AGS telur miklar launahækkanir ógna stöðugleika ingvar haraldsson skrifar 20. maí 2015 10:19 Sendinefnd AGS kynnti niðurstöður sínar í morgun. vísir/gva Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) telur háar launakröfur verkalýðshreyfinga ógna stöðugleika hér á landi. Verði launahækkanir að veruleika telur AGS að verðbólga muni hækka hratt og Seðlabankinn muni neyðast til að grípa til aðgerða til að hafa hemil á verðbólgu. Þá ættu stjórnvöld einnig að bregðast við með því að draga úr ríkisútgjöldum. Sendinefnd AGS kynnti í morgun skýrslu sjóðsins um stöðu efnahagsmála hér á landi. Þar kom fram að þær launahækkanir sem nú séu til umræðu í kjaraviðræðum séu langt umfram það sem framleiðniaukning í hagkerfinu standi undir. Því megi búast við þenslu og hitnun hagkerfisins á þessu ári vegna mikilla launahækkana en í kjölfarið muni hægja á hagvexti vegna harðari aðgerða í peningamálum. Þá segir AGS einnig að miklar launhækkanir séu til þess fallnar að tefja fyrir afnámi gjaldeyrishafta. Telja brýnt að greiða niður skuldir AGS segir að stjórnvöld séu á góðri leið með að lækka skuldir ríkisins. Hins vegar þurfi að grípa til frekari aðgerða til að draga úr ríkisútgjöldum til skamms og meðallangs tíma. Þá þurfi stjórnvöld að vera undirbúin ef yfirvofandi dómsmál vegna skattlagningar á fjármálafyrirtæki tapast. Einnig sé brýnt að nýta það fé sem fellur til vegna einsskiptisskattlagningar til að greiða niður skuldir og draga þar með úr vaxtagreiðslum ríkisins.Lesa má skýrslu sendinefndar AGS um stöðu efnahagsmála á Íslandi í heild sinni í skjalinu hér að neðan. Gjaldeyrishöft Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) telur háar launakröfur verkalýðshreyfinga ógna stöðugleika hér á landi. Verði launahækkanir að veruleika telur AGS að verðbólga muni hækka hratt og Seðlabankinn muni neyðast til að grípa til aðgerða til að hafa hemil á verðbólgu. Þá ættu stjórnvöld einnig að bregðast við með því að draga úr ríkisútgjöldum. Sendinefnd AGS kynnti í morgun skýrslu sjóðsins um stöðu efnahagsmála hér á landi. Þar kom fram að þær launahækkanir sem nú séu til umræðu í kjaraviðræðum séu langt umfram það sem framleiðniaukning í hagkerfinu standi undir. Því megi búast við þenslu og hitnun hagkerfisins á þessu ári vegna mikilla launahækkana en í kjölfarið muni hægja á hagvexti vegna harðari aðgerða í peningamálum. Þá segir AGS einnig að miklar launhækkanir séu til þess fallnar að tefja fyrir afnámi gjaldeyrishafta. Telja brýnt að greiða niður skuldir AGS segir að stjórnvöld séu á góðri leið með að lækka skuldir ríkisins. Hins vegar þurfi að grípa til frekari aðgerða til að draga úr ríkisútgjöldum til skamms og meðallangs tíma. Þá þurfi stjórnvöld að vera undirbúin ef yfirvofandi dómsmál vegna skattlagningar á fjármálafyrirtæki tapast. Einnig sé brýnt að nýta það fé sem fellur til vegna einsskiptisskattlagningar til að greiða niður skuldir og draga þar með úr vaxtagreiðslum ríkisins.Lesa má skýrslu sendinefndar AGS um stöðu efnahagsmála á Íslandi í heild sinni í skjalinu hér að neðan.
Gjaldeyrishöft Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Sjá meira