Skortur á pólitískri samstöðu kom í veg fyrir sættir í landsdómsmálinu Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 6. júní 2015 19:30 Vilji var til þess hjá bæði íslenskum stjórnvöldum og Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, að leita sátta um landsdómsmálið og fella þannig niður kæru hans til Mannréttindadómstóls Evrópu. Skortur á pólitískri samstöðu kom í veg fyrir að sáttaumleitanir bæru árangur. Geir H. Haarde kærði íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu þann 21. október 2012 þar sem hann taldi ríkið meðal annars hafa brotið gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu er lúta að réttlátri málsmeðferð fyrir dómi. Vísaði hann í kærunni til dæma um stórlega aðfinnsluverð vinnubrögð Alþingis, saksóknara þess og Landsdóms. Mannréttindadómstóllinn óskaði þann 26. nóvember 2013 eftir afstöðu íslenskra stjórnvalda til kærunnar og sex spurningar lagðar fram. Í svari íslenskra stjórnvalda, sem fréttastofa hefur undir höndum, er gerð krafa um að öllum kæruatriðum verði vísað frá dómi eða þeim hafnað, þar sem ekki hefði verið brotið gegn mannréttindum Geirs. Málið var tekið fyrir á ríkisstjórnarfundi ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálftæðisflokks þann 7. apríl í fyrra. Í minnisblaði ríkisstjórnarinnar um málið kemur fram að vilji var til þess hjá báðum aðilum, bæði Geir og íslenskum stjórnvöldum, að leita sátta um málið. Þá segir í minnisblaði ríkisstjórnarinnar: „Í erindi dómstólsins er þess einnig farið á leit að stjórnvöld lýsi viðhorfi sínu til að ljúka málinu með sátt við kæranda. Af hálfu stjórnvalda og kæranda hefur áhersla verið lögð á að um slíka sátt myndi þurfa að ríkja breið pólitísk samstaða. Sáttaumleitanir á þeim forsendum hafa hins vegar ekki borið árangur.“ Ekki var því pólitísk samstaða um að leita sátta í málinu og fella þannig niður kæru Geirs til Mannréttindadómstólsins. Dómstóllinn hefur ekki tekið ákvörðun um að taka málið til efnismeðferðar en samkvæmt upplýsingum frá dómstólnum er niðurstöðu að vænta á næstu mánuðum. Landsdómur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Vilji var til þess hjá bæði íslenskum stjórnvöldum og Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, að leita sátta um landsdómsmálið og fella þannig niður kæru hans til Mannréttindadómstóls Evrópu. Skortur á pólitískri samstöðu kom í veg fyrir að sáttaumleitanir bæru árangur. Geir H. Haarde kærði íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu þann 21. október 2012 þar sem hann taldi ríkið meðal annars hafa brotið gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu er lúta að réttlátri málsmeðferð fyrir dómi. Vísaði hann í kærunni til dæma um stórlega aðfinnsluverð vinnubrögð Alþingis, saksóknara þess og Landsdóms. Mannréttindadómstóllinn óskaði þann 26. nóvember 2013 eftir afstöðu íslenskra stjórnvalda til kærunnar og sex spurningar lagðar fram. Í svari íslenskra stjórnvalda, sem fréttastofa hefur undir höndum, er gerð krafa um að öllum kæruatriðum verði vísað frá dómi eða þeim hafnað, þar sem ekki hefði verið brotið gegn mannréttindum Geirs. Málið var tekið fyrir á ríkisstjórnarfundi ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálftæðisflokks þann 7. apríl í fyrra. Í minnisblaði ríkisstjórnarinnar um málið kemur fram að vilji var til þess hjá báðum aðilum, bæði Geir og íslenskum stjórnvöldum, að leita sátta um málið. Þá segir í minnisblaði ríkisstjórnarinnar: „Í erindi dómstólsins er þess einnig farið á leit að stjórnvöld lýsi viðhorfi sínu til að ljúka málinu með sátt við kæranda. Af hálfu stjórnvalda og kæranda hefur áhersla verið lögð á að um slíka sátt myndi þurfa að ríkja breið pólitísk samstaða. Sáttaumleitanir á þeim forsendum hafa hins vegar ekki borið árangur.“ Ekki var því pólitísk samstaða um að leita sátta í málinu og fella þannig niður kæru Geirs til Mannréttindadómstólsins. Dómstóllinn hefur ekki tekið ákvörðun um að taka málið til efnismeðferðar en samkvæmt upplýsingum frá dómstólnum er niðurstöðu að vænta á næstu mánuðum.
Landsdómur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira