Ísland í dag: „Almenningur mun fljótlega alveg hætta að finna fyrir höftunum“ Bjarki Ármannsson skrifar 8. júní 2015 20:15 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að sama hvor leiðin verði farin við uppgjör slitabúa, nauðasamningar sem uppfylli stöðugleikaskilyrði verði samþykktir eða slitabúin látin greiða 39 prósent í stöðugleikaskatt, verði áhrifin á íslenska hagsmuni þau sömu. Þetta kom fram í viðtali þeirra Höskuldar Kára Schram og Gunnars Atla Gunnarssonar við Sigmund í þættinum Ísland í dag í kvöld. Sigmundur sagði jafnframt að strax á þessu ári verði stór skref stigin í átt að afnámi hafta sem leiði til þess að almenningur muni nær hætta að finna fyrir áhrifum þeirra í daglegu lífi. Aðgerðir stjórnvalda um losun gjaldeyrishafta voru kynntar á fréttamannafundi í Hörpu í dag og Sigmundur ræddi þær í Íslandi í dag í kvöld. Sigmundur sagði það meðal annars áhugavert að viljayfirlýsingar skildu hafa borist frá kröfuhöfum slitabúa föllnu bankanna í dag. „Mér skilst að yfirlýsingarnar hafi komið í kjölfar þess að menn hafi séð að þetta væri raunverulega að gerast, skatturinn kæmi raunverulega,“ segir Sigmundur. „Menn sjái þá tækifæri í því að klára málin hraðar og verða við þessum stöðugleikaskilyrðum. Það hefur ýmsa kosti fyrir þessa aðila en getur líka gert það fyrir Ísland, þó hinn kosturinn sé mjög góður líka. Ef þetta endar þannig að menn klára þetta ekki og stöðugleikaskatturinn fellur, þá er það mjög góð niðurstaða líka.“ Hann segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar þess eðlis að það skipti ekki máli fyrir Ísland hvort kröfuhafarnir verði við skilyrðunum í tæka tíð eður ei. „Þetta er hannað þannig að þetta komi alltaf á sama stað niður,“ segir Sigmundur. „Jafnvel þó að menn fari skattaleiðina, þá hafa þeir möguleika á að lækka beinar skattgreiðslur um kannski 160 milljarða en það kæmi þá fram með öðrum hætti. Með fjárfestingum og öðru.“ Aðspurður hvenær nákvæmlega gjaldeyrishöftin verði með öllu losuð sagði Sigmundur að stór skref yrðu tekin strax á þessu ári. „Sérstaklega hvað varðar almenning, sem mun fljótlega alveg hætta að finna fyrir höftunum,“ segir hann. „Það verður opnað á nánast allt sem viðkemur viðskiptum einstaklinga.“ Meðal annars muni fólk ekki lengur þurfa að prenta út farseðil til að kaupa gjaldeyri þegar það fer til útlanda. Einnig muni almenningur geta keypt erlend hlutabréf. Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Leggja á 39 prósenta skatt á eignir slitabúanna Slitabúin hafa til áramóta að ljúka nauðasamningum. Tekjur ríkissjóðs gætu numið 850 milljörðum. 8. júní 2015 12:12 „Ég er afskaplega glaður að sjá þetta gerast“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var sigri hrósandi í Reykjavík síðdegis. 8. júní 2015 18:04 „Tóm vitleysa“ að forsíðufrétt DV hafi haft áhrif á atburðarásina Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, hafna því báðir að forsíðufrétt DV síðastliðinn föstudag hafi haft áhrif á atburðarásina vegna losunar fjármagnshafta. 8. júní 2015 14:00 BBC, Reuters og Wall Street Journal fjalla um höftin Alþingi kom saman í gærkvöld til að samþykkja frumvarp efnahags- og viðskiptanefndar er miða að því að styðja við fyrirhugaðar aðgerðir stjórnvalda til losunar fjármagnshafta. 8. júní 2015 09:03 Tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti gætu numið 850 milljörðum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti gætu orðið umtalsverðar. 8. júní 2015 12:41 Forsætisráðherra: Aðgerðirnar geta haft raunveruleg áhrif á daglegt líf Allt sem fæst í aðgerðum stjórnvalda verður notað til að greiða niður skuldir ríkisins. 