Forsætisráðherra: Aðgerðirnar geta haft raunveruleg áhrif á daglegt líf Aðalsteinn Kjartansson skrifar 8. júní 2015 12:23 Allt sem fæst í aðgerðum stjórnvalda verður notað til að greiða niður skuldir ríkisins. Vísir/GVA Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði stöðugleikaskattinn og þær aðgerðir sem kynntar voru í dag væri stærsti liðurinn í því verkefni að renna treystum stoðum undir íslenskt efnahagslíf. „Þetta eru mál sem geta haft raunveruleg og mikil áhrif á daglegt líf fólks,“ sagði hann á fréttamannafundi í Hörpu þar sem aðgerðir stjórnvalda voru kynntar. „Heildarumfang aðgerðanna nemur 1.200 milljörðum.“Sjá einnig: 39 prósent skattur lagður á eignir slitabúanna „Þau geta fram að áramótum gert nauðasamninga sem uppfylla ýmis stöðugleikaskilyrði, meðal annars með greiðslu sérstaks stöðugleikaframlags,“ sagði hann og bætti við að ef þau gerðu það ekki myndi 39 prósent stöðugleikaskattur leggjast á slitabúin. Samtals næmi skatturinn rúmum 800 milljörðum króna. Sigmundur sagði að skatturinn væri í eðli sínu ólíkur útgönguskatti eins og hefur verið til umræðu. „Því hann leggst á eignir búanna í eitt skipti,” sagði hann og sagði að skatturinn skapaði sterkan hvata til að slitabúin klári uppgjör. Samkvæmt tilkynningu til kauphallarinnar segir að ríkisstjórnin hafi samþykkt á fundi sínum að leggja tvö frumvörp fyrir Alþingi í dag sem muni saman leggja grundvöll að heildstæðri aðgerðaráætlun um afnám fjármagnshafta. Gert er ráð fyrir að slitabúum gefist kostur á að ljúka nauðasamningum fyrir næstu áramót og þá fengið að flytja fjármagn að því gefnu að þau uppfylli sérstök stöðugleikaskilyrði. Annars verða þau felld undir 39 prósent stöðugleikaskatt sem leggst í eitt skipti á heildareignir þeirra. Stöðugleikaskilyrðin felast meðal annars í því að greitt verði einhverskonar stöðugleikaframlag og að neyðarlán frá ríkinu verði endurgreidd. Þeir fjármunir sem fást með þessum aðgerðum verða nýttar til að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Gjaldeyrishöft Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði stöðugleikaskattinn og þær aðgerðir sem kynntar voru í dag væri stærsti liðurinn í því verkefni að renna treystum stoðum undir íslenskt efnahagslíf. „Þetta eru mál sem geta haft raunveruleg og mikil áhrif á daglegt líf fólks,“ sagði hann á fréttamannafundi í Hörpu þar sem aðgerðir stjórnvalda voru kynntar. „Heildarumfang aðgerðanna nemur 1.200 milljörðum.“Sjá einnig: 39 prósent skattur lagður á eignir slitabúanna „Þau geta fram að áramótum gert nauðasamninga sem uppfylla ýmis stöðugleikaskilyrði, meðal annars með greiðslu sérstaks stöðugleikaframlags,“ sagði hann og bætti við að ef þau gerðu það ekki myndi 39 prósent stöðugleikaskattur leggjast á slitabúin. Samtals næmi skatturinn rúmum 800 milljörðum króna. Sigmundur sagði að skatturinn væri í eðli sínu ólíkur útgönguskatti eins og hefur verið til umræðu. „Því hann leggst á eignir búanna í eitt skipti,” sagði hann og sagði að skatturinn skapaði sterkan hvata til að slitabúin klári uppgjör. Samkvæmt tilkynningu til kauphallarinnar segir að ríkisstjórnin hafi samþykkt á fundi sínum að leggja tvö frumvörp fyrir Alþingi í dag sem muni saman leggja grundvöll að heildstæðri aðgerðaráætlun um afnám fjármagnshafta. Gert er ráð fyrir að slitabúum gefist kostur á að ljúka nauðasamningum fyrir næstu áramót og þá fengið að flytja fjármagn að því gefnu að þau uppfylli sérstök stöðugleikaskilyrði. Annars verða þau felld undir 39 prósent stöðugleikaskatt sem leggst í eitt skipti á heildareignir þeirra. Stöðugleikaskilyrðin felast meðal annars í því að greitt verði einhverskonar stöðugleikaframlag og að neyðarlán frá ríkinu verði endurgreidd. Þeir fjármunir sem fást með þessum aðgerðum verða nýttar til að greiða niður skuldir ríkissjóðs.
Gjaldeyrishöft Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira