Úrslitin í Danmörku ráðast á síðustu atkvæðunum Heimir Már Pétursson skrifar 18. júní 2015 18:35 Útgönguspár benda til þess að hægri blokkin vinni dönsku þingkosningarnar með 50,9 prósentum atkvæða en kjörstöðum var lokað klukkan sex að íslenskum tíma. Danska stjórnin er því fallin samkvæmt þessu. Búist er við að talningu ljúki um klukkan tíu í kvöld og þá liggi endanlega fyrir hver verður forsætisráðherra Danmerkur næstu fjögur árin. Þingkosningarnar í Danmörku eru mjög spennandi þar sem kannanir síðustu daga hafa ýmist sýnt vinstriblokk Helle Thoring Schmidt forsætisráðherra og formanns Jafnaðarmannaflokksins eða hægriblokkina undir forystu Lars Lökke Rasmussen formanns Venstre ná naumum meirihluta. Hvert atkvæði skiptir því máli í þessum kosningum sem forsætisráðherrann boðaði í dag um þremur mánuðum áður en kjörtímabilið rennur út í september. Helle Thorning Schmidt var ekki viss um sigur þegar hún mætti á kjörstað í dag. „Það er fólksins að ákveða og ég held að þetta muni standa mjög tæpt. Ég vona að nógu margir styðji þá stefnu sem við höfum markað fyrir Danmörku, með styrkingu efnahagslífsins og auknum framlögum til velferðarmála. Ef það er það sem fólkið vill ætti það að kjósa Jafnaðarmannaflokkinn,“ sagði Helle sem varð fyrst kvenna til að verða forsætisráðherra í Danmörku í kosningunum árið 2011. Það er fátítt að algerar kollsteypur verði í dönskum kosningum og þar ríkir almenn sátt um helstu þætti samfélagsgerðarinnar, þótt vissulega sé áherslumunur milli fylkinga. Lars Lökke og hægriblokkinn hefur til að mynda lagt meiri áherslu á innflytjendamál í þessum kosningum en áður. „Ég, flokkurinn minn og samtök hægriblokkarinnar í heild berjumst fyrir hverju einasta atkvæði. Við hættum ekki kosningabaráttunni fyrr henni lýkur að fullu,“ sagði Lars Lökke á kjörstað í morgun. Kjörstöðum var lokað klukkan sex að íslenskum tíma og benda útgönguspár til þess að Blá blokkinn hafi nauman sigur með 50,9 prósentum atkvæða og 89 þingmenn. Rauða blokkinn fengi 49,1 prósent og 86 þingmenn. Níutíu þingmenn þarf til að mynda meirihluta og því gætu fjórir þingmenn Færeyja og Grænlands skipt sköpum. En búast má við lokatölum í þessum sögulegu kosningum um klukkan tíu í kvöld. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Útgönguspár benda til þess að hægri blokkin vinni dönsku þingkosningarnar með 50,9 prósentum atkvæða en kjörstöðum var lokað klukkan sex að íslenskum tíma. Danska stjórnin er því fallin samkvæmt þessu. Búist er við að talningu ljúki um klukkan tíu í kvöld og þá liggi endanlega fyrir hver verður forsætisráðherra Danmerkur næstu fjögur árin. Þingkosningarnar í Danmörku eru mjög spennandi þar sem kannanir síðustu daga hafa ýmist sýnt vinstriblokk Helle Thoring Schmidt forsætisráðherra og formanns Jafnaðarmannaflokksins eða hægriblokkina undir forystu Lars Lökke Rasmussen formanns Venstre ná naumum meirihluta. Hvert atkvæði skiptir því máli í þessum kosningum sem forsætisráðherrann boðaði í dag um þremur mánuðum áður en kjörtímabilið rennur út í september. Helle Thorning Schmidt var ekki viss um sigur þegar hún mætti á kjörstað í dag. „Það er fólksins að ákveða og ég held að þetta muni standa mjög tæpt. Ég vona að nógu margir styðji þá stefnu sem við höfum markað fyrir Danmörku, með styrkingu efnahagslífsins og auknum framlögum til velferðarmála. Ef það er það sem fólkið vill ætti það að kjósa Jafnaðarmannaflokkinn,“ sagði Helle sem varð fyrst kvenna til að verða forsætisráðherra í Danmörku í kosningunum árið 2011. Það er fátítt að algerar kollsteypur verði í dönskum kosningum og þar ríkir almenn sátt um helstu þætti samfélagsgerðarinnar, þótt vissulega sé áherslumunur milli fylkinga. Lars Lökke og hægriblokkinn hefur til að mynda lagt meiri áherslu á innflytjendamál í þessum kosningum en áður. „Ég, flokkurinn minn og samtök hægriblokkarinnar í heild berjumst fyrir hverju einasta atkvæði. Við hættum ekki kosningabaráttunni fyrr henni lýkur að fullu,“ sagði Lars Lökke á kjörstað í morgun. Kjörstöðum var lokað klukkan sex að íslenskum tíma og benda útgönguspár til þess að Blá blokkinn hafi nauman sigur með 50,9 prósentum atkvæða og 89 þingmenn. Rauða blokkinn fengi 49,1 prósent og 86 þingmenn. Níutíu þingmenn þarf til að mynda meirihluta og því gætu fjórir þingmenn Færeyja og Grænlands skipt sköpum. En búast má við lokatölum í þessum sögulegu kosningum um klukkan tíu í kvöld.
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira