Einkunnir leikmanna Íslands gegn Tékklandi 12. júní 2015 21:05 Vísir/Ernir Ísland vann frábæran 2-1 sigur á Tékklandi í undankeppni EM 2016 og tók þar með stórt skref átt að því að komast í lokakeppnina í Frakklandi. Með sigrinum komst Ísland upp í efsta sæti riðilsins og er líklega búið að tryggja sig inn í annan styrkleikaflokk þegar dregið verður í undankeppni HM 2018. Niðurstaðan var frábær í kvöld en hér fyrir neðan má líta einkunnagjöf blaðamanna Vísis fyrir leikmenn Íslands.Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Mætti hárprúður til leiks og hárið var ekki að flækjast fyrir honum. Reyndi lítið á hann. Öruggur í sínum aðgerðum. Gat lítið gert við markinu.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Stóð vaktina vel í vörninni. Yfirvegaður og ekkert óðagot. Hleypti engu í gegnum sig. Tók takmarkaðan þátt sóknarleiknum.Kári Árnason, miðvörður 7 Klikkar helst aldrei í landsleikjum. Étur alla skallabolta og vinnur flest návígi. Leiðtogi í sterkri vörn.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Sterkur fyrir, tímasetti tæklingar vel. Lét ekki teyma sig í ógöngur. Öflugur í loftinu. Hann og Kári traustir sem fyrr.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 7 Öflugur í vörninni. Eldfljótur og átti nokkrar ágætar sendingar og svo eina gullsendingu er Ísland jafnaði 1-1.Birkir Bjarnason, hægri kantmaður 5 Ekki hans besti dagur. Missti boltann of oft og náði lítið að ógna. Lét þó finna fyrir sér og vann mikla vinnu sem fyrr.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8 - MAÐUR LEIKSINS Fyrirliðinn frábæri jafnaði með stórglæsilegu skallamarki. Var sem brimbrjótur á miðjunni og tengdi liðið saman. Fórnaði sér hvenær sem hann gat, vann marga bolta og sinnti varnarvinnunni af miklum myndarskap. Sannur leiðtogi.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 8 Í öðrum klassa en aðrir miðjumenn. Frábær á boltann og alltaf hætta í kringum hann. Óheppinn að skora ekki úr aukaspyrnu. Virðist ekki geta spilað slakan landsleik. Ótrúlega duglegur og óþreytandi í að pressa miðjumenn Tékka.Emil Hallfreðsson, vinstri kantmaður 5 Var mjög kröftugur framan af fyrri hálfleik og vann nokkra bolta. Náði ekki að fylgja því eftir. Tapaði boltanum í fyrsta marki leiksins. Gaf sig allan í verkefnið og hætti aldrei.Jóhann Berg Guðmundsson, framherji 6 Hörkuduglegur en kom lítið út úr allri vinnunni því miður. Gafst aldrei upp.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 7 Óþreytandi dugnaðarforkur. Alltaf með pressu. Skilaði bolta vel af sér. Nýtti færið sitt og skoraði. Yfirvegaður og kláraði með stæl. Má aldrei líta af honum.Varamenn:Jón Daði Böðvarsson (Kom inn á fyrir Emil Hallfreðsson á 63. mínútu) 6 Duglegur og átti sinn þátt í sigurmarki Íslands.Rúrik Gíslason (Kom inn á fyrir Kolbein Sigþórsson á 93. mínútu) - Kom inn á í blálokin. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Tékkland 2-1 | Frakkland færist nær | Sjáðu mörkin Ísland steig risastórt skref í átt að lokakeppni EM 2016 í Frakklandi með 2-1 sigri á Tékklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. 12. júní 2015 15:48 Sjáðu mörkin í lýsingu Hödda Magg Frábær sigur okkar manna og Hörður Magnússon fór á kostum í lýsingunni á Stöð 2 Sport. 12. júní 2015 20:53 Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Fleiri fréttir Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Sjá meira
