkert stress vera í hópnum, miklu heldur spenna.
Íris og Alma segja frá geitungaævintýri sem þær lentu í á hótelinu. Þær virðast báðar vera haldnar geitungafóbíu þar sem kalla þurfti út liðveislu. Baldvin Þór Bergsson, starfsmaður Ríkissjónvarpsins, kom upp á herbergi og fangaði geitunginn.
Viðtalið við stelpurnar má sjá hér að neðan.