Þórey Vilhjálmsdóttir um Lekamálið: „Ég held ég hefði aldrei getað gert þetta neitt öðruvísi" Ólöf Skaftadóttir skrifar 30. maí 2015 17:02 Þórey Vilhjálmsdóttir gegndi starfi aðstoðarmanns ráðherra í innanríkisráðherratíð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Vísir/Valli Þórey Vilhjálmsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, segir Reyni Traustason, fyrrverandi ritstjóra DV, hafa hótað að „fara í hana" ef hún bæði DV ekki afsökunar innan tveggja tíma frá því sem Þórey lét þau orð falla í útvarpsþætti á Rás 2 að fréttaflutningur af málum hælisleitandans Tony Omos væri beinlínis hugsaður til að koma höggi á Hönnu Birnu. „Ég gat ekki setið undir þessu. En uppfrá þessu varð ég skotmark hjá DV. Í um fimm mánuði máluðu blaðamenn þar þá mynd af mér að ég hefði verið sú sem sendi minnisblaðið. Það var mjög erfiður tími. Þegar fólk segir ósatt svona oft og svona markvisst þá verður það að sannleika í huga margra. Þetta endaði með því að birt er mynd af mér á forsíðu DV og þar segir að ég sé sá starfsmaður ráðuneytisins sem hafi lekið minnisblaðinu til fjölmiðla," segir Þórey í viðtali við Morgunblaðið frá í dag. Þórey heldur áfram og segist eftir langan umhugsunarfrest hafa ákveðið í samráði við ömmu sína að fara í meiðyrðamál gegn blaðamönnum DV. Hún segist ennfremur hafa orðið forviða þegar hugmyndir um að málið við DV hafi verið einhvers konar „plott" komu upp í umræðunni. „Þetta var ekki einu sinni það sem Hanna Birna vildi. En hún skildi að þetta skipti mig máli, hvatti mig til að gera það sem ég taldi rétt og ég var þakklát fyrir þann stuðning." Reið við Gísla Gísli Freyr Valdórsson, hinn fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu, játaði svo í nóvember 2014 að hafa lekið minnisblaðinu. „Ég spurði hann beint um þetta og ég spurði hann mjög oft. Alltaf neitaði hann, og þverneitaði. Eftir því sem lengri tími leið, því meiri fjarstæða fannst mér að hann hefði gert þetta. Ég hugsaði með mér að auðvitað væri hann löngu búinn að segja frá ef hann hefði gert þetta. Ég trúði því alls ekki að einhver gæti látið okkur ganga í gegnum slíka þolraun vitandi að hann gæti stoppað það - mér fannst það hreinlega óhugsandi. Og því varði ég hann ítrekað vegna þess að ég trúði honum." Þórey segist hafa fundið fyrir mikilli reiði í garð Gísla Freys í kjölfar játningarinnar. „Gísli Freyr sagði alltaf við okkur að hann hefði ekki gert þetta. Við höfðum engar upplýsingar sem bentu til þess að hann væri að segja ósatt. Ég hef alltaf valið að treysta þeim sem ég vinn með og þeim sem mér þykir vænt um og hann var einn af þeim. Ég held að ég hefði aldrei getað gert þetta öðruvísi." Lekamálið Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Sjá meira
Þórey Vilhjálmsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, segir Reyni Traustason, fyrrverandi ritstjóra DV, hafa hótað að „fara í hana" ef hún bæði DV ekki afsökunar innan tveggja tíma frá því sem Þórey lét þau orð falla í útvarpsþætti á Rás 2 að fréttaflutningur af málum hælisleitandans Tony Omos væri beinlínis hugsaður til að koma höggi á Hönnu Birnu. „Ég gat ekki setið undir þessu. En uppfrá þessu varð ég skotmark hjá DV. Í um fimm mánuði máluðu blaðamenn þar þá mynd af mér að ég hefði verið sú sem sendi minnisblaðið. Það var mjög erfiður tími. Þegar fólk segir ósatt svona oft og svona markvisst þá verður það að sannleika í huga margra. Þetta endaði með því að birt er mynd af mér á forsíðu DV og þar segir að ég sé sá starfsmaður ráðuneytisins sem hafi lekið minnisblaðinu til fjölmiðla," segir Þórey í viðtali við Morgunblaðið frá í dag. Þórey heldur áfram og segist eftir langan umhugsunarfrest hafa ákveðið í samráði við ömmu sína að fara í meiðyrðamál gegn blaðamönnum DV. Hún segist ennfremur hafa orðið forviða þegar hugmyndir um að málið við DV hafi verið einhvers konar „plott" komu upp í umræðunni. „Þetta var ekki einu sinni það sem Hanna Birna vildi. En hún skildi að þetta skipti mig máli, hvatti mig til að gera það sem ég taldi rétt og ég var þakklát fyrir þann stuðning." Reið við Gísla Gísli Freyr Valdórsson, hinn fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu, játaði svo í nóvember 2014 að hafa lekið minnisblaðinu. „Ég spurði hann beint um þetta og ég spurði hann mjög oft. Alltaf neitaði hann, og þverneitaði. Eftir því sem lengri tími leið, því meiri fjarstæða fannst mér að hann hefði gert þetta. Ég hugsaði með mér að auðvitað væri hann löngu búinn að segja frá ef hann hefði gert þetta. Ég trúði því alls ekki að einhver gæti látið okkur ganga í gegnum slíka þolraun vitandi að hann gæti stoppað það - mér fannst það hreinlega óhugsandi. Og því varði ég hann ítrekað vegna þess að ég trúði honum." Þórey segist hafa fundið fyrir mikilli reiði í garð Gísla Freys í kjölfar játningarinnar. „Gísli Freyr sagði alltaf við okkur að hann hefði ekki gert þetta. Við höfðum engar upplýsingar sem bentu til þess að hann væri að segja ósatt. Ég hef alltaf valið að treysta þeim sem ég vinn með og þeim sem mér þykir vænt um og hann var einn af þeim. Ég held að ég hefði aldrei getað gert þetta öðruvísi."
Lekamálið Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Sjá meira