Öskubuskuævintýrin í undankeppni EM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. júní 2015 07:00 Íslensku strákarnir eru komnir langleiðina til Frakklands. vísir/ernir Knattspyrnuáhugamenn á Íslandi svífa enn um á bleiku skýi eftir magnaðan sigur strákanna okkar á Tékkum á Laugardalsvellinum á föstudag. Með sigrinum komst Ísland á topp riðilsins og upp í annan styrkleikaflokk fyrir undankeppni HM 2018 en dregið verður í riðla í næsta mánuði. Markatalan ein og sér [14-3] sýnir hvers konar gæðaflokki íslenska knattspyrnulandsliðið er komið í. Hróður íslenska landsliðsins er fyrir löngu farinn að berast út um allar trissur og hefur árangurinn vakið verðskuldaða athygli. En öskubuskuævintýrin gerast víðar en á Íslandi og óvænt úrslit hafa víða litið dagsins ljós.Gareth Bale hefur skorað fimm mörk í undankeppni EM.vísir/gettyTöframaðurinn Gareth Bale Fyrir fjórum árum var knattspyrnan í Wales á mjög svipuðum slóðum og sú íslenska. Staða liðanna á lista FIFA var svo slæm að bæði voru í allra neðsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðla – þar sem lið eins og San Marínó, Andorra, Lúxemborg og Liechtenstein eru fastagestir. Wales var í 112. sæti og Ísland í 121. sæti. Á meðan okkar menn blómstruðu og fóru alla leið í umspilið þar sem þeir töpuðu fyrir Króatíu voru þeir velsku í basli í sínum riðli og voru í næstneðsta sæti hans. Meðal annars mátti Wales þola 6-1 tap fyrir Serbíu. Síðan þá hefur uppgangur liðsins verið jafn og þéttur. Það hefur aðeins tapað einum leik í tæp tvö ár (vináttuleik gegn Hollandi í júní í fyrra) og um leið rokið upp styrkleikatöfluna. Sigur liðsins á Belgíu á föstudag, þar sem hinn magnaði Gareth Bale skoraði eina mark leiksins, mun væntanlega fleyta liðinu alla leið upp í sjöunda sæti næsta styrkleikalista FIFA og þar með upp í efsta styrkleikaflokk fyrir HM-dráttinn í næsta mánuði. Bale hefur skorað fimm af þrettán mörkum Wales í keppninni til þessa. Wales hefur aðeins einu sinni komist á stórmót – á HM 1958. „Þetta sýnir hversu langt við höfum náð sem þjóð,“ sagði Liverpool-maðurinn Joe Allen um árangurinn. „Og það er frábær tilfinning að sjá allt erfiðið borga sig.“Færeyingar fagna sigrinum á Grikkjum um helgina.vísir/afpRúmenar svífa hátt Rúmenía þekkir það vel að spila á stórmótum en eftir HM 1994, þar sem Gheorghe Hagi fór með eftirminnilegt lið Rúmena í 8-liða úrslitin, hefur liðið tvisvar komist á stórmót. Rúmenar hafa þó oftast staðið sig afar vel í undankeppnunum og aldrei fallið langt niður á styrkleikalista FIFA. Þó að engin stórstjarna sé í liðinu og fáir spili með evrópskum stórliðum hafa úrslitin sannað að fáir standast Rúmenum snúning þessa stundina. Liðið er enn ósigrað í sínum riðli í undankeppni EM og verður, rétt eins og Wales, í efsta styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM 2018 sem fjórða besta Evrópuþjóðin.Færeyjar í fjórða flokki Fleiri ævintýri hafa verið að gerast víða um Evrópu og eitt besta og nærtækasta dæmið er í Færeyjum. Sigur liðsins á Grikkjum um helgina kom á hárréttum tíma því samkvæmt útreikningum spekinga um FIFA-listann verða Færeyjar í fyrsta sinn á meðal 100 efstu þjóða á listanum og í fjórða styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM 2018. Í þeim flokki verða einnig öflugar knattspyrnuþjóðir eins og Tyrkland, Slóvenía, Írland og Noregur. Þar á bæ þykir mörgum það sjálfsagt slæmur vitnisburður að vera settur í sama flokk og smálið Færeyja en það ber vitni um hversu góður árangur þessarar 50 þúsund manna þjóðar í raun er. Dregið verður í riðla í undankeppni EM í St. Pétursborg þann 25. júlí og verður þá stuðst við nýjasta styrkleikalista FIFA sem ekki kemur út fyrr en 9. júlí. En hér til hliðar má sjá hvernig flokkarnir líta út miðað við útreikninga Dales Johnson, blaðamanns ESPN. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Íslenski boltinn Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Fleiri fréttir Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ Sjá meira
Knattspyrnuáhugamenn á Íslandi svífa enn um á bleiku skýi eftir magnaðan sigur strákanna okkar á Tékkum á Laugardalsvellinum á föstudag. Með sigrinum komst Ísland á topp riðilsins og upp í annan styrkleikaflokk fyrir undankeppni HM 2018 en dregið verður í riðla í næsta mánuði. Markatalan ein og sér [14-3] sýnir hvers konar gæðaflokki íslenska knattspyrnulandsliðið er komið í. Hróður íslenska landsliðsins er fyrir löngu farinn að berast út um allar trissur og hefur árangurinn vakið verðskuldaða athygli. En öskubuskuævintýrin gerast víðar en á Íslandi og óvænt úrslit hafa víða litið dagsins ljós.Gareth Bale hefur skorað fimm mörk í undankeppni EM.vísir/gettyTöframaðurinn Gareth Bale Fyrir fjórum árum var knattspyrnan í Wales á mjög svipuðum slóðum og sú íslenska. Staða liðanna á lista FIFA var svo slæm að bæði voru í allra neðsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðla – þar sem lið eins og San Marínó, Andorra, Lúxemborg og Liechtenstein eru fastagestir. Wales var í 112. sæti og Ísland í 121. sæti. Á meðan okkar menn blómstruðu og fóru alla leið í umspilið þar sem þeir töpuðu fyrir Króatíu voru þeir velsku í basli í sínum riðli og voru í næstneðsta sæti hans. Meðal annars mátti Wales þola 6-1 tap fyrir Serbíu. Síðan þá hefur uppgangur liðsins verið jafn og þéttur. Það hefur aðeins tapað einum leik í tæp tvö ár (vináttuleik gegn Hollandi í júní í fyrra) og um leið rokið upp styrkleikatöfluna. Sigur liðsins á Belgíu á föstudag, þar sem hinn magnaði Gareth Bale skoraði eina mark leiksins, mun væntanlega fleyta liðinu alla leið upp í sjöunda sæti næsta styrkleikalista FIFA og þar með upp í efsta styrkleikaflokk fyrir HM-dráttinn í næsta mánuði. Bale hefur skorað fimm af þrettán mörkum Wales í keppninni til þessa. Wales hefur aðeins einu sinni komist á stórmót – á HM 1958. „Þetta sýnir hversu langt við höfum náð sem þjóð,“ sagði Liverpool-maðurinn Joe Allen um árangurinn. „Og það er frábær tilfinning að sjá allt erfiðið borga sig.“Færeyingar fagna sigrinum á Grikkjum um helgina.vísir/afpRúmenar svífa hátt Rúmenía þekkir það vel að spila á stórmótum en eftir HM 1994, þar sem Gheorghe Hagi fór með eftirminnilegt lið Rúmena í 8-liða úrslitin, hefur liðið tvisvar komist á stórmót. Rúmenar hafa þó oftast staðið sig afar vel í undankeppnunum og aldrei fallið langt niður á styrkleikalista FIFA. Þó að engin stórstjarna sé í liðinu og fáir spili með evrópskum stórliðum hafa úrslitin sannað að fáir standast Rúmenum snúning þessa stundina. Liðið er enn ósigrað í sínum riðli í undankeppni EM og verður, rétt eins og Wales, í efsta styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM 2018 sem fjórða besta Evrópuþjóðin.Færeyjar í fjórða flokki Fleiri ævintýri hafa verið að gerast víða um Evrópu og eitt besta og nærtækasta dæmið er í Færeyjum. Sigur liðsins á Grikkjum um helgina kom á hárréttum tíma því samkvæmt útreikningum spekinga um FIFA-listann verða Færeyjar í fyrsta sinn á meðal 100 efstu þjóða á listanum og í fjórða styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM 2018. Í þeim flokki verða einnig öflugar knattspyrnuþjóðir eins og Tyrkland, Slóvenía, Írland og Noregur. Þar á bæ þykir mörgum það sjálfsagt slæmur vitnisburður að vera settur í sama flokk og smálið Færeyja en það ber vitni um hversu góður árangur þessarar 50 þúsund manna þjóðar í raun er. Dregið verður í riðla í undankeppni EM í St. Pétursborg þann 25. júlí og verður þá stuðst við nýjasta styrkleikalista FIFA sem ekki kemur út fyrr en 9. júlí. En hér til hliðar má sjá hvernig flokkarnir líta út miðað við útreikninga Dales Johnson, blaðamanns ESPN.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Íslenski boltinn Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Fleiri fréttir Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ Sjá meira