Heimir: Hvar endar þetta? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. júní 2015 22:03 Vísir/Ernir „Þetta er sennilega stærsti sigur Íslands undir okkar stjórn," sagði glaður landsliðsþjálfari, Heimir Hallgrímsson, og skal engan undra að hann hafi brosað. „Þetta var mikilvægur sigur að svo mörgu leyti. Að ná toppsætinu á þessum tímapunkti, komast skrefinu á undan Tékkum. Innbyrðisviðureignir jafnar en við erum með mun betri markatölu. Það telur mikið í lokin. Sömuleiðis gefur þetta okkur líklega annan styrkleikaflokk þegar dregið verður í undankeppni HM. Þessi sigur gefur okkur alveg ótrúlega mikið." Heimir viðurkenndi að það hefði farið svolítið um hann þegar Tékkarnir komust yfir í leiknum. „Það fer alltaf hrollur um mann þegar það er skorað gegn okkur og það hefði verið rosalega slæmt að missa Tékkana fjórum stigum á undan okkur og eiga svo erfiðan leik næst í Hollandi. Maður er svo óendanlega stoltur af þessum strákum. Það er svo mikill karakter í þeim. Þeir geta alltaf grafið dýpra eftir karakternum. Hvar endar þetta?" spurði Heimir og brosti allan hringinn. Hann veit sem er að Ísland tók ansi stórt skref í átt að EM í Frakklandi með þessum sigri í kvöld. „Stefnan er að komast til Frakklands og vonandi rætist sá draumur. Við höfum verið mjög meðvitaðir samt um að fara ekki fram úr okkur. Ég vona að þið fjölmiðlamenn gerið það ekki heldur og bara Íslendingar almennt. Við höfum náð þessum úrslitum með því að vera einbeittir á verkefnið og ekki halda að við séum mikið betri en andstæðingurinn." Það var búið að fara mikið yfir fyrri leikinn í Tékklandi en Heimir segir að þessi leikur hafi samt ekki spilast alveg eins og hann átti von á. „Þetta spilaðist öðruvísi en ég átti von á. Þeir sýndu okkur mikla virðingu og voru ekki eins sókndjarfir og þeir hafa verið venjulega. Mér fannst þessi leikur svolítið eins og amerískur fótbolti. Menn misstu boltann og svo var stillt upp í fast leikatriði og sparkað inn í," segir Heimir og honum fannst sigurinn vera sanngjarn. „Mér fannst við heilt yfir sterkari á boltanum og líka líkamlega sterkari. Það var meiri vilji og kraftur í okkur. Mér fannst við eiga einn gír inni í fyrri hálfleik. Þeir reyndu að róa leikinn niður sem hefur ekki verið þeirra stíll. Það kom mér svolítið á óvart." EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
„Þetta er sennilega stærsti sigur Íslands undir okkar stjórn," sagði glaður landsliðsþjálfari, Heimir Hallgrímsson, og skal engan undra að hann hafi brosað. „Þetta var mikilvægur sigur að svo mörgu leyti. Að ná toppsætinu á þessum tímapunkti, komast skrefinu á undan Tékkum. Innbyrðisviðureignir jafnar en við erum með mun betri markatölu. Það telur mikið í lokin. Sömuleiðis gefur þetta okkur líklega annan styrkleikaflokk þegar dregið verður í undankeppni HM. Þessi sigur gefur okkur alveg ótrúlega mikið." Heimir viðurkenndi að það hefði farið svolítið um hann þegar Tékkarnir komust yfir í leiknum. „Það fer alltaf hrollur um mann þegar það er skorað gegn okkur og það hefði verið rosalega slæmt að missa Tékkana fjórum stigum á undan okkur og eiga svo erfiðan leik næst í Hollandi. Maður er svo óendanlega stoltur af þessum strákum. Það er svo mikill karakter í þeim. Þeir geta alltaf grafið dýpra eftir karakternum. Hvar endar þetta?" spurði Heimir og brosti allan hringinn. Hann veit sem er að Ísland tók ansi stórt skref í átt að EM í Frakklandi með þessum sigri í kvöld. „Stefnan er að komast til Frakklands og vonandi rætist sá draumur. Við höfum verið mjög meðvitaðir samt um að fara ekki fram úr okkur. Ég vona að þið fjölmiðlamenn gerið það ekki heldur og bara Íslendingar almennt. Við höfum náð þessum úrslitum með því að vera einbeittir á verkefnið og ekki halda að við séum mikið betri en andstæðingurinn." Það var búið að fara mikið yfir fyrri leikinn í Tékklandi en Heimir segir að þessi leikur hafi samt ekki spilast alveg eins og hann átti von á. „Þetta spilaðist öðruvísi en ég átti von á. Þeir sýndu okkur mikla virðingu og voru ekki eins sókndjarfir og þeir hafa verið venjulega. Mér fannst þessi leikur svolítið eins og amerískur fótbolti. Menn misstu boltann og svo var stillt upp í fast leikatriði og sparkað inn í," segir Heimir og honum fannst sigurinn vera sanngjarn. „Mér fannst við heilt yfir sterkari á boltanum og líka líkamlega sterkari. Það var meiri vilji og kraftur í okkur. Mér fannst við eiga einn gír inni í fyrri hálfleik. Þeir reyndu að róa leikinn niður sem hefur ekki verið þeirra stíll. Það kom mér svolítið á óvart."
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti