Andre Iguodala einstakur meðal þeirra sem hafa verið kosnir bestir | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júní 2015 13:30 Andre Iguodala og Stephen Curry kyssa hér bikarinn. Vísir/Getty Andre Iguodala, leikmaður Golden State Warriors, var í nótt kosinn besti leikmaður NBA-lokaúrslita í ár eftir að Golden State tryggði sér titilinn með því að vinna Cleveland Cavaliers í sjötta leik liðanna. Andre Iguodala skrifaði söguna með því að fá þessi verðlaun því aldrei áður hefur leikmaður fengið þau sem hefur ekki verið í byrjunarliðinu í öllum leikjum lokaúrslitanna. Þetta var líka í fyrsta sinn frá 1980 (Kareem Abdul-Jabbar og Magic Johnson) þar sem liðsfélagar skipta með sér verðlaunum sem besti leikmaður deildarkeppninnar (Stephen Curry) og besti leikmaður úrslitanna. Andre Iguodala kom inn í byrjunarliðið í leik fjögur eftir að Golden State Warriors liðið var komið 2-1 undir í úrslitaeinvíginu og næsti leikur var á heimavelli Cleveland. Andre Iguodala byrjaði 758 fyrstu leiki sína í NBA en sætti sig við að koma inn af bekknum þegar Steve Kerr tók við liði Golden State Warriors síðasta haust. Hann komst síðan ekki í byrjunarliðið fyrr en í leik fjögur þegar Kerr skipti um leikstíl og fór að spila með mun lávaxnara lið. Eitt aðalverkefni Andre Iguodala var að reyna að hægja á LeBron James alveg eins og hlutverkið var hjá San Antonio Spurs manninum Kawhi Leonard sem var kosinn bestur í fyrra. James hitti aðeins úr 38 prósent skota sinna í úrslitaeinvíginu og virtist vera alveg útkeyrður í lokaleiknum. Andre Iguodala var með 16,3 stig, 5,8 fráköst og 4,0 stoðsendingar að meðaltali í lokaúrslitunum en hann var með yfir 20 stig að meðaltali í síðustu þremur leikjunum sem Goldan State vann alla og þá var hann með 25 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar í síðasta leiknum í nótt. „Hann var frábær í allri seríunni en það var hann sem bjargaði tímabilinu fyrir okkur. Ég segi alltaf að Andre er fagmaður fagmannanna. Hann er mjög „pró“ í öllu og það sést. Þess vegna er hann bestur og þessa vegna erum við meistarar," sagði Draymond Green. „Ég var bara að spila minn leik. Ef maður finnur sig þá lætur maður bara vaða á körfuna. Ef ég tel að ég geti komið öðrum í betra færi þá geri ég það," sagði Andre Iguodala.Your 2015 #NBAFinals MVP - @andre Iguodala! » http://t.co/PtKzLKelY9 pic.twitter.com/gxlSwVRWOV— Golden St. Warriors (@warriors) June 17, 2015 NBA Tengdar fréttir Golden State NBA-meistari en Curry var ekki valinn bestur | Myndbönd Golden State Warriors kórónaði frábært tímabil í nótt með því að tryggja sér fyrsta NBA-meistaratitil félagsins í 40 ár þegar liðið vann sjötta leikinn í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland Cavaliers. 17. júní 2015 10:50 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Sjá meira
Andre Iguodala, leikmaður Golden State Warriors, var í nótt kosinn besti leikmaður NBA-lokaúrslita í ár eftir að Golden State tryggði sér titilinn með því að vinna Cleveland Cavaliers í sjötta leik liðanna. Andre Iguodala skrifaði söguna með því að fá þessi verðlaun því aldrei áður hefur leikmaður fengið þau sem hefur ekki verið í byrjunarliðinu í öllum leikjum lokaúrslitanna. Þetta var líka í fyrsta sinn frá 1980 (Kareem Abdul-Jabbar og Magic Johnson) þar sem liðsfélagar skipta með sér verðlaunum sem besti leikmaður deildarkeppninnar (Stephen Curry) og besti leikmaður úrslitanna. Andre Iguodala kom inn í byrjunarliðið í leik fjögur eftir að Golden State Warriors liðið var komið 2-1 undir í úrslitaeinvíginu og næsti leikur var á heimavelli Cleveland. Andre Iguodala byrjaði 758 fyrstu leiki sína í NBA en sætti sig við að koma inn af bekknum þegar Steve Kerr tók við liði Golden State Warriors síðasta haust. Hann komst síðan ekki í byrjunarliðið fyrr en í leik fjögur þegar Kerr skipti um leikstíl og fór að spila með mun lávaxnara lið. Eitt aðalverkefni Andre Iguodala var að reyna að hægja á LeBron James alveg eins og hlutverkið var hjá San Antonio Spurs manninum Kawhi Leonard sem var kosinn bestur í fyrra. James hitti aðeins úr 38 prósent skota sinna í úrslitaeinvíginu og virtist vera alveg útkeyrður í lokaleiknum. Andre Iguodala var með 16,3 stig, 5,8 fráköst og 4,0 stoðsendingar að meðaltali í lokaúrslitunum en hann var með yfir 20 stig að meðaltali í síðustu þremur leikjunum sem Goldan State vann alla og þá var hann með 25 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar í síðasta leiknum í nótt. „Hann var frábær í allri seríunni en það var hann sem bjargaði tímabilinu fyrir okkur. Ég segi alltaf að Andre er fagmaður fagmannanna. Hann er mjög „pró“ í öllu og það sést. Þess vegna er hann bestur og þessa vegna erum við meistarar," sagði Draymond Green. „Ég var bara að spila minn leik. Ef maður finnur sig þá lætur maður bara vaða á körfuna. Ef ég tel að ég geti komið öðrum í betra færi þá geri ég það," sagði Andre Iguodala.Your 2015 #NBAFinals MVP - @andre Iguodala! » http://t.co/PtKzLKelY9 pic.twitter.com/gxlSwVRWOV— Golden St. Warriors (@warriors) June 17, 2015
NBA Tengdar fréttir Golden State NBA-meistari en Curry var ekki valinn bestur | Myndbönd Golden State Warriors kórónaði frábært tímabil í nótt með því að tryggja sér fyrsta NBA-meistaratitil félagsins í 40 ár þegar liðið vann sjötta leikinn í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland Cavaliers. 17. júní 2015 10:50 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Sjá meira
Golden State NBA-meistari en Curry var ekki valinn bestur | Myndbönd Golden State Warriors kórónaði frábært tímabil í nótt með því að tryggja sér fyrsta NBA-meistaratitil félagsins í 40 ár þegar liðið vann sjötta leikinn í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland Cavaliers. 17. júní 2015 10:50
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum