Bera brjóst sín á Austurvelli: Vilja breyta samfélaginu í alvörunni Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. júní 2015 12:30 Guðbjörg Ríkey stóð einnig fyrir Frelsum geirvörtuna viðburði í Laugardalslauginni í vetur. Vísir/Aðsend/Vilhelm Átta ungar konur hafa boðað til áframhaldandi brjóstabyltingar á Austurvelli um næstu helgi. Forsvarskona verkefnisins segir brjóstabyltinguna á Twitter hafa verið lítið skref í að breyta venjum samfélagsins á þá vegu að framvegis verði alvanalegt að konur séu berbrjósta. Yfir 1100 manns hafa boðað komu sína. „Nú er bara að stíga þetta skrefinu lengra og breyta þessu í alvöru,“ segir Guðbjörg Ríkey Hauksdóttir en hún skipuleggur viðburðinn ásamt sjö öðrum konum. Þær fengu styrk frá Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar til að prenta hönnun listamannsins Sunnu Ben á boli sem seldir verða á viðburðinum og til að halda tónleika. Auk Guðbjargar standa fyrir viðburðinum þær Stefanía Pálsdóttir, Nanna Hermannsdóttir, Sóley Sigurjónsdóttir, Hildur Harðardóttir, Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir, Azra Crnac og Karen Björk Eyþórsdóttir.Einfalt mál „Við Stefanía vorum að ræða um þetta í vetur, að okkur langaði að gera eitthvað svona,“ segir Guðbjörg en þær stöllur furðuðu sig á því að karlmenn mættu ganga berir að ofan en konur þyrftu að hylja líkama sína. „Svo þegar byltingin byrjaði á Twitter þá ákváðum við að drífa í þessu. Breyta samfélaginu í alvörunni. Við getum verið berar að ofan eins og karlar. Þetta er svo einfalt.“ Hún nefnir sólardaga. Þá vilji konur alveg eins og karlar sóla líkama sinn. Hún nefnir einnig brjóstagjöf kvenna. „Það ætti auðvitað að vera sjálfsagt mál að konur gefi á brjóst á almannafæri. Þetta er það fyrsta sem við öll gerum þegar við komum í heiminn en samt er það eitthvað tabú.“ Byltingin miðar einnig að því að útrýma hefndarklámi með því að afklámvæða brjóst og taka valdið þar með úr höndum gerenda. „Hrelliklám er notað til að niðurlægja og niðurlægingin er það sem gefur þessu eitthvað kikk. Free the nipple hreyfingin er vopn margra þeirra kvenna að segja: „Hér er ég, þú getur ekki notað líkama minn gegn mér.““Þessir bolir verða til sölu á Austurvelli næstu helgi en Sunna Ben hannaði þá.Vísir/AðsendAbsúrd að fimm ára börn séu sett í bikiní Viðburðurinn er innlegg inn í kvenréttindabaráttuna „Kvenréttindabarátta er mikilvæg á öllum vígstöðum. Það eru bara hundrað ár síðan konur fengu að kjósa, enn ríkir launamisrétti og kvenfyrirlitning finnst allstaðar. Það er mikilvægt að breyta þessu.“ Hún lítur á rétt kvenna til þess að ganga um berbrjósta sem frelsismál. „Það er líka fáránlegt þegar maður pælir í því að þegar litlar stelpur eru að fara í sund þá eru þær settar í bikiní, þó að þær séu bara fimm ára, það þarf samt að hylja þær. Þetta snýst greinilega ekkert um brjóstin heldur snýst þetta um að þetta eru konur. Þetta er svo absúrd.“ Margt breyttist eftir #freethenipple byltinguna á Twitter að sögn Guðbjargar. Hún nefnir viðburð sem hún og vinkonur hennar stóðu fyrir í Laugardalslauginni sömu helgi og byltingin átti sér stað. Áttu konur að mæta berar að ofan og taka byltinguna víðar en innan veggja internetheima. „Það mættu rosalega margar stelpur,“ segir Guðbjörg. „Viðbrögðin voru þannig að fyrst voru allir rosalega hissa en svo varð öllum alveg sama. Þetta venst bara og verður alveg venjulegt.“ Viðburðurinn á Austurvelli kallast Frelsum geirvörtuna - Berbrystingar sameinumst og hefst klukkan 13.00. #FreeTheNipple Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Átta ungar konur hafa boðað til áframhaldandi brjóstabyltingar á Austurvelli um næstu helgi. Forsvarskona verkefnisins segir brjóstabyltinguna á Twitter hafa verið lítið skref í að breyta venjum samfélagsins á þá vegu að framvegis verði alvanalegt að konur séu berbrjósta. Yfir 1100 manns hafa boðað komu sína. „Nú er bara að stíga þetta skrefinu lengra og breyta þessu í alvöru,“ segir Guðbjörg Ríkey Hauksdóttir en hún skipuleggur viðburðinn ásamt sjö öðrum konum. Þær fengu styrk frá Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar til að prenta hönnun listamannsins Sunnu Ben á boli sem seldir verða á viðburðinum og til að halda tónleika. Auk Guðbjargar standa fyrir viðburðinum þær Stefanía Pálsdóttir, Nanna Hermannsdóttir, Sóley Sigurjónsdóttir, Hildur Harðardóttir, Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir, Azra Crnac og Karen Björk Eyþórsdóttir.Einfalt mál „Við Stefanía vorum að ræða um þetta í vetur, að okkur langaði að gera eitthvað svona,“ segir Guðbjörg en þær stöllur furðuðu sig á því að karlmenn mættu ganga berir að ofan en konur þyrftu að hylja líkama sína. „Svo þegar byltingin byrjaði á Twitter þá ákváðum við að drífa í þessu. Breyta samfélaginu í alvörunni. Við getum verið berar að ofan eins og karlar. Þetta er svo einfalt.“ Hún nefnir sólardaga. Þá vilji konur alveg eins og karlar sóla líkama sinn. Hún nefnir einnig brjóstagjöf kvenna. „Það ætti auðvitað að vera sjálfsagt mál að konur gefi á brjóst á almannafæri. Þetta er það fyrsta sem við öll gerum þegar við komum í heiminn en samt er það eitthvað tabú.“ Byltingin miðar einnig að því að útrýma hefndarklámi með því að afklámvæða brjóst og taka valdið þar með úr höndum gerenda. „Hrelliklám er notað til að niðurlægja og niðurlægingin er það sem gefur þessu eitthvað kikk. Free the nipple hreyfingin er vopn margra þeirra kvenna að segja: „Hér er ég, þú getur ekki notað líkama minn gegn mér.““Þessir bolir verða til sölu á Austurvelli næstu helgi en Sunna Ben hannaði þá.Vísir/AðsendAbsúrd að fimm ára börn séu sett í bikiní Viðburðurinn er innlegg inn í kvenréttindabaráttuna „Kvenréttindabarátta er mikilvæg á öllum vígstöðum. Það eru bara hundrað ár síðan konur fengu að kjósa, enn ríkir launamisrétti og kvenfyrirlitning finnst allstaðar. Það er mikilvægt að breyta þessu.“ Hún lítur á rétt kvenna til þess að ganga um berbrjósta sem frelsismál. „Það er líka fáránlegt þegar maður pælir í því að þegar litlar stelpur eru að fara í sund þá eru þær settar í bikiní, þó að þær séu bara fimm ára, það þarf samt að hylja þær. Þetta snýst greinilega ekkert um brjóstin heldur snýst þetta um að þetta eru konur. Þetta er svo absúrd.“ Margt breyttist eftir #freethenipple byltinguna á Twitter að sögn Guðbjargar. Hún nefnir viðburð sem hún og vinkonur hennar stóðu fyrir í Laugardalslauginni sömu helgi og byltingin átti sér stað. Áttu konur að mæta berar að ofan og taka byltinguna víðar en innan veggja internetheima. „Það mættu rosalega margar stelpur,“ segir Guðbjörg. „Viðbrögðin voru þannig að fyrst voru allir rosalega hissa en svo varð öllum alveg sama. Þetta venst bara og verður alveg venjulegt.“ Viðburðurinn á Austurvelli kallast Frelsum geirvörtuna - Berbrystingar sameinumst og hefst klukkan 13.00.
#FreeTheNipple Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira