Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Ármannsheimilinu og tók myndirnar sem fylgja fréttinni.
Í kvennaflokki vann Norma Dögg Róbertsdóttir til tveggja gullverðlauna; í stökki og á jafnvægisslá.
Norma fékk 14,000 stig í stökki en silfurverðlaunin komu í hlut Sigríðar Bergþórsdóttur sem fékk 13,450 stig.
Norma fékk 12,900 stig á jafnvægisslá en Thelma Rut Hermannsdóttir lenti í 6. sæti með 11,550 stig.
Thelma vann sigur í gólfæfingum en hún fékk 13,300 stig. Sigríður Bergþórsdóttir kom fast á hæla hennar með 12,900 stig. Myndband af gólfæfingum Thelmu má sjá hér að neðan.
Dominiqua Belányi bar sigur úr býtum í keppni á tvíslá en hún hlaut 12,600 stig fyrir æfingar sínar. Peppijna Dalli frá Möltu fékk 11,800 stig í 2. sæti. Tinna Óðinsdóttir hafnaði í 5. sæti með 10,100 stig.
Í karlaflokki vann Valgarð Reinhardsson til fernra silfurverðlauna; í gólfæfingum, bogahesti, tvíslá og jafnvægisslá. Eyþór Baldursson fékk bronsverðlaun á jafnvægisslá.
Öll úrslit í kvennaflokki má sjá með því að smella hér og öll úrslit í karlaflokki með því að smella hér.