Bjarni Benediktsson: „Mikil og ánægjuleg tímamót“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. júní 2015 12:51 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. fréttablaðið/pjetur Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að stjórnvöld hafi reynt að nálgast vandamálið vegna hafta með það að leiðarljósi að koma með heildstæða lausn. Þá sagði hann hagsmuni þjóðarinnar vera í öndvegi og að þær aðgerðir sem stjórnvöld ráðast nú í vegna losunar hafta muni hafa víðtæk áhrif fyrir almenning og atvinnustarfsemi í landinu. „Þetta eru mikil tímamót í efnahagslegu tilliti og ánægjuleg líka. [...] Með þessum aðgerðum verða horfurnar bjartari,“ sagði Bjarni.Sjá einnig: Aðgerðirnar geta haft raunveruleg áhrif á daglegt líf Fjármálaráðherra sagði auðveldara að kynna til sögunnar höft en aflétta þeim. Rifjaði hann upp að þegar höftin voru samþykkt í nóvember 2008 hafi menn talið að þau yrðu til sex mánaða og í mesta lagi til tveggja ára. Nú hafi Ísland hins vegar verið lokað inn í höftum í tæp sjö ár. Bjarni sagði jafnframt að losun hafta sé risavaxið vandamál enda sé það til komið vegna fordæmalausra aðstæðna í kjölfar gjaldþrota íslensku viðskiptabankanna haustið 2008. Vísaði fjármálaráðherra meða annars til þess að gjaldþrotin hafi hvert um sig ratað á lista yfir tíu stærstu gjaldþrot sögunnar. Fjármálaráðherra lagði áherslu á það að efnahagslífið muni ekki þurfa að aðlaga sig upp á nýtt vegna uppgjörs á slitabúum bankanna í tengslum við losun hafta og bætti við: „Lausnirnar þurfa að uppfylla samfélagslegar væntingar og vera póltískt framkvæmanlegar.“ Að mati Bjarna uppfylla þær lausnir sem stjórnvöld ráðast nú í þessi skilyrði enda sé um heildstæða áætlun að ræða vegna losunar haftanna. Gjaldeyrishöft Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að stjórnvöld hafi reynt að nálgast vandamálið vegna hafta með það að leiðarljósi að koma með heildstæða lausn. Þá sagði hann hagsmuni þjóðarinnar vera í öndvegi og að þær aðgerðir sem stjórnvöld ráðast nú í vegna losunar hafta muni hafa víðtæk áhrif fyrir almenning og atvinnustarfsemi í landinu. „Þetta eru mikil tímamót í efnahagslegu tilliti og ánægjuleg líka. [...] Með þessum aðgerðum verða horfurnar bjartari,“ sagði Bjarni.Sjá einnig: Aðgerðirnar geta haft raunveruleg áhrif á daglegt líf Fjármálaráðherra sagði auðveldara að kynna til sögunnar höft en aflétta þeim. Rifjaði hann upp að þegar höftin voru samþykkt í nóvember 2008 hafi menn talið að þau yrðu til sex mánaða og í mesta lagi til tveggja ára. Nú hafi Ísland hins vegar verið lokað inn í höftum í tæp sjö ár. Bjarni sagði jafnframt að losun hafta sé risavaxið vandamál enda sé það til komið vegna fordæmalausra aðstæðna í kjölfar gjaldþrota íslensku viðskiptabankanna haustið 2008. Vísaði fjármálaráðherra meða annars til þess að gjaldþrotin hafi hvert um sig ratað á lista yfir tíu stærstu gjaldþrot sögunnar. Fjármálaráðherra lagði áherslu á það að efnahagslífið muni ekki þurfa að aðlaga sig upp á nýtt vegna uppgjörs á slitabúum bankanna í tengslum við losun hafta og bætti við: „Lausnirnar þurfa að uppfylla samfélagslegar væntingar og vera póltískt framkvæmanlegar.“ Að mati Bjarna uppfylla þær lausnir sem stjórnvöld ráðast nú í þessi skilyrði enda sé um heildstæða áætlun að ræða vegna losunar haftanna.
Gjaldeyrishöft Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Sjá meira