Rúnar Már: Vonast til að komast í betra lið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júní 2015 14:11 Rúnar á æfingunni í morgun. vísir/valli „Það er virkilega gaman að vera kominn heim og stoltur og ánægður að vera í landsliðinu,“ sagði Rúnar Már Sigurjónsson fyrir æfingu íslenska landsliðsins í morgun en liðið undirbýr sig nú af kappi fyrir leikinn gegn Tékklandi í undankeppni EM 2016 á föstudaginn. Rúnar hefur verið viðloðandi landsliðið undanfarin ár en gerir hann sér vonir um að spila eitthvað á föstudaginn? „Ég er ekki með neinar kröfur en ég er ekki kominn hingað til að dást að frábærum leikmönnum landsliðsins. Ef þjálfararnir gefa mér mínútur er ég tilbúinn að spila.“ Rúnar leikur með GIF Sundsvall í Svíþjóð og hefur gert síðan 2013. Liðið vann sér sæti í úrvalsdeildinni í fyrra og er sem stendur í 13. sæti deildarinnar. „Við byrjuðum mjög vel og höluðum inn fullt af stigum, sérstaklega á heimavelli, en það hefur gengið illa að undanförnu. Við spilum flottan fótbolta en við náum ekki að skora. „En ég hef engar sérstakar áhyggjur af þessu. Við föllum ekkert, við erum nógu góðir til að halda okkur uppi. Þegar þetta fer loksins að falla með okkur förum við að halda inn stig,“ sagði Rúnar en hvernig hefur honum gengið persónulega á sínu fyrsta tímabili í sænsku úrvalsdeildinni. „Nokkuð vel. Ég var meiddur allt undirbúningstímabilið og var klár rétt fyrir fyrsta leik. Ég er ekki i eins góðu formi og ég hefði viljað vera í en finn að ég verð betri og betri með hverjum leiknum,“ sagði Rúnar sem hefur hug á því að spila með sterkara liði í framtíðinni. „Ég vonast eftir að geta farið eftir þetta ár. En það eru margir sem eru að renna út á samning þannig að það er mikil óvissa hjá félaginu. En eins og staðan er núna lítur þetta ekkert alltof vel út, það gengur illa að semja við leikmenn. „Ég vonast til að standa mig, haldast heill og verða vonandi seldur eftir tímabilið. En eitt ár í viðbót í Sundsvall er ekkert hræðilegt,“ sagði Rúnar að endingu. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49 Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Markahæsti landsliðsmaðurinn frá upphafi gæti verið í betra standi fyrir landsleikinn gegn Tékkum. 9. júní 2015 12:19 Strákarnir æfðu í Dalnum | Myndir Íslenska landsliðið í fótbolta á fullu í undirbúningi fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékkum á föstudagskvöldið. 9. júní 2015 14:00 Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira
„Það er virkilega gaman að vera kominn heim og stoltur og ánægður að vera í landsliðinu,“ sagði Rúnar Már Sigurjónsson fyrir æfingu íslenska landsliðsins í morgun en liðið undirbýr sig nú af kappi fyrir leikinn gegn Tékklandi í undankeppni EM 2016 á föstudaginn. Rúnar hefur verið viðloðandi landsliðið undanfarin ár en gerir hann sér vonir um að spila eitthvað á föstudaginn? „Ég er ekki með neinar kröfur en ég er ekki kominn hingað til að dást að frábærum leikmönnum landsliðsins. Ef þjálfararnir gefa mér mínútur er ég tilbúinn að spila.“ Rúnar leikur með GIF Sundsvall í Svíþjóð og hefur gert síðan 2013. Liðið vann sér sæti í úrvalsdeildinni í fyrra og er sem stendur í 13. sæti deildarinnar. „Við byrjuðum mjög vel og höluðum inn fullt af stigum, sérstaklega á heimavelli, en það hefur gengið illa að undanförnu. Við spilum flottan fótbolta en við náum ekki að skora. „En ég hef engar sérstakar áhyggjur af þessu. Við föllum ekkert, við erum nógu góðir til að halda okkur uppi. Þegar þetta fer loksins að falla með okkur förum við að halda inn stig,“ sagði Rúnar en hvernig hefur honum gengið persónulega á sínu fyrsta tímabili í sænsku úrvalsdeildinni. „Nokkuð vel. Ég var meiddur allt undirbúningstímabilið og var klár rétt fyrir fyrsta leik. Ég er ekki i eins góðu formi og ég hefði viljað vera í en finn að ég verð betri og betri með hverjum leiknum,“ sagði Rúnar sem hefur hug á því að spila með sterkara liði í framtíðinni. „Ég vonast eftir að geta farið eftir þetta ár. En það eru margir sem eru að renna út á samning þannig að það er mikil óvissa hjá félaginu. En eins og staðan er núna lítur þetta ekkert alltof vel út, það gengur illa að semja við leikmenn. „Ég vonast til að standa mig, haldast heill og verða vonandi seldur eftir tímabilið. En eitt ár í viðbót í Sundsvall er ekkert hræðilegt,“ sagði Rúnar að endingu.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49 Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Markahæsti landsliðsmaðurinn frá upphafi gæti verið í betra standi fyrir landsleikinn gegn Tékkum. 9. júní 2015 12:19 Strákarnir æfðu í Dalnum | Myndir Íslenska landsliðið í fótbolta á fullu í undirbúningi fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékkum á föstudagskvöldið. 9. júní 2015 14:00 Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira
Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49
Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Markahæsti landsliðsmaðurinn frá upphafi gæti verið í betra standi fyrir landsleikinn gegn Tékkum. 9. júní 2015 12:19
Strákarnir æfðu í Dalnum | Myndir Íslenska landsliðið í fótbolta á fullu í undirbúningi fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékkum á föstudagskvöldið. 9. júní 2015 14:00
Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50