Viðskipti erlent

Ekki Frakka að neyða fram grískan niðurskurð

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ásamt Francoise Hollande, Frakklandsforseta.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ásamt Francoise Hollande, Frakklandsforseta. VÍSIR/GETTY
Fátt getur komið í veg fyrir að Grikklandi yfirgefi Evrusamstarfið og lítill tími er til stefnu. Þetta sagði Francoise Hollande, frakklandsforseti í nótt, en viðræður milli yfirvalda í Grikklandi og Evrópusambandsins hafa runnið út í sandinn.

Lítið miðar í átt að samkomulagi en þeir hafa samþykkt eitt skilyrði fyrir neyðarláni frá Evrópusambandinu. Hollande sagði það vera yfirvalda í Grikklandi að ákveða næstu skref og jafnframt væri það ekki hlutverki Frakklands að neyða Grikki til að grípa til frekari niðurskurðar.

Búist er við að Syriza-flokkurinn tilkynni á næstu dögum að Grikkir fari hina svokölluðu Íslensku leið sem felur í sér að gríska ríkið taki yfir grísku banka og að sett verði á gjaldeyrishöft.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×