Heimir: Leikurinn með stórum stöfum Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. júní 2015 07:00 Birkir er á fullu með Pescara í umspili um sæti í ítölsku úrvalsdeildinni. vísir/ap FótboltiLars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar í fótbolta, kynntu í gær leikmannahópinn sem mætir Tékklandi í gríðarlega mikilvægum leik í undankeppni EM 2016 á Laugardalsvelli 12. júní. Þeir gera fjórar breytingar á hópnum. Inn koma markvörðurinn 39 ára gamli Gunnleifur Gunnleifsson fyrir Ingvar Jónsson, Kristinn Jónsson, bakvörður Breiðabliks, fyrir Hörð Björgvin Magnússon, Theodór Elmar Bjarnason kemur inn og Jón Guðni Fjóluson dettur út. Þá er Rúnar Már Sigurjónsson, leikmaður Sundsvall, í hópnum í stað Guðlaugs Victors Pálssonar.Engar áhyggjur af Kolbeini „Þetta er okkar val og eru þeir leikmenn sem við töldum henta best í þennan leik,“ sagði Heimir Hallgrímsson um valið. Allir leikmenn íslenska liðsins spiluðu mikið á síðustu leiktíð með sínum liðum eða eru að spila reglulega á Norðurlöndum. Leikmenn eins og Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Emil Hallfreðsson, Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason hafa allir verið í fantaformi með sínum liðum. Einn leikmaður sem hefur þó átt erfitt uppdráttar með landsliðinu jafnt og félagsliði sínu, Ajax, undanfarin misseri er Kolbeinn Sigþórsson. „Hann átti ekki sinn besta leik gegn Kasakstan og ég veit ekki af hverju hann spilar svona lítið með Ajax. Það er auðvitað ekki gott, en við vitum hvað hann gefur landsliðinu og hversu gaman honum finnst að spila með því þannig að ég hef engar áhyggjur af Kolbeini,“ sagði Lars Lagerbäck við Fréttablaðið í gær.Tvöfaldur möguleiki Leikurinn 12. júní er gríðarlega mikilvægur, því með sigri stígur liðið ekki bara stórt skref í áttina að sæti á EM 2016, heldur verður það í góðri stöðu þegar dregið verður til undankeppni HM 2018. „Þetta er leikurinn með stórum stöfum. Þetta er okkar möguleiki á að komast í undankeppnina,“ sagði Heimir og dró ekkert úr mikilvægi leiksins gegn Tékklandi. „Það eru ekki bara þrjú stig í boði heldur líka bónus. Sá bónus er að vera í öðrum styrkleikaflokki í undankeppni HM 2018. Það væri ansi vel gert að ná því,“ sagði Heimir. Staða landsliða á heimslista FIFA ræður í hvaða styrkleikaflokki þau verða í undankeppni HM og tryggir sigur á Tékkum okkur í 2. styrkleikaflokk.Birkir gæti fært fórn Upp er komin óvanaleg staða hjá landsliðinu með einn mikilvægasta mann liðsins, Birki Bjarnason. Hann er á fullu í umspili ítölsku B-deildarinnar um sæti í efstu deild þar í landi, en liðið á fyrir höndum leiki heima og að heiman gegn Bologna um síðasta sæti í A-deildinni. Fyrri leikurinn fer fram á föstudagskvöldið en sá síðari á þriðjudaginn, aðeins þremur dögum fyrir landsleikinn gegn Tékklandi. Umspilið fer inn á alþjóðlega leikdaga þannig að Ísland er í fullum rétti að kalla hann inn í liðið þannig að hann missi af leikjunum. „Við ætlum að taka ákvörðun þegar líður aðeins nær. Hans vilji er að koma heim en við ætlum ekkert að trufla fyrri leikinn hjá honum. Við leyfum honum að spila hann og tökum ákvörðun eftir þann leik,“ sagði Heimir Hallgrímsson. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Blikarnir Gunnleifur og Kristinn valdir í landsliðið Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbåck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag hópinn fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékkum þann 12. júní næstkomandi. 3. júní 2015 13:30 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
FótboltiLars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar í fótbolta, kynntu í gær leikmannahópinn sem mætir Tékklandi í gríðarlega mikilvægum leik í undankeppni EM 2016 á Laugardalsvelli 12. júní. Þeir gera fjórar breytingar á hópnum. Inn koma markvörðurinn 39 ára gamli Gunnleifur Gunnleifsson fyrir Ingvar Jónsson, Kristinn Jónsson, bakvörður Breiðabliks, fyrir Hörð Björgvin Magnússon, Theodór Elmar Bjarnason kemur inn og Jón Guðni Fjóluson dettur út. Þá er Rúnar Már Sigurjónsson, leikmaður Sundsvall, í hópnum í stað Guðlaugs Victors Pálssonar.Engar áhyggjur af Kolbeini „Þetta er okkar val og eru þeir leikmenn sem við töldum henta best í þennan leik,“ sagði Heimir Hallgrímsson um valið. Allir leikmenn íslenska liðsins spiluðu mikið á síðustu leiktíð með sínum liðum eða eru að spila reglulega á Norðurlöndum. Leikmenn eins og Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Emil Hallfreðsson, Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason hafa allir verið í fantaformi með sínum liðum. Einn leikmaður sem hefur þó átt erfitt uppdráttar með landsliðinu jafnt og félagsliði sínu, Ajax, undanfarin misseri er Kolbeinn Sigþórsson. „Hann átti ekki sinn besta leik gegn Kasakstan og ég veit ekki af hverju hann spilar svona lítið með Ajax. Það er auðvitað ekki gott, en við vitum hvað hann gefur landsliðinu og hversu gaman honum finnst að spila með því þannig að ég hef engar áhyggjur af Kolbeini,“ sagði Lars Lagerbäck við Fréttablaðið í gær.Tvöfaldur möguleiki Leikurinn 12. júní er gríðarlega mikilvægur, því með sigri stígur liðið ekki bara stórt skref í áttina að sæti á EM 2016, heldur verður það í góðri stöðu þegar dregið verður til undankeppni HM 2018. „Þetta er leikurinn með stórum stöfum. Þetta er okkar möguleiki á að komast í undankeppnina,“ sagði Heimir og dró ekkert úr mikilvægi leiksins gegn Tékklandi. „Það eru ekki bara þrjú stig í boði heldur líka bónus. Sá bónus er að vera í öðrum styrkleikaflokki í undankeppni HM 2018. Það væri ansi vel gert að ná því,“ sagði Heimir. Staða landsliða á heimslista FIFA ræður í hvaða styrkleikaflokki þau verða í undankeppni HM og tryggir sigur á Tékkum okkur í 2. styrkleikaflokk.Birkir gæti fært fórn Upp er komin óvanaleg staða hjá landsliðinu með einn mikilvægasta mann liðsins, Birki Bjarnason. Hann er á fullu í umspili ítölsku B-deildarinnar um sæti í efstu deild þar í landi, en liðið á fyrir höndum leiki heima og að heiman gegn Bologna um síðasta sæti í A-deildinni. Fyrri leikurinn fer fram á föstudagskvöldið en sá síðari á þriðjudaginn, aðeins þremur dögum fyrir landsleikinn gegn Tékklandi. Umspilið fer inn á alþjóðlega leikdaga þannig að Ísland er í fullum rétti að kalla hann inn í liðið þannig að hann missi af leikjunum. „Við ætlum að taka ákvörðun þegar líður aðeins nær. Hans vilji er að koma heim en við ætlum ekkert að trufla fyrri leikinn hjá honum. Við leyfum honum að spila hann og tökum ákvörðun eftir þann leik,“ sagði Heimir Hallgrímsson.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Blikarnir Gunnleifur og Kristinn valdir í landsliðið Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbåck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag hópinn fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékkum þann 12. júní næstkomandi. 3. júní 2015 13:30 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Blikarnir Gunnleifur og Kristinn valdir í landsliðið Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbåck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag hópinn fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékkum þann 12. júní næstkomandi. 3. júní 2015 13:30