Fótbolti

Birkir Bjarnason orðinn of dýr fyrir Leeds

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Birkir Bjarnason er mjög eftirsóttur.
Birkir Bjarnason er mjög eftirsóttur. vísir/getty
Kapphlaupið um íslenska landsliðsmanninn Birki Bjarnason stendur nú sem hæst, en eins og greint hefur verið frá undanfarna daga slást ítölsku liðin Palermo, Torino og Atalanta um Birki.

Samkvæmt frétt calciomercato.it vill Empoli einnig fá Birki í sínar raðir, en liðið reyndi einnig að fá hann í janúar. Birkir kaus þá að vera áfram hjá Pescara og reyna að hjálpa liðinu upp í efstu deild. Það tókst ekki.

Enska B-deildarliðið Leeds er einnig mjög áhugasamt um að fá Birki til sín, en nýráðinn stjóri félagsins, Uwe Rösler, þjálfaði Birki hjá Viking í Stavanger.

Enski vefmiðilinn Hereisthecity greinir þó frá því að Birkir sé orðinn of dýr fyrir Leeds.

Pescara er sagt vilja fá 2,5-3 milljónir evra fyrir Birki sem eru 373-448 milljónir króna. Þannig upphæð ræður Leeds ekki við að greiða fyrir leikmann.


Tengdar fréttir

Fimm félög vilja fá Birki

Ítalskir fjölmiðlar segja að Birkir Bjarnason geti valið á milli fjögurra liða í ítölsku úrvalsdeildinni sem og Leeds á Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×