8. júní 2015 12:23 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að sama hvor leiðin verði farin við uppgjör slitabúa, nauðasamningar sem uppfylli stöðugleikaskilyrði verði samþykktir eða slitabúin látin greiða 39 prósent í stöðugleikaskatt, verði áhrifin á íslenska hagsmuni þau sömu. Þetta kom fram í viðtali þeirra Höskuldar Kára Schram og Gunnars Atla Gunnarssonar við Sigmund í þættinum Ísland í dag í kvöld. Sigmundur sagði jafnframt að strax á þessu ári verði stór skref stigin í átt að afnámi hafta sem leiði til þess að almenningur muni nær hætta að finna fyrir áhrifum þeirra í daglegu lífi. Aðgerðir stjórnvalda um losun gjaldeyrishafta voru kynntar á fréttamannafundi í Hörpu í dag og Sigmundur ræddi þær í Íslandi í dag í kvöld. Sigmundur sagði það meðal annars áhugavert að viljayfirlýsingar skildu hafa borist frá kröfuhöfum slitabúa föllnu bankanna í dag. „Mér skilst að yfirlýsingarnar hafi komið í kjölfar þess að menn hafi séð að þetta væri raunverulega að gerast, skatturinn kæmi raunverulega,“ segir Sigmundur. „Menn sjái þá tækifæri í því að klára málin hraðar og verða við þessum stöðugleikaskilyrðum. Það hefur ýmsa kosti fyrir þessa aðila en getur líka gert það fyrir Ísland, þó hinn kosturinn sé mjög góður líka. Ef þetta endar þannig að menn klára þetta ekki og stöðugleikaskatturinn fellur, þá er það mjög góð niðurstaða líka.“ Hann segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar þess eðlis að það skipti ekki máli fyrir Ísland hvort kröfuhafarnir verði við skilyrðunum í tæka tíð eður ei. „Þetta er hannað þannig að þetta komi alltaf á sama stað niður,“ segir Sigmundur. „Jafnvel þó að menn fari skattaleiðina, þá hafa þeir möguleika á að lækka beinar skattgreiðslur um kannski 160 milljarða en það kæmi þá fram með öðrum hætti. Með fjárfestingum og öðru.“ Aðspurður hvenær nákvæmlega gjaldeyrishöftin verði með öllu losuð sagði Sigmundur að stór skref yrðu tekin strax á þessu ári. „Sérstaklega hvað varðar almenning, sem mun fljótlega alveg hætta að finna fyrir höftunum,“ segir hann. „Það verður opnað á nánast allt sem viðkemur viðskiptum einstaklinga.“ Meðal annars muni fólk ekki lengur þurfa að prenta út farseðil til að kaupa gjaldeyri þegar það fer til útlanda. Einnig muni almenningur geta keypt erlend hlutabréf.
Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Leggja á 39 prósenta skatt á eignir slitabúanna Slitabúin hafa til áramóta að ljúka nauðasamningum. Tekjur ríkissjóðs gætu numið 850 milljörðum. 8. júní 2015 12:12 „Ég er afskaplega glaður að sjá þetta gerast“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var sigri hrósandi í Reykjavík síðdegis. 8. júní 2015 18:04 „Tóm vitleysa“ að forsíðufrétt DV hafi haft áhrif á atburðarásina Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, hafna því báðir að forsíðufrétt DV síðastliðinn föstudag hafi haft áhrif á atburðarásina vegna losunar fjármagnshafta. 8. júní 2015 14:00 BBC, Reuters og Wall Street Journal fjalla um höftin Alþingi kom saman í gærkvöld til að samþykkja frumvarp efnahags- og viðskiptanefndar er miða að því að styðja við fyrirhugaðar aðgerðir stjórnvalda til losunar fjármagnshafta. 8. júní 2015 09:03 Tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti gætu numið 850 milljörðum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti gætu orðið umtalsverðar. 8. júní 2015 12:41 Forsætisráðherra: Aðgerðirnar geta haft raunveruleg áhrif á daglegt líf Allt sem fæst í aðgerðum stjórnvalda verður notað til að greiða niður skuldir ríkisins. 8. júní 2015 12:23 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira
Leggja á 39 prósenta skatt á eignir slitabúanna Slitabúin hafa til áramóta að ljúka nauðasamningum. Tekjur ríkissjóðs gætu numið 850 milljörðum. 8. júní 2015 12:12
„Ég er afskaplega glaður að sjá þetta gerast“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var sigri hrósandi í Reykjavík síðdegis. 8. júní 2015 18:04
„Tóm vitleysa“ að forsíðufrétt DV hafi haft áhrif á atburðarásina Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, hafna því báðir að forsíðufrétt DV síðastliðinn föstudag hafi haft áhrif á atburðarásina vegna losunar fjármagnshafta. 8. júní 2015 14:00
BBC, Reuters og Wall Street Journal fjalla um höftin Alþingi kom saman í gærkvöld til að samþykkja frumvarp efnahags- og viðskiptanefndar er miða að því að styðja við fyrirhugaðar aðgerðir stjórnvalda til losunar fjármagnshafta. 8. júní 2015 09:03
Tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti gætu numið 850 milljörðum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti gætu orðið umtalsverðar. 8. júní 2015 12:41
Forsætisráðherra: Aðgerðirnar geta haft raunveruleg áhrif á daglegt líf Allt sem fæst í aðgerðum stjórnvalda verður notað til að greiða niður skuldir ríkisins. 8. júní 2015 12:23