Heimsmet í rítalínnotkun og ofgreining á ADHD Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 21. júní 2015 11:15 María Einisdóttir Vísir/Valli María Einisdóttir er hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans. Hún var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu, sem hægt er að hlusta á í heild sinni hér að ofan. María ræðir um verkfallið, ástandið á spítalanum, virðingarleysið í garð kvennastétta og ofgreiningar á öllu mögulegu. Hún segir dapurt um að líta á Landspítalanum þessa dagana.En af hverju eiga Íslendingar heimsmet í Rítalín notkun? „Þetta hefur þróast ansi óheppilega á Íslandi, það verður að segjast eins og er. Það sem er svo hættulegt við að nota þetta sem stungulyf er að það er svo stuttur helmingunartíminn. Þetta er svo fljótt úr líkamanum og fólk er að sprauta sig 10-20 sinnum á dag, það ógnar heilsu fólks verulega svo ekki sé meira sagt. Þetta er mjög hættulegt lyf, og við höfum miklar áhyggjur af þessu,“ segir María, sem tekur við mörgum rítalínfíklum á fíknigeðdeild LSH. „Það er of mikð aðgengi að lyfinu og það er einhver innflutningur líka. Það þarf að taka heildstætt á vandanum. Það er vinna í gangi við að reyna kortleggja þetta og stemma stigu við þessu, en þetta er mjög alvarlegt mál.“ „Varðandi hópinn sem hefur þessa ADHD greiningu, það þarf að meðhöndla það. Þau svara vel þessum lyfjum. En það hefur líka sýnt sig að hugræn atferlismeðferð kemur að gagni. Við erum með ADHD teymi á spítalanum sem er með mjög vandaða greiningarvinnu og setur svo af stað meðferðina. Það er mjög gott eftirlit með þeim hópi. Það er hreinlega þjóðhaglsega hagkvæmt að sinna fólki með ADHD mjög vel,“ segir María en bætir þó við að ekki allir með greiningu þurfi að fara á lyf. „Það hefur sýnt sig að þessu fólki er hættara við að detta út úr skólakerfinu, eiga erfiðara með að fá vinnu og halda vinnum - rekast illa. Lenda jafnvel upp á kant við lögin, með styttri kveikjuþráð en meðaljóninn. Það er einföld heilsuhagfræði sem segir okkur að þetta borgar sig. Það borgar sig að veita þessu unga fólki góða meðferð.“ María segir eina skýringu á Rítalín ofnotkun geti verið ofgreining. „Þess vegna var farið í þessa vegferð að stofna þetta teymi. Það er þverfaglegt teymi sem kemur að greiningunni og tíu til tólf klukktimar sem fara í hverja greiningu.“ Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Sjá meira
María Einisdóttir er hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans. Hún var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu, sem hægt er að hlusta á í heild sinni hér að ofan. María ræðir um verkfallið, ástandið á spítalanum, virðingarleysið í garð kvennastétta og ofgreiningar á öllu mögulegu. Hún segir dapurt um að líta á Landspítalanum þessa dagana.En af hverju eiga Íslendingar heimsmet í Rítalín notkun? „Þetta hefur þróast ansi óheppilega á Íslandi, það verður að segjast eins og er. Það sem er svo hættulegt við að nota þetta sem stungulyf er að það er svo stuttur helmingunartíminn. Þetta er svo fljótt úr líkamanum og fólk er að sprauta sig 10-20 sinnum á dag, það ógnar heilsu fólks verulega svo ekki sé meira sagt. Þetta er mjög hættulegt lyf, og við höfum miklar áhyggjur af þessu,“ segir María, sem tekur við mörgum rítalínfíklum á fíknigeðdeild LSH. „Það er of mikð aðgengi að lyfinu og það er einhver innflutningur líka. Það þarf að taka heildstætt á vandanum. Það er vinna í gangi við að reyna kortleggja þetta og stemma stigu við þessu, en þetta er mjög alvarlegt mál.“ „Varðandi hópinn sem hefur þessa ADHD greiningu, það þarf að meðhöndla það. Þau svara vel þessum lyfjum. En það hefur líka sýnt sig að hugræn atferlismeðferð kemur að gagni. Við erum með ADHD teymi á spítalanum sem er með mjög vandaða greiningarvinnu og setur svo af stað meðferðina. Það er mjög gott eftirlit með þeim hópi. Það er hreinlega þjóðhaglsega hagkvæmt að sinna fólki með ADHD mjög vel,“ segir María en bætir þó við að ekki allir með greiningu þurfi að fara á lyf. „Það hefur sýnt sig að þessu fólki er hættara við að detta út úr skólakerfinu, eiga erfiðara með að fá vinnu og halda vinnum - rekast illa. Lenda jafnvel upp á kant við lögin, með styttri kveikjuþráð en meðaljóninn. Það er einföld heilsuhagfræði sem segir okkur að þetta borgar sig. Það borgar sig að veita þessu unga fólki góða meðferð.“ María segir eina skýringu á Rítalín ofnotkun geti verið ofgreining. „Þess vegna var farið í þessa vegferð að stofna þetta teymi. Það er þverfaglegt teymi sem kemur að greiningunni og tíu til tólf klukktimar sem fara í hverja greiningu.“
Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Sjá meira