Ísland vann frábæran 2-1 sigur á Tékklandi í undankeppni EM 2016 og tók þar með stórt skref átt að því að komast í lokakeppnina í Frakklandi. Með sigrinum komst Ísland upp í efsta sæti riðilsins og er líklega búið að tryggja sig inn í annan styrkleikaflokk þegar dregið verður í undankeppni HM 2018. Niðurstaðan var frábær í kvöld en hér fyrir neðan má líta einkunnagjöf blaðamanna Vísis fyrir leikmenn Íslands.Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Mætti hárprúður til leiks og hárið var ekki að flækjast fyrir honum. Reyndi lítið á hann. Öruggur í sínum aðgerðum. Gat lítið gert við markinu.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Stóð vaktina vel í vörninni. Yfirvegaður og ekkert óðagot. Hleypti engu í gegnum sig. Tók takmarkaðan þátt sóknarleiknum.Kári Árnason, miðvörður 7 Klikkar helst aldrei í landsleikjum. Étur alla skallabolta og vinnur flest návígi. Leiðtogi í sterkri vörn.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Sterkur fyrir, tímasetti tæklingar vel. Lét ekki teyma sig í ógöngur. Öflugur í loftinu. Hann og Kári traustir sem fyrr.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 7 Öflugur í vörninni. Eldfljótur og átti nokkrar ágætar sendingar og svo eina gullsendingu er Ísland jafnaði 1-1.Birkir Bjarnason, hægri kantmaður 5 Ekki hans besti dagur. Missti boltann of oft og náði lítið að ógna. Lét þó finna fyrir sér og vann mikla vinnu sem fyrr.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8 - MAÐUR LEIKSINS Fyrirliðinn frábæri jafnaði með stórglæsilegu skallamarki. Var sem brimbrjótur á miðjunni og tengdi liðið saman. Fórnaði sér hvenær sem hann gat, vann marga bolta og sinnti varnarvinnunni af miklum myndarskap. Sannur leiðtogi.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 8 Í öðrum klassa en aðrir miðjumenn. Frábær á boltann og alltaf hætta í kringum hann. Óheppinn að skora ekki úr aukaspyrnu. Virðist ekki geta spilað slakan landsleik. Ótrúlega duglegur og óþreytandi í að pressa miðjumenn Tékka.Emil Hallfreðsson, vinstri kantmaður 5 Var mjög kröftugur framan af fyrri hálfleik og vann nokkra bolta. Náði ekki að fylgja því eftir. Tapaði boltanum í fyrsta marki leiksins. Gaf sig allan í verkefnið og hætti aldrei.Jóhann Berg Guðmundsson, framherji 6 Hörkuduglegur en kom lítið út úr allri vinnunni því miður. Gafst aldrei upp.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 7 Óþreytandi dugnaðarforkur. Alltaf með pressu. Skilaði bolta vel af sér. Nýtti færið sitt og skoraði. Yfirvegaður og kláraði með stæl. Má aldrei líta af honum.Varamenn:Jón Daði Böðvarsson (Kom inn á fyrir Emil Hallfreðsson á 63. mínútu) 6 Duglegur og átti sinn þátt í sigurmarki Íslands.Rúrik Gíslason (Kom inn á fyrir Kolbein Sigþórsson á 93. mínútu) - Kom inn á í blálokin.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Tékkland 2-1 | Frakkland færist nær | Sjáðu mörkin Ísland steig risastórt skref í átt að lokakeppni EM 2016 í Frakklandi með 2-1 sigri á Tékklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. 12. júní 2015 15:48 Sjáðu mörkin í lýsingu Hödda Magg Frábær sigur okkar manna og Hörður Magnússon fór á kostum í lýsingunni á Stöð 2 Sport. 12. júní 2015 20:53 Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Fleiri fréttir Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Tékkland 2-1 | Frakkland færist nær | Sjáðu mörkin Ísland steig risastórt skref í átt að lokakeppni EM 2016 í Frakklandi með 2-1 sigri á Tékklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. 12. júní 2015 15:48
Sjáðu mörkin í lýsingu Hödda Magg Frábær sigur okkar manna og Hörður Magnússon fór á kostum í lýsingunni á Stöð 2 Sport. 12. júní 2015 20:53
